Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 19
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ2004 19 enda hafði hann orðið mjög veikur á meðan á náminu stóð. „Ég vann myndlist út frá auka- verkunum sem voru oft gríðarlegar af öllum lyfjunum sem ég tók við sjúk- dómnum. Stundum var ég nánast út úr heiminum af ofskynjunum sem lyfin höfðu í för með sér og þá nýtti ég mér þá reynslu og upplifun og endur- speglaði það í myndlistinni. Ég gerði til dæmis verk um upplifun mína þar sem ég sveif í rýminu fyrir ofan rúmið mitt. Lokaverkefnið mitt í skólanum í Glasgow var innsetningin „Stocrin Efavirenz" sem er heiti á lyfi sem ég tók á þessum tíma. Verkið byggist mest á draummn og ofskynjunum sem ég upphfði af lyfjagjöfirmi,“ segir Jón sem hefur snúið spilunum við og notar dauðann og fylgikvilla sjúk- dómsins sem tæki sem hefur gefið honirm óendanlega möguleika í myndlist sinni. „Sjúkdómurinn er órjúfanlegur hluti af mér og ég hef kosið að nota hann sem mitt vopn í myndlist minni. Ég er mjög sáttur við þetta vopn sem hefur algerlega breytt mlnu lífi og ég ætla að nota það til að sigra þær orusturnar sem ég tekst á við líf- inu og myndlistin er náttúrlega mitt líf. Ég er í raun alltaf að nota þetta í verkum mínum þó svo að það sé mun skýrara í því sem ég er að gera núna en hugmyndin hefur verið að þróast í mörg ár. Fyrir utan það að vinna með ofskynjanirnar sem ég fék af HlV-lyfj- unum, gerði ég h'tið myndbandsverk þar sem ég er að svæfa litla mús. Svo var ég með innsetningu í beinni út- sendingu í glugga Búnaðarbankans þar sem ég setti blómvönd í vasa og fólk gat svo fylgst með blómunum deyja smá saman. „Dead" er alveg jafhmikið um h'fið og dauðann. Dauðinn er svo stór partur af lífinu. Ef ég hefði ekki fengið þennan sjúkdóm þá hefði ég kannski bara haldið áfram í einhverju sukki og rugh þannig að ég er fuUkomlega sáttrn við þessi örlög mín því þau skila sér í því sem ég er að gera og keyra mig áfram í hst minni." Var á góðri leið með að drepa mig á sukkinu „Ég hef ahtaf verið mikiU djamm- ari og ég hætti aldrei að djamma þannig séð. Ég var náttúrlega í algeru rugh og aUtaf á fyUeríi. Þetta var til þess að ég hætti að taka lyfin mfn og var í rauninni á góðri leið með að drepa mig á sukkinu. Ég fékk svo heiftarlega tannrótarbólgu og lagðist mjög veikur inn á spítala og um svip- að leiti hafði Börkur félagi minn dáið í mótorhjólaslysi sem fékk mjög á mig. Þetta var sumarið 2002 og eftir að hafa legið á spítalanum ákvað ég að breyta aigerlega um h'fstíl og hætta öhu sukki og rugh," segir listamaður- inn sem er ánægður með lífið í dag. „Ég gerði svo gjörning sem var táknræn innsetning á endurfæðingu minni. Þar tók ég aUt mitt fyrra líf þar sem ég var búin að fá algert ógeð á sjálfum mér og rústaði öhu sem ég átti. Þetta æðiskast sem gjörningur- inn var fjallaði þannjg um dauða mannsins sem ég vildi ekki vera leng- ur, maðurinn sem ég hafði fengið ógeð á og kjölfarið endurfæðist Jón Sæmundur, manneskjan sem ég er í dag. Verkið heitir „Holan mín“ og var svo sýnt í Gaheríi Hlemmi. Innsetn- ingin samanstóð af myndbandi með