Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 Helgarblaö DV Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona ætlar sér að ná lágmarkinu í langstökki í sumar. Ef hún kemst á ólympíuleikana veit hún ekki betur en hún verði að fjármagna allt sjálf eins og hún hefur gert hingað til. Sunna segist aldrei hafa verið í betra formi og að hún eigi um sex til sjö ár eftir í frjálsíþróttunum. Hún skilur ekki forráðamenn Frjálsíþróttasambandsins og veltir því fyrir sér hvort hún sé utanveltu af því að hún er fjölskyldumanneskja sem býr úti á landi. f a „Efþessar sögur um villt líferni Arnar sundkappa eru sann- arþá skil ég að það sé mórall í gangi en I frjálsum er fólk að gera þetta af fullri al- vöru." Ætlar á ólympíuleikana Sunna mun keppa á Landsmóti íslands sem fer fram á Sauðárkróki um helgina. „Ég er ágætlega vongóð um að ná lágmarkinu' í langstökkinu fyrir ólympíuleikana. Ef ekki á þessu móti þá kannski á Meistaramótinu eða á erlend- um mótum í sumar. Ef ég kemst inn veit ég hins vegar ekkert um hvað gerist. Hvort Frjálsíþróttasambandið komi sjálfkrafa inn í þetta eða hvort ég verði bara að hafda áfram að borga fyrir mig sjálf. Mitt besta stökk á þessu ári er 6.47 en lágmarkið er 6.55 svo það er alveg möguleiki.‘‘ Sunna segir að styrkjakerfið vinni allt saman og þegar fyrirtækin sjái að Frjálsíþróttasambandið styrki hana ekki sé mjög erfitt að sannfæra fólk um að hún geti eitthvað. Einu peningamir sem dælt hafi verið í hana séu til að borga fyrir lyfjaprófin og það sé sárt til þess að hugsa í hvað annað hefði verið hægt að nota þá enda hafi hiin alltaf runnið í gegn. Nú eru Sunna og maður hennar að spá í að flytja til Þýskalands til æfinga áður en dóttirin byrjar í skóla. Hún seg- ist þó ekki búin að gefast upp á íslandi heldur verði þetta bara tímabundið. Sunna segist ekki heldur vilja gefast upp á íþróttunum en ef ástandið fari ekki að lagast muni hún ekki geta annað. indiana@dv.is Styrkjalaus en steínir ólympíuleikana „Ég hef oft hugsað um það til hvers ég sé að þessu og hvort ég ætti ekki bara að gerast venjuleg fjölskyldumanneskja og reyna að eignast eitthvað því í þetta fara margar milljónir," segir Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona sem hefur verið fastamaður og burðarás fijáls- íþróttalandshðsins síðast liðin 15 árin. Sunna hefúr slegið hvert metið á fætur öðru og bætti nú í mánuðin- um 19 ára gamalt met í 100 metra hlaupi eins og kom fiam í DV í vik- unni. Þrátt fyrir það fær hún enga styrki. „Bara núna í sum- ar er ég búin að fara þrisvar til Svíþjóðar, einu sinni til Nor- egs og til Hollands. Ég sigraði öll lang- stökksmótin nema eitt og vann öll 300 metra hlaup- in. Það kostar sitt að ferðast þetta og ég hef borgað allt úr eigin vasa.‘‘ Óskemmtilegt að vera upp á aðra kominn Sunna hefur flust aftur til heima- haganna á Blönduósi enda þægilegt að geta komið dótturinni í pössun hjá foreldrum. „Maður er náttúrlega á endalausum þvælingi og maður sparar með því að fá sína nánustu til að passa." Hún segist eyða öll- um sínum tíma í æfingar og sé því algjörlega háð manni sínum. „Það er ekkert gaman að vera háður einhverjum og hann verður að vinna eins og bijálæðingur til að ég geti stundað þetta áhugamál mitt,“ segir hún og bæúr við að frjáls- íþróttimar séu kannski meira en áhugamál þar sem hún keppi fyrir íslands hönd og vinni flest mót sem hún taki þátt í auk þess sem þetta hljóú að vera góð kynning fyrir landið. „Ég veit samt að það eru fleiri í sömu að- stöðu og ég og ég kenni hinu frjáls- íþróttafólkinu ekki um. Það er kerfið sem ég er fúl út í. Ég sótú um styrk til Frjálsíþróttasambands