Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 72
ALMANAK, ÁRSTÍÐIR OG MERKIDAGAR.
V.
Eptir Guðmund Þorláksson.
15. october er helgaður ITeiSveigu nokkurri, ættaðri frá Pól-
landi, Hún giptist Heinreki hertoga í Slesíu og átti með honum
3 syni og 3 dætur, en eptir það varð hún svo hreinlíf, að hún
dró sig alveg frá manninum og talaði ekki orð við hann nema í
votta viðurvist. Á endanum stofnaði hún nunnuklaustur í bæ,
sem Prebnitz heitir, ekki langt frá borginni Breslá í Slesíu, og
varð ein dóttir hennar, Geirþrúður að nafni, fyrsta abbadís þar.
Heiðveig sjálf þjónaði nunnonum með mesta lítillæti, þvoði og
kysti fætur fátæklinga, sem að garði báru, og annað því um
líkt. Hún bragðaði aldrei ket, hýddi sig iðulega, þangað til
blóðið lagaði úr henni, ög gekk altaf berfætt á veturna. Hún
andaðist 1243 og fengu þá margir sjúklingar þegar bót heilsu
sinnar af vatninu, sem lík hennar var þvegið í. Fyrir altþetta
tók svo Klemens pávi fjórði hana í helgra manna tölu árið 1267.
16. Gnllus sá, sem þessi dagur er helgaður, var írskur að
ætt og uppruna, að því sem flestir segja, en sumir segja að hann
væri skozkur. Hann fór til Frakklands og boðaði þar kristna.
trú, en var osóttur fjarskalega, þangað til hann komst í kynni
við greifa einn þar í landi, sem Gunzog hjet. Greifinn átti
dóttur, fríða sýnum, sem Friðborg hjet, en sá var gallinn á að
hún var vitstola og var það kent illum anda, sem í hana hefði
farið. Ekki var Gallus lengi á sjer með að reka þennan fítons-
anda úr henni, og við það varð greifinn svo glaður, að hann
bauð honum byskupsdæmið í Constanz, en það þáði þó Gallus
ekki. J>ví næst stofnaði hann klaustrið St. Gallen, sem nefnt er
eptir honum; það var árið 615 og í klaustri þessu lifði hanntil
dauðadags eða hjer um bil þangað til árið 640.
18. er helgaður Lúknsi guðspjallamanni. Uni hann vita
menn sárlítið annað með vissu, en að hann var Gyðingur að ætt
og menn halda, að hann hafi verið læknir. Munntnæli segja, að
hann hafi farið til Egiptalands eptir upprisu Krists, orðið byskup
í þebuborg og dáið þar 84 ára. Engin kirkja er helguð Lúkasi
á íslandi, svo jeg viti, og lítil bátíð sýnist Lúkasmessa að hafa
verið þar. En þó býður Magnús byskup Gissurarson í skipan
sinni um kirkjusiðu (1224) prestum að syngja »credO" í kirkjum
þennan dag.
19. Balthnsnr á að itafa verið einn af austurlandavitringon-
um, sem komu til Jórsala við fæðingu Krists og tilbáðu hann.
Hinir hjetu Kaspar og Melkíor.
21. er helgaður II þúsundum meyjn eða Kolnismeyjum, sent
svo eru kallaðar. Svo segja munkar frá, að um miðja fimtu öld
hafi lifað kóngsdóttir ein á Englandi, Úrsúla að nafni, einkar
fögur og kristin vel. Höfðingi nokkur rammheiðinn varð til að
biðja hennar, en hún vildi fyrir öngvan mun giptast honum.
[>ó stóð karli föður hennar svo mikill geigur af höfðingjanutn,