gjörningnum og svo rústunum af mínu fyrra lífi á gólfinu út um allt. Þetta var svona uppgjör á öllum erfiðleikunum í mínu hfi, svona and- leg tiltekt þar sem ég losaði mig við reiðina á mjög táknrænan hátt," seg- ir Ustamaðurinn einlægi sem er per- sónulegur í sköpun sinni og er óhræddur við gefa fólki innsýn inn í líf sitt og sál. „Ég ákvað að gera þetta á mínum eigin forsendum, einbeita mér að minni list. Eyða orkunni í það og lifa heilbrigðu lifi. Svo var ég svo hepp- inn að kynnast þessari æðislegu konu sem ég elska af öhu mínu hjarta, hún er alveg ótnileg mann- eskja og á sinn þátt í öUu því sem er að gerast hjá mér núna,“ segir Jón með sælusvip, augljóslega ástfangin af sinni konu. Hvernig höndlaði hún það að verða ástfangin af manni með svona sjúkdóm sem HIV er? „Jú, hún var auðvitað hrædd við þetta. Við reyndum að vera eins ábyrg í okkar kynlífi og við gátum. Hún á líka fiábæra fjölskyldu sem tók þessu líka mjög vel og sýndi mUdnn skilning á málinu. Við lentum svo í slysi með verjur sem eru ekki aUtaf eins öruggar og maður gerir ráð fyrir. Þetta var náttúrlega mUdð áfaU og hún fór strax í tékk. Sem betur fer vorum við svo heppin að hún hafði ekki smitast af sjúkdóminum við þetta slys. Þetta var nú samt ekki endirinn á öUu saman því seinna kom í ljós að hún var orðin ólétt og gekk með tvíbura ofan á aUt saman. Það reyndist mikU guðsgjöf að bæði hún og börnin sluppu við veiruna. Þetta er náttúrlega ekkert annað en kraftaverk. Þannig varð þetta slys að mikilh hamingjustund þar sem ég hafði ekki gert ráð fyrir því að eignast börn eftir að ég greindist með sjúkdóminn. Núna á ég þessi yndislegu börn og konu og við eigum frábært líf saman." Ertu sloppinn, þú hefur aldrei orðið mjög veikur er það? „Jú, ég hef tvisvar verið mjög slappur og þannig séð verið mjög ná- lægt dauðanum. Þetta er náttúrlega allt annað núna, bæði eru fyfin betri og lífernið öðruvísi og ég hugsa vel um sjálfan mig. Ég fer reglulega í svæðanudd og það hjáipar mér mik- ið. Ég prófaði ailt á sínum tíma, nál- arstungur og svona ýmislegt, svæða- nuddið ér það sem hefur virkað best fyrir mig. Svo nota ég líka grasalyf. Það er enginn sloppinn, dauðinn er þarna og bíður okkar aUra.“ Dead Með verki sínu „Hinum megin“ sem sett var upp í Safni, gaUeríi Pét- urs Arasonar á Laugaveginum, nálg- ast Jón dauðann á nýjan hátt. Þar sldlgreinir hann „Dauðann" sem sitt hliðarsjáh. Hann gengur í raun aUa leið og hættir að læðast í kringum konseptið sem hann var búinn að vinna með í mörg ár og bíður dauð- anum upp í dans. Þarna dregur Jón dauðann fram í Ust sinni á magnaðri hátt en hann hafði áður gert. „Sá sem óttast dauðann kann ekki að njóta lífsins," segir Jón Sæmundur sem í kjölfarið opnaði verslunina Nonnabúð sem er innsetning í formi verslunar. Nonnabúð er þannig ekki verslun heldur framlenging og stað- festing á konseptinu sem gerir Ustina aðgengfiegri en áður hefur þekkst hér. Hugmyndin er þannig séð ekki ný, Ustamenn hafa áður sett verk sín fram með sambærilegri innsetningu. Þetta er aðeins ein leið tU þess að gera samtímaUstina aðgengUega og koma hugmyndinni