Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. JÚLl2004 Helgarblað DV Lappaðu upp á líkamann - án þess að !m ískiirúaðgerú Margar konur heföu áhuga á stærri barmi en það treysta sér ekki allar til að leggjast undir hnífinn. Hvað er annað í boði en skurðaðgerð til að öðlast stærri brjóst? DV athugaði málið. Margt annað en skurðaðgerð er í boði fyrir þær konur sem vilja stærri brjóst. Til eru margar tegundir af púðum sem settir eru inn í brjósta- haldara, kremum sem eiga að auka , ummála brjóstanna og gera þau stinnari, auk úrvals brjóstahaldara með lyftingu. „Þessir gelpúðar eru ótrúlega vinsælir og seldust upp hjá okkur um daginn," segir Þóra Hlíf Jónsdóttir verslunarstjóri La Senza. Hún segir að hægt sé að fara með púðana í sundlaugar enda stór kost- ur að þeir séu úr geli þannig að þeir þurfa engan tíma til að þorna. Þessir púðar eru mjög sterkir en ef það kemur gat á leku efnið alls ekkert úr þeim. Hægt er að fá nokkrar tegund- ir af gelpúðum í mismunandi stærð- um. Sumir láta brjóstin virðast stærri og aðrir lyfta þeim. Þóra Hlíf selur einnig gervigeirvörtur. „Það eru aðallega yngri stelpur sem kaupa geirvörturnar. Málið er að bleyta þær og þá tolla þær á og þá er maður kominn með stinnar geir- vörtur sem getur verið mjög sexý.“ Einnig er hægt að nota gervigeir- vörturnar ef eitthvað hefur komið fyrir brjóstið. Þróaðir brjóstahaldarar með púðum Úrvalið af brjóstahöldurum sem stækka barminn er einnig mikið. „Þessir svokölluðu skoru-brjósta- haldarar eru mjög vinsælir, þeir þrýsta brjóstunum saman þannig að skoran verður meira áberandi," segir Þóra Hlíf. Einnig er hægt að fá sér- staka bíkiníbrjóstahaldara sem í eru sílíkonpúðar. „Konur vilja hafa smá mótun í bikiníinu og kaupa mikið af þessari tegund eða þá harða brjósta- haldara og geta þá bætt púðunum inn í,“ segir Þóra Hlíf og bætir við að ekki sé sniðugt að setja lausa púða í spangarlausa brjóstarhaldara því þá sé hætta á að púðarnir detti úr. Enn ein tegundin eru brjóstahaldarar með svokölluðu „svalasniði." Þeir lyfta brjóstunum vel upp og sam- kvæmt Þóru Hlín eru þeir afar vin- sælir hjá eldri konum. Auk þess eru gömlu taupúðarnir alltaf vinsælir og muna verður að hægt er að blanda þessu flestu saman og stækka með því barminn töluvert. Krem sem gera bjóstin stinnari Á markaðnum eru einnig krem sem gera brjóstin stinnari og þéttari. í Lyfjum og heilsu fást Sodo-kremin en þau eru ætluð fýrir brjóst, rass og andlit. Þessi krem gera húðina stinnari og eru einnig góð fyrir app- elsínuhúð. „Við erum búin að selja þau í einn og hálfan mánuð þannig Natural Curves ^ er að bera kremiö ó skj ad deginum og brjóstin eru þó fallegri fyrir kvöldið Verð: 4.950. Bikini-gelpúðar \ Notodir inn i þrihyrnings• bikinibrjóstahaldara. Kosta 4.690 krónur. sma lyrtmgu og fyll ingu.Þessirkosta 1.990 krónur. Allir gelpúóarnir eru vcitnsheldir. T Þeir vinsælustu 1 Þessir veita fallega og góda lyftingu. Bæði til i hudlit og glærir og kosta 4.800 krón- sur. Það vinsælasta idag. Á að það er komin lítil reynsla á þetta," segir Erla Ragnheiður Ragnarsdóttir innkaupastjóri hjá Lyíjum og heilsu. Kremin eru borin á húðina tvisvar á dag. „Það þarf ekkert að bíða eftir að þau þomi því þau smjúga strax inn í húðina," segir Erla Ragnheiður og bætir við að kremið ætti að vera far- ið að virka áður en dósin klárast. Hallsteinn Geirsson selur krem sem kallast Naturai Curves. „Þessi krem mýkja húðina og eru sniðug ef konur vilja lappa upp á sig fyrir kvöldið. Þetta eykur blóðflæðið til brjóstanna og eykur þannig ummál þeirra," segir Hallsteinn. „Ég hef heyrt að þetta virki þó það sé ekki komin mikil reynsla á kremin." Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar um Natural Curves á heima- síðunni www.fegrun.is. "'jviiunum vei upp ponnig það myndost nokkurskonor ,,sval Vinsælir hjó eldri konum og kosi 3590 krónur. Skorubrjóstahaldari Býr til fullega skom. Eru meðal •insælustu brjóstahaldaranna c markaðnum og kosta 3.990 krónur. Bikiníbrjóstahald- ari með sílikoni Silikonið er fast inni i haldnranum og kostarþessi 3.490 krónur. Nauðsynlegt er að spá í þessi atriði áður en ákvörðun um skurðaðgerð er tekin. Borga fegrunaraðgerðir sig? Listi yfír kosti og ókosti Eins og með aðrnr aðgerðir er alltaf einhver hætta á mistökum. Sniðugt er að gera lista yfir kosti og ókosti. Skurðaðgerð er alvarlegt mát og enginn ætti að taka slika ákvörðun nema að vel úthugsuðu máli. Aðrír möguleikar Ertu örugglega búin að útiloka alla aðra möguleika? Það erýmislegt sem hægt er að gera svo maður verði ánægðari með sjálfan sig. Fyrir upp- hæðina sem færi í aðgerðina er hægt að kaupa einkaþjálfara, fara í klipp- ingu og kaupa ný föt. Samt væru peningar afgangs. Fyrír hvern er aðgerðin? Það er ekki sniðugt að leggjast undir hnífinn til að þóknast einhverjum öðrum. Vertu viss um að þú sért að fara í aðgerðina á réttum forsend- um. Lýtaaðgerð er ekki lausn á öllu Stærri brjóst geta ekki bætt lélegt sjálfsmat né breytt persónuleika. Óraunhæft er að kenna brjóstastærð um það sem miður hefur farið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.