Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 47
DV Síöast en ekki síst LAUGARDAGUR 10. JÚLl2004 47 r Fótaskortur á tungunni? Þegar ég var lítill leit ég upp til Amerrku af því að Ameríka kom Evrópu til bjargar í tveimur heims- styrjöldum. Og Ameríka sendi gnótt fjár til stríðshrjáðra ríkja Evrópu - líka til litla fslands - eftir síðasta stórstríðið. Ekki létu Bandaríkja- menn þar við sitja heldur héldu þeir verndarvæng sínum yfir Evr- ópu svo hún fengi andrými til að stunda viðskipti í og uppbyggingu í stað hervæðingar til að vernda sig gegn „hinu illa veldi" kommúnism- ans í austri. Það var ríkissjónvarpið (þá var bara eitt sjónvarp og forseti sem sat á friðarstóli) sem sýndi mér fram á mikilfengleik Ameríku svart á hvítu. I þá tíð sýndi rtkissjónvarp- ið í síbylju breskar og bandarískar heimildarmyndir um stríðin. Þess á milli var boðið uppá kábojamyndir. I því sjónarspili stráfelldu kábojar indíána undantekningar- og áreynslulaust. Til að undirstrika hetjudáðirnar voru kábojarnir yfir- leitt miklu fámennari og dunduðu sér við að fíra niður heilu ættbálk- ana sem riðu í gólandi ofboði beint í kúlnahríð kúrekanna og féllu hver á fætur öðrum af hestbaki með dauðans tilþrifum. Svo fór um orr- ustur þær. ísfirskir kábojar Við púkarnir á ísafirði öpuðum þetta stundum eftir í hlíðum Eyrar- fjalls við Skutulsfjörð og skutum á ímyndaða indíána út um hvippinn og hvappinn með teygju- og túttu- byssum. Enginn fékk inngöngu í þann félagsskap nema eftir langar og strangar yfirheyrslur og vitna- leiðslur sem sönnuðu að viðkom- andi héldi með kábojum gegn minnimáttar og lítilsverðum indí- ánum. Var það von að ég hafði snemma komið mér upp aðdáun á Glúmur Baldvinsson skrifar um heimsókn Davíðs til George Bush. Kjallari kúrekum og Ameríku og deildi hart við foreldra mína sem þá höfðu ekki náð nægilegum þroska til að hætta að marsera í Keflavíkurgöng- um? En tíminn leið og maður óx úr grasi og heimsótti Ameríku og aðra heima. Ég er hættur að halda með kábojum á móti indíánum og langt er síðan aðdáun mín á Ameríku þvarr. Kábojaafmæli í Hvíta húsinu Sömu sögu er ekki að segja af forsætisráðherra vorum. Alla vega virðist hann enn halda með kúrek- um á móti indíánum. Kannski af því að hann hleypti aldrei heim- draganum og hélt sig í heimahög- um (í kábojaleik)? Aðdáun Davíðs á yfirkáboja veraldar frá Texas, Mekka kúrekans, kom pínlega í ljós í nýafstöðnu afmælisboði forsetans í Hvíta húsinu. Aðdáun Davíðs á Bush virðist ómæld og óskilyrt líkt og óendurgoldin ást sem aldrei deyr. Davíð í Hvíta húsinu er sem annar náungi víðsíjarri þeim Davíð sem við þekkjum í hvíta húsinu hans við Lækjargötu. í afmælisboðinu hjá Bush var enginn Bubbi kóngur heldur virtist þar dúkka upp fremur feiminn, lítill skólastrákur fullur blygðunar og lotningar. Maðurinn sem lítur ekki upp til nokkurs manns á fróni virt- ist hikandi og undirgefinn í landi villta vestursins frammi fyrir Texas- kúrekanum. Eða kannski varð hon- um bara fótaskortur á hinni hálu ensku? Og hver láir honum það í viðurvist Bush sem hefur terroriser- að enska tungu alla tíð. Það er erfitt að fullyrða en ég leyfi mér