Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 21
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 21 Leikkonan Suzanne Somers hefur að mestu lagt leiklistina á hilluna og tekið sér nýtt hlutverk í lífinu sem felst í því að grenna hina akfeitu bandarísku þjóð. Tvær milljónir manna hafa fylgt ráðum Somers og segir hún árangurinn ekki láta standa á sér. Nýr matarkúr slær í gegn Suzanne Somers grennir bandarísku þjóðina grænmeti og mikið af því. Sykur, hveiti, pasta og kartöflur eru á bannlista - að minnsta kosti má ekki borða þessar fæðutegundir með fituríkum mat. Blátt bann er lagt við sykri enda segir Suzanne engan vafa leika á að sykur umfram annað valdi því að við fitnum; feit- um mat sé ekki um að kenna. Kenn- ing hennar er eitthvað á þá leið að insúlín geri okkur möguiegt að nota sykur sem orkugjafa. Þegar fólk borðar of mikinn sykur og fær þannig umframorku er insúlínið einn af þeim þáttum sem stjórnar því að líkaminn tekur að geyma umframorkuna sem fitu og þar með setjast aukakílóin á okkur. Suzanne kveðst vera nautna- kona og hefur gaman að því að borða. Hennar mottó er að fólk njóti þess að borða góðan mat - svo lengi sem samsetningin er rétt. Ef fólk sættir sig við að sleppa kartöflum með kjöti og fiski og eða pastanu þá er það á réttri leið. Þegar kjörþyngd er náð getur fólk leyft sér að bragða aftur pasta úr heil- hveiti og jafnvel fengið sér heilhveitibrauðsneið að morgni. Hún segir mörg- um reynast erfiðast að hætta að borða brauð - kart- öflur og pasta minna mál þegar fólk hefur vanið sig á að borða ýmiss kon- grænmeti með kjöti og fiski. Gald- urinn er að hennar sögn sá að borða vel þrisvar á dag; egg, beikon, grænmeti, kjöt, fisk og osta svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að kynna sér kenningar leikkonunnar á heimasíðunni www.suzann- esomers.com netinu. Margir muna eftir Suzanne Somers úr gamanþáttaröðinni Three’s a Company sem sýndir voru við miklar vinsældir á árun- um 1977 til 1981. Suzanne hefur leikið í fjölda sjónvarpsmynda á ferlinum en hefur hin síðustu ár búið til risaveldi um matarkúr sem hún kennir við sjálfa sig. Suzanne Somers hefur skrifað fjórar bækur um kúrinn sem hún vill reyndar ekki kalla megrunar- kúr heldur mataræði sem eigi að fylgja fólki allt lífið. Upphafið má rekja til þess þegar Suzanne var stödd í París fyrir rúmum áratug. Hún var þá orðin fertug og hafði bætt á sig nokkrum aukakílóum. Suzanne sem hafði verði þekkt fyr- ir ljóst sítt hárið og grannan vöxt, var allt annað en ánægð með þró- Klassískur dagur hjáSuzanne Morgunverður Ávöxtur Sykurlaust skyr eða jógúrt með heil- hveitimúslí Morgunsnakk Ostbiti Hádegisverður Sesarsalat með kjúklingi, steiktu grænmeti og parmesanosti Sfðdegi Ávöxtur eða harðsoðið egg Kvöldverður Græntsalat með gröðostadress- ingu, steik, soðið brokkolí með ostasósu. Sykuriaus vanilluís í eftirrétt un mála. Hún passaði ekki lengur í alla skvísukjólana. Fyrrnefnd Parísarferð átti eftir að breyta h'fi Suzanne en fyrir rúm- um áratug heimsótti hún borgina og kveðst hafa fengið uppljómum þegar hún fylgdist með Parísarbú- um taka til matar síns. Frakkarnir „leyfðu sér“ að borða pylsur, osta, salöt, kjöt, fuglakjöt og fisk sem gjarna var borið fram með rjómasósum, fersku grænmeti og að sjálfsögðu skolað niður með rauðvíni. Ostakaka eða rjómabúð- ingur fylgdi svo í eftirrétt. Suzanne fór að velta fyrir sér hvernig stæði á því að Frakkar gætu borðað svona mikið af feitmeti en samt verið grannir. Hún hafði alltaf trúað því að feitmeti gerði okkur feit, hækk- aði kólesterólið, yki hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum. „Frakkar ættu samkvæmt þessu að vera akfeitir og aðframkomnir vegna hjartasjúkdóma en þess í stað borða þeir feitan mat og eru grannir, og tíðni hjartasjúkdóma er í algjöru lágmarki," segir Suzanne sem ákvað þegar í stað að breyta mataræði sínu. Nýtur þess að borða góðan mat Matarkúr Suzanne er að sumu leyti líkur Atkins-kolvetnakúrnum en meginlínan er sú að blanda ekki saman kolvetnaríkum mat og feit- um/próteinríkum mat. Munurinn á Suzanne og Atkins er hins vegar sá að Suzanne hvetur fólk til að borða Nokkrar góðar reglur 1. Borðið ávexti á fastandi maga og ekki rétt fyrir málsverð 2. Borðið prótein og fitu með grænmeti 3. Borðið kolvetni með grænmeti. Kolvetni má ekki borða með fitu 4. Látið 3 stundir líða á milli þess að borða prótein-/fituríkan mat og fæðu með kolvetnum 5. Borðið þrjár góðar máltíðir á dag og borðið ykkur södd Prótein og fita Smjör Ostur Egg Fiskur Majónes Kjöt Olía Fuglakjöt Sýrður rjómi Grænmeti Aspas Brokkolí Blómkál Sellerí Agúrka Kúrbítur Kál Sveppir Spínat Tómatar Zucchini Kolvetni Baunir Sinnep Sykurlausar mjólkur- vörur Heilhveiti brauð Kornfleks Pasta Ekki borða Malar gull með þvi oð kenna fólki oð fylgja mataræði sem hún hefur þróað. Segir eigin vöxt sönnun þess að aðferðin virkar. Sykur Gulrætur Síróp Hunang Bananar Maískorn Pasta úr hvítu hveiti Popp Kartöflur Hveiti Hvít hrísgrjón Koffeindrykkir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.