á bakvið verkin á framfæri á varanlegan hátt. Verslun- in er þannig aðeins einn af mörgum miðlum sem Jón notar, innsetning sem talar til neyslumenningar sam- félagsins. Verslunin selur fatnað þar sem á hverja flík er prentað með handbragði listamannssins og er það undir hverjum og einum komið hvort hann klæðist verkinu (flikinni) eða hengir hana upp á vegg. Þannig verð- ur hver og einn þátttakandi í verkinu. Þessi innsetning Jóns hefur vakið at- hygh víða og hefur hann fengið pant- anir víða að auk þess sem erlendir fjölmiðlar hafa sýnt verkingu tals- verðan áhuga. Gítarleikari Metallicu verslaði nokkur verk af honum á dögunum og söngvari Placebo klæddist Dead-jakka á tónleikum þeirra í Laugardalshöll í vikunni. Hringir úr hvítagulli með demöntum í aug- um Dead-merkisins, er verk sem kostar hálfa milljón og er meðal þess sem Metallicu-menn hafa augastað á. Hluti af konsepti Dead er að klæða upp íslenskar hljóm- sveitir og verða þar með hluti af þeirra perfomans í útlöndum. Meðlimir Mínus klæðast fatnaði Dead auk Singapore Sling sem eru á leið í stutta tónleikaferð um Bandaríkin þar sem Dead verður með þeim í för í formi fatnaðar. Hannar laxveiðiflugu úr hvíta- gulli „Um þessar mundfi er ég að vinna að nýju verki sem hefur með laxveiðar að gera," segfi Jón Sæmundur sem nýlega hefur fundið verslunnfimi endanlegt húsnæði á Klapparsti'g, beint á móti galleríi 18. Ég er að hanna laxveiðiflugu úr hvítagulU með demöntum og hrafnsfjöðrum. Ég ætla svo kvikmynda það þegar í veiði minn maríulax á þessa flugu. Síðan verður laxinn stoppaður upp og verður hluti af nýrri innsetningu ásamt kvikmynd- inni. Þarna verða einnig silkiþrykktfi jakkar sem verða með prentum sem tengjast þessum atburði og gerfi fólki kleift að taka þátt í verkinu með því að fara í jakkana," segfi Jón Sæmundur Auðarson myndlistarmaður sem hef- ur með nýjustu innsetningu sinni fært samtímalistina nær fóUdnu með verki sínu Dead sem enginn skal óttast. Með þessu hefur Jóni Sæmundi tekist að gera fóUc að þátttakendum í Ust sinni svo eftir hefur verið tekið um víða veröld. Manifesto Dead Égersofandi. Ég er þrívíður skuggi sem fylgir þér út um allt og eltir í hvaða veðri sem. Ég ligg við hliðina á þér þegar þú lokar augunum á kvöldin. Þegar ég vakna þá máttu alveg vita að þú munt ekki opna augun þín afturhver erég? Dauður. freyr@dv.is Holan Vareinlægt uppgjörd fortiðinni, í kjölfarið fylgdi upp- risa og endurfæðing. ’j Júlíana Kristín Elsta ijj dóttirJóns,sóiargeislinn sem kom d hdrréttum tima í lífhans. Fossinn óMogga- úsinu var magnað sjónarspiljafntilkomu■ mikill frd Bankastræti og niður ó torg. Stjörnubjart þegar allter Fegurðfugls- ins dauða. Nonni í Nonnabúð Listamaðurinn hefur nýverið flutt buðina sína upp d Klapparstig. Houskúpurnar setja mikinn svip d umhverfíð ems og sest Vinsældir Nonnabúðar eru miklarur bessar mundir og liðsmenn Placebo og Metallica versluðu þar ívikunm. Embla Diljá stjúp- dóttir Jóns og tví- burarnir Einar Skuggi og Björn Stormur. Sofðu unga ástin mín. Jón svæfir mús d tdknrænan hdtt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.