íslands síðast- liðið haust en því var synjað. Ég veit ekki af hveiju. Kannski af því að ég er 28 ára móðir og bý úú á landi. En allavega hef ég aldrei verið betri. Ég hef alltaf farið löngu leiðina og nú er það að vinna gegn mér. Þótt ég sé orðin þetta gömul eru þær bestu í heimi á sama aldri og ég eða eldri," segir Sunna og bætir við að hún eigi allavega sex til sjö ár eftir í fijálsíþróttunum. Óska henni ekki til hamingju Auk æfinganna hugsar Sunna um fjögurra ára dóttur sína og lærir sál- fræði. „Ég er í sjálfbúnu fjarnámi fiá Háskóla íslands og hef lokið 57 eining- um svo þetta gengur bara vel.“ Hún og maðurinn hennar hafa komið sér vel fyrir á Blönduósi og henni finnst hart ef hún getur ekki búið þar sem hún vilji helst búa ef hún æúar að halda áfiam í íþróttunum. „Ég hef bara enga aðra út- skýringu á þessu. Aðrir eru að fá háa styrki á meðan ég fæ ekki krónu. Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér, kannski er svona mikill klíkuskapur í kringum þetta eða þá að þeir hafi misst alla ttú á mér sem er skríúð því ég hef aldrei verið í betta formi og er sú eina sem hef verið að slá hvert meúð af fæt- ur öðm síðustu árin." Hún segir sam- bandið milh sín og forráðamanna Fijálsíþróttasambandsins orðið hið vandræðalegasta og að þeir forði sér frekar en að yrða á hana eða óska til hamingju með góðan árangur. Árið 1997 flutú Sunna til Banda- ríkjanna þar sem hún fékk fullan há- skólastyrk sem er mjög sjaldgæft fyrir erlendan íþróttamann. „Þeir höfðu tröllatrú á mér en þessar æfingar hentuðu mér ekki svo ég stoppaði ekki lengi." Árið 2000 flutti hún svo til Nor- egs og fór aftur að æfa. Þá byijaði hún hægt og rólega enda nýbúin að eignast dóttur. „Þarna fór ég að hafa aftur gaman af þessu í fyrsta skipúð í langan tíma og þetta er búið að vera alveg fr á- bært síðan enda er mér búið að ganga vel.“ Keppir í aldargömlum greinum Sunna hefur ekki mikla trú á að styrkimir sem veittir em séu misnotað- ir, allavega ekki í ffjálsunum. „Ef þessar sögur um villt lífemi Amar sundkappa em sannar þá skil ég að það sé mórall í gangi en í frjálsum er fólk að gera þetta af fullri alvöm," segir hún en bætir við að þar sem Öm hafi lent í fjórða sæú á síðustu ólympíuleikum skilji hún ekki hver ætú að fá styrki ef hann fengi þá ekki. Samkvæmt afrekssjóði fær Vala Flosadóttir tæpa eina og hálfa milljón á ári í styrk og lón Amar og Þórey Edda sömu upphæð. Sunna minnir á að hafa verði í huga að stangarstökk kvenna sé ný grein á meðan hún sé að keppa í greinum sem hafa verið við lýði árum saman og öll landsböm hafi reynt við. „Ég veit alveg að ég er kannski ekkert best í heimi en ég er allavega best á landinu í mínum greinum. Til þess að verða enn betri verður maður bara að fá einhverja hjálp. Þótt ég sé ekkert að setja út á styrki til Völu þá veit ég að hún hefur ekkert keppt í sumar en það að hún hafi lent í 3. sæú á síðustu ólympíu- leikum segir sitt. Svo em fleiri þama sem em að fá peninga án þess að sýna ffarn á neinn árangur." „Aðrir eru að fá háa styrki á meðan ég fæ ekki krónu. Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér, kannski er svona mikill klíkuskapur í kringum þetta eða þá að þeir hafa misst alla trú á mér sem er skrítið því ég hefaldrei verið í betra formi og er sú eina sem hef verið að slá hvert metið á fætur öðru síðustu árin." Með manninum Eiginmaður Sunnu stendur vel við bakið á henni. Hann er iæknir. fuZTanneskiaSunna fur aldrei verið í betra formi er ema frjálsíþráttamanm innsemhefurslegiðhvert SamtfUrÍðrUÍ9e9num ■ Samt feer hún enaa stvrl,: íþróttamenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.