Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 71

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 71
VIKAN OG DAGARNIR. í "Almanaki þjóðviriaijclagsins« var fyrir nokkrum árum ritgjörð um »almanak og árstíðir«, er veitti allgóðar skýringar yfir almanakið og hina helztu messudaga þess. Enn þar var ekki talað um hina almennustu skiptingu, sem vjer miðum alt við í daglegu lífi, o: vikan og vikudagarnir, og eigi heldur um hinar almennustu rímreglur, sem heyra lesrími til, eða það, sem kallað er »Calendarium perpetuum«. Dm hið fyrra atriði ætla jeg að vel ætti við að gefa fáorða skýringu, og láta Alm. þjvfl. flytja lesöndum sínum. Islenzka orðið vika (á gotn. viko, sbr. lat. vices) þýðir eiginlega það, sem kemur upp aptur og aptur, og eru dagarnir hafðir í huga. Ebreska orðið scliafna, gr. hebdomas og lat. septimana þýðir sjöund, sjö daga samfleytta. Vikudeilingin er jöfngömul mannkyninu, því að helgar sagnir segja að guð — og guðirnir — han sett einn dag helgan af hverjum sjö; guð setti hinn 7. sjer og mönnum til hvíldar. þannig er vikudeilingin heilög skipun. Hún er lieldur ekki sett eða skipuð út í blainn. Hvert kvartil tungls stendur yfir því sem næst í 7 daga, og er því eðlilegt að kvartilaskiptin hafi getað orðið undirstaða vikuskiptanna, þar eð þau eru svo augljós. Forn- þjóðirnar reiknuðu eptir tunglárum og tunglmánuðum, og varð þá mjög handhæft að skipta mánuðinum í 4 vikur eptir 4 kvartilum tungls. þessvegna er og sama tímadeiling í vikur og mánuði bæði hjá lndverjum og Kínveijum og villiþjóðunum 1 Ameríku. Sabbatsdagurinn markaði vikudeilinguna með Gyðingum. Enn þeir höfðu einnig áravikur, sjö ár í viku (Dan. 9,24-ae), og kemur það meðal annars fram í sabbatsári þeirra, er öll jörð átti að vera ósáin 7. hvert ár, og fagnaðarárinu, sem var haldið 50. hvert ár, þ. e. eptir 7 sinnum 7 ár. Aravikur þessar koma einnig fram í kvæðum síðari skálda Rómverja. Grikkir og Rómverjar höfðu ekki vikudeilinguna þó að undar- legt megi virðast. þó reiknuðu þeir eptir mánuðum. Grikkir töldu á elztu tímum eptir tugum daga, enn höfðu engin nöfn handa dögunum. þessi tídegistala hefur komið upp aptur á þess- um síðari öldum, i þjóðfrelsisalmanaki Frakka eptir stjórnar- byltinguna, því að þá átti að ryðja öllu því burtu, er á helgum erfikenningum var byggt, og þá eins vikunni. Enn þetta varð aldrei nema skrípi hjá Frökkum. Tímatal þetta stóð hjá þeim frá 5. okt. 1793 til 31. des. 1805 eða full 12 ár. Daganöfu eru engin í ritningunni, og eigi heldur hjá Grikkjum nje Rómverjum fyrir