að halda í þá von að Davíð hafi hreinlega mismælt sig þegar hann fullyrti við fréttamenn í Hvíta húsinu að árásin á frak hefði gefið mannkyni nýja von. Að von mannkynsins hefði vaxið eftir stríðið í írak. Svo sagði hann, aðspurður, um árangur af fundinum: „Það var aldrei - fund- urinn snerist ekki um að ná sam- komulagi." Það gaf von minni byr undir báða vængi um að þetta með vonina hefðu líklega verið mismæli. Að vísu er ég sammála Davíð um það að fundir eru sjaldan líklegir til niðurstöðu. Ég tala nú ekki um vinafögnuð þar sem yfirkábojinn býður sínum uppáhaldskúrekum og jámönnum í afmælisteiti. Hin nýja von? Aukin og meiri von í heiminum? Hvað hafa margir Bandaríkjamenn, írakar og aðrir fallið í írak frá upp- hafi stríðs? Hvernig hafa gíslar verið aflífaðir? Hvemig voru íraskir fangar pyntaðir og af hverjum? Hversu mörg hafa sjálfsvígin verið og hversu mörgum hafa þau grandað? Hvað féllu margir £ blóðbaðinu í Madríd? Hvað falla margir í viku hverri í átök- um á milli ísraels og Palestínu? Frá fýrsta degi stríðsins í írak hófst færi- bandaframleiðsla á terroristum, mönnum sem ella hefðu valið sér friðsamlegri iðju. Frá því kábojinn náði völdum hefur heimsbyggðin verið á hraðri leið að barmi ógnar og sundrungar. Hvaða heim er Davíð Oddsson að tala um? Um hyldýpisgjánna í hlíð- inni heima, Góðravonahöfða eða heiminn gervallan? Hann mismælti sig, það hlýtur að vera. • Fari svo að Bjöm Bjamason dragi sig úr stjórnmálum losnar ■<* ekki aðeins þingsæti heldur líka sæti borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þá er talið mögulegt að Gísli Marteinn Baldursson, sjón- varpsstjarna og besti vinur Hannes- ar, taki sæti sem að- alborgarfulltrúi og myndi stefna á að verða oddviti listans og borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins. Á því er sá ann- marki að Gísli Marteinn hefur ekki «: enn getað gert upp við sig hvort hann á að taka stökkið og hætta í vellaunaðri og áberandi stöðu hjá sjónvarpinu til að taka áhættuna í Reykjavík, þar sem flest bendir til að Reykjavikurlisti undir forystu Þórólfe Ámasonar myndi gjörsigra Sjálfstæðisflokkinn í fjórða sinn... • Velgengni sjónvarpsþáttarins Popppunkts á Skjá einum hefur verið mikil síðustu árin. Undir styrkri stjórn Dr. Gunna og Felix Bergssonar náði þátturinn mikilli hylli sjónvarps- áhorfenda, svo mik- illi að í vor var hann á meðal vinsælustu þátta Skjás eins. Síðustu vikur og mánuði hefur heyrst ávæningur af því að tU standi að gefa út spurningaspU upp úr þáttunum og nú gæti það orðið að veruleika. Dr. Gunni segir á heimasíðu sinni: „Fundaði v/ PP- spUsins. Útlit fýrir að það komist á koppinn fyrir jólin. Samt eru birgjar uggandi v/ lélegs gengis Séð og heyrt-spUsins, sem rústaði eigin- lega borðspUaútgáfumarkaðnum." Það skyldi þó aldrei vera að Dr. Gunni yrði vinsæUi en siðapostull- inn Kristján Þorvaldsson... með hagstæðari lánum fasteignalán nýbyggingalán sumarhúsalán hesthúsalán Þekking og reynsla í þína þágu , Við einsetjum okkur að veita persónulega og sveigjanlega þjónustu" Kristinn Bjarnason framkvæmdastjóri á * * •v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.