Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 34
' 34 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 Sport DV Hasselbaink til Boro r~ Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink, gekk í gær til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Middles- brough en Chelsea vildi ekki framlengja samninginn við hann. Hasselbaink, sem er 32 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við Middiesbrough en hann er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir félagsins á síðustu dögum. Áður hafði ástralski framherjinn Mark Viduka komið frá Leeds og hinn hollenski Michael Reiziger frá spænska félaginu Barcelona. Hasselbaink var einnig sterklega orðaður við Fulham en Boro hafði betur. U-21 árs liðið mætir Eistum íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mun spila vináttulandsleik gegn Eistum í Tallin.18. ágúst en sama dag mun A- landsliðið spila gegn ítölum á Laugardals- j velli. Þetta verður fyrsti leikur liðsins undir stjóm Eyjólfs Sverris- sonar sem tók við liðinu af Ólafi Þórðarsyni í október á sfðasta ári. Breytingar hjá Spurs Tottenham hefur fengið miðjumanninn Sean Davis frá Fulham í raðir félagsins en jafnframt selt portúgal- ska ffamherjann Helder Postiga til Porto. Tottenham fékk þrjár milljónir punda og miðjumanninn Pedro -• Mendes í kaupbæti. Hinn sautján ára gamli Pavel Ermolinskij er tveggja metra hár, hefur búið á ] fimm ára gamall og og þykir vera efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins. Spánar þar sem samningur við eitt besta félagsliðið þarlendis bíður eftir honi son, þjálfari hans í 19 ára landsliðinu, segir engin takmörk vera fyrir því hve Skrokkurinn 17 ára hausinn miklu eldri Pavel Ermolinskij, sem var nýorðinn ellefii ára gamall þegar hann var í fyrsta sinn í leikmannahóp í úrvalsdeildiiun, er á leiöinni til Spánar þar sem hann mun spila með einu af fjórum bestu liðum landsins, Malaga. Pavel, sem lék með franska liðinu Vichy í fyrra, æfði með liðinu fynr skömmu og sagði í samtali við DV að hann ætti aðeins eftir að losna fra franska liðinu áður en hann fengi samninginn frá Malaga. „Ég æfði með þessu liði á dögunum og leist alveg afskaplega vel á allar aðstæður. Ég er ekki enn búinn að fá samning en það gerist á næstu dögum þegar ég er búinn að fá félagaskipti frá franska liðinu sem ég spilað með á sfðasta tímabili," sagði Pavel við DV í gær. Pavel átti frábæra leiki með íslenska 19 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í Svlþjóð og hann sagði það vera eðlilegt skref fyrir sig að fara til Spánar núna. Skref upp á við „Þetta er mjög sterkt lið, algjört stórlið sem tólf þúsund manna höll og nuddara á hverju strái. Spænska deildin er mikið sterkari en sú franska þannig að þetta er skref upp á við fyrir mig. Ég tel mig vera tilbúinn fyiír það enda þótt ég geri mér grein fyrir því að ég mun ekki spila mikið með aðalliðinu til að byrja með. Þama em full- komnar aðstæður til að bæta sig sem körfuboltamaður og ég hyggst nýta mér það," sagði Pavel sem bjóstvið að séryrðiboðinnþriggja til fjögurra ára samningur. „Ég er það ungur að þeir fara varla að gera styttri samning en það við mig fyrst þeir em á annað borð að gera samning." Fuilgildur landsliðsmaður Pavel hefur leikið með öllum yngri landsliðum íslands og einhveijum finnst vera kominn tími til að haxm fái að spreyta sig með A-landsliðinu. Hann er íslenskur ríkisborgari, fékk ríkis- borgararéttinn þegar hann var átta ára og þar sem hann var ekki orðinn átján ára þegar hann fékk rflásborgararéttixm, er hann því fullgildur íslenskur landsliðs- maður, ólíkt Ðamon Johnson og Brenton Birmingham sem þurfa að berjast um eitt laust sæti í landsliðinu handa leikmönnum af erlendum uppruna sem fó rfldsborgararétt á íslandi. Klár ef kallið kemur Aðspurður sagðist Pavel ekki hugsa mikið um A-landsliðið en neitaði því ekki aö það væri draumurinn að komast í liðið. „Ég er enn ungur og hef nógan tíma. Það er auðvitað draumur allra leikmanna að spila með landsliðinu og ég verð tilbúinn ef landsliðsþjálfarinn vill fó mig. Ég held að ég sé klár til að æfe með liðinu núna en ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn þá spái ég lítið f landsliðið. Eina sem skiptir máli er að ég bæti mig sem leikmaður og framhaldið verður síðan að koma í ljós." Einstakur leikmaður „Pavel er einstakur leikmaður, afskaplega samviskusamur og góður drengur. Hann er tveggja metra hár bakvörður og þeir vaxa ekki á hveiju strái. Hann er eini sinnar tegundar á íslandi og ég tel að hann og Egill Jónasson, miðheiji úr Njarðvík [innsk. blm. sem er 2,14 metrarjséu þeir tveir íslenskir leikmenn sem geta náð hvað lengst þar sem þeir hafa báðir forréttindi hvað varðar hæð í sínum stöðum," sagði Einar Ámi Jóhannsson, þjálfóri Njarðvíkur og 19 ára landsUðs íslands, en hann stýrði Pavel og félögum hans í liðinu til sigurs á Norður- landamótinu f Svíþjóð f sfðasta mánuðL Ótrúlega þroskaður „Skrokkurinn hans er kannski sautján ára gamall en hausinn á honum er miklu eldri. Hann er ótrúlega þroskaður leikmaður miðað við aldur og það hjálpar honum mikið að hafe, þrátt fyrir imgan aldur, spilað tvö ár í úrvalsdeildinnL Hann tók mfldum framförum úti í Frakklandi sfðasta vetur og ég er ekki í vafa um að það sama verði uppi á teningnum á Spáni. Hann getur komist langt, eins langt og hann vill en það er undir honum sjálfum komið. Hann þarf að halda áfram að leggja hart að sér og ég get vel séð hann fyrir mér í NBA-deildinni. Það er ekkert slor að fó tveggja metra bakvörð," sagði Einar Ámi í samtali við DV í gær. oskar@dv.is Þreföld tvenna í úrslitaleiknum Pavel átti frábæra leiki með islenska 18 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu sem fram fór í Svíþjóð í vor en hann var fyrirliði liðsins sem varð Norðurlanda- meistari eftir sigur á Svíum í úrslita- leiknum. Pavel sjálfur skoraði 17 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar í úrslitaleiknum og skilaði litlu minna í hinum leikjunum fjórum á mótinu. Reykjavíkurrisarnir, KR og Fylkir mætast á KR-vellinum i dag klukkan 17. 27 þúsund Níunda umferð Landsbanka- deildarinnar í knattspyrnu karla heldur áfram um helgina og í dag mætast Reykjavíkur- risarnir og erkifjendur síðustu ár, KR og Fylkir, á KR- vellinum. Þetta er tíundi deildar- og bikarleikur liðanna frá 1999 og á þá hafa mætt samtals 27 þúsund manns. KR og Fylkir hafa setið í toppsætum deildarinnar eftir 60 af 80 umferðum úrvalsdeildar karla frá árinu 2000 og leikir liðanna hafa verið þeir aðsóknarmestu öll þessi 26.793 manns á leikjum KR og Fylkis frá 1999 Undanfarin ár hefur verið frábær mæting á leiki Reykjavikurrisanna og erkifjend- anna úr KR og Fylki sem mætast i manns hafa séð leiki liðanna frá 1999 fjögur tímabil. Flestir áhorfendur komu á leik liðanna á KR-vellinum árin 2000 (4120) og 2003 (3673) en flestir komu á leiki liðanna á Fylkisvellinum árin 2001 (2950) og 2002 (4833). Það hafa komið yfir 2000 manns á sjö síðustu deildarleiki liðanna, samtals 22.528 manns eða 3218 að meðaltali í leik. KR-ingar unnu heimaleikinn sinn gegn Fylki í fyrra, 4-0, og lögðu þar grunninn að íslandsmeistaratitli sínum. Var það var fyrsti sigur liðsins á Árbæjarliðinu í sjö leikjum eða síðan að þeir unnu annan óbeinan úrslitaleik liðanna á mótinu 2000. KR-ingar státa ennfremur af glæsilegu meti sem er enn í fullum gangi en það hafa komið yfir 1000 manns á 35 deildarleiki í röð. Þá hafa komið yfir þúsund manns á KR- völlinn á 57 af síðustu 58 deildarleikjum liðsins, samtals 117.996 áhorfendur eða 2034 að meðaltali á leik. Auk leiks KR og Fylkis þá spila ÍBV og ÍA á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum klukkan 14 í dag og á morgun klárast fyrri umferð íslandsmótsins með leik FH og KA í Kaplakrika í Hafnarfirði. Tveir leikir hafa þegar farið fram í tíundu umferð en henni lýkur á þriðjudag og miðvikudag með þremur leikjum. Það er því mikið um að vera í Landsbankadeild karla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.