Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. JÚLl2004 Helgarblaö DV Lögreglan hefur ekki enn fundið Sri Rahmawati, konuna sem hvarf á sunnudaginn. Sri er 33 ára gömul þriggja barna móðir. Fyrrverandi maður hennar, Hákon Eydal múrarameistari, er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Blóðblettir fundust á heimili hans. Sri kom til landsins fyrir um sex árum og hefur lif hennar ekki verið dans á rósum. DV skyggnist á bak við manneskjuna sem hefur verið týnd síðan á sunnudaginn. /í Sri Rahmawati Búin að vera týnd síðan á sunnudaginn. Árið 1998 kom Sri til íslands. Hún hafði alla sína ævi búið í Indónesíu. Þar vann hún erfiðisvinnu; við þrif og þess háttar. Hún lenti í alvarlegu slysi sem varð til þess að hún meiddist í baki. Þau bakmeiðsl fylgdu henni eftir það. Vinkonur hennar segja að þrátt fyrir eymslin hafi hún sjaldan heyrst kvarta. Það hafi ekki verið í hennar karakter. Það var úti í Indónesíu sem Sri kynntist Hákoni Eydal múrara- meistara. Hún átti fyrir tvö börn með manni sem hún hafði skömmu áður sagt skilið við. Há- kon sannfærði hana um að koma með sér til íslands. Sri ákvað að grípa tækifærið. Horfði vongóð til betra lífs á Vesturlöndum. Börnin tvö urðu þó eftir hjá fyrrverandi eiginmanninum í Indónesíu. Þau komu til íslands fyrir um tveimur árum. Barði ófríska konu Fyrstu árin á íslandi liðu hratt. Díana Rahmawati, systir Sri, segir Hákon Eydal hafa verið afar elsku- legan; borgað allt og hjálpað Sri að koma undir sig fótunum. Þau gift- ust þó aldrei opinberlega en voru í sambúð. Árið 2002 fór að halla undan fæti. Sri varð ófrísk og Há- kon Eydal breyttist úr elskulegum sambýlismanni í ofbeldisfullan kvenhatara. „Fyrst var Hákon mjög vin- gjarnlegur og góður við okkur öll en eftir að Sri varð ófrísk byrjaði hann að berja hana," sagði Díana síðastliðinn þriðjudag. Þá hafði fjölskyldan leitað til lögreglunnar eftir hjálp og beið frétta af Sri. í dag er staðan sú sama og þá. Ekkert hefur heyrst. Sri eignaðist litla dóttur sem hún skýrði Irmu. Ofbeldi Hákons fór sífellt í aukana. Barsmíðarnar leiddu til þess að Sri flutti í hús- næði Félags einstæðra foreldra á Öldugötu 11. Ingimundur Péturs- son, formaður Félags einstæðra foreldra, man vel eftir Sri. Hún dvaldi á Öldugötunni frá því í júlí 2002 og fram á haust 2003. „Á þeim tíma þurftum við að kæra fyrrum eiginmann hennar fyrir skemmdir á húseigninni þeg- ar hann gekk í skrokk á Sri,“ sagði Ingimundur í samtali við DV fýrr í vikunni og var að vonum áhyggju- fullur vegna hvarfs Sri. Flúði sambýlismann sinn í október á síðasta ári flutti Sri inn í félagslega íbúð í Fellahverf- Dreymdi fyrir dauðanum Sri stundað íslenskunám i Kvennasmiðjunni. Einn af kenn- ururn hennar, Ragnheiður Hjálm- arsdóttir, lýsir henni sem Iiarð- duglegri konu. Fyrir nokkrum vik- um hafi hún talað við sig í þónokkru uppnámi. „Hún sagði mér frá draumi sem ásótti hana,“ segir Ragnheiður. „Hana dreyntdi afa sinn í iíki tígrísdýrs og draurn- urinn endurtók sig nokkrar næt- ur.“ Sri er múslimi og þar merkja tígrísdýr þá framliðnu sem sækja þig í andaheiminn - dauðann. inu. Hún vann um tíma í hráefna- vinnslu Dominos sem er skammt frá íbúð hennar í Jórufelh 4. Lýs- ingar samstarfsmanna hennar í hráefnavinnslunni gefur innsýn inn í karakter Sri. Einn af þeim sem vann með henni um nokkurra mánað skeið lýsir henni sem vík- ingi til verka. „Hún var harðdugleg og tók starf sitt alvarlega. Mætti alltaf á réttum tíma og var ávallt vel til höfð. Hún var líka mjög trúuð. Fastaði á ramadan-hátíðinni og sleppti þá jafnan kaffitímunum. Hún sá ekki ástæðu til að fara í kaffi ef hún þurfti ekki að borða. Hún var nýtin og kom ávallt með heimalagaðar núðlur í vinnuna. Hún elskaði börnin sín og talaði mikið um þau. Hún talaði aldrei um Hákon." Skömmu eftir að Sri flutti inn í íbúðina á efstu hæð blokkarinnar í Jórufelli fjögur bankaði hún upp á hjá nágranna sínum, Ingibjörgu Jónsdóttur. Sri var í miklu upp- námi og Ingibjörg bauð henni inn. „Hún sagðist vera að flýja of- beldi fyrrum eiginmanns síns," sagði Ingibjörg við blaðamann DV á fimmtudaginn. Kvöldið áður Hvílir ívatni Að sögn Ingibjargar Jónsdótt- ur, nágranna og bestu vinkonu Sri, hafa ættingjar Sri haft sam- band við miðla í Indónesíu og á fslandi. Hún segir að indónesíski miðillinn sé viss um að Sri sé lát- in. „Hann segir að Sri sé dáin og hvíli í votri gröf,“ segir Ingibjörg. Hún segir íslenska miðilinn einn- ig telja að hún sé látin þótt hann haft ekki minnst á vatn. „Maður tekur þessu ekki sem heilögum sannleik en þetta fær mann til að hugsa," segir Ingibjörg. höfðu hún og aðrar vinkonur hist og beðið fyrir Sri. Ingibjörg sagði Hákon Eydal hafa hótað Sri ofbeldi og ógnað með byssum. Sömu byss- um og lögreglan bar út úr húsi Há- kons á þriðjudaginn. Hollenski kærastinn í framhaldi af heimsókn Sri urðu hún og Ingibjörg góðar vin- konur. Þær stunduðu einnig sam- an nám í Kvennasmiðjunni sem er á vegum Námsflokka Reykjavíkur. Sri trúði Ingibjörgu fyrir því að hún ætlaði að kæra Hákon Eydal fyrir að hafa beitt sig ofbeldi. Hún bað um hjálp Ingibjargar og fékk hana. Málið endaði hins vegar með sýknu Hákons eftir að eitt helsta vitnið skyndilega dró framburð sinn til baka. „Ég veit ekki út af hverju en mann grunar að það hafi ekki verið af tilviljun," sagði Ingibjörg. Atburðarásin síðustu viku hefur verið eins og í bíómynd. íslenskur veruleiki er að verða æ reifara- kenndari. í máli Sri hefur þó enn ekkert lík fundist og lögreglan seg- ir enn að um mannshvarf sé að ræða. Þrátt fyrir það hefur engum myndum verið dreift af Sri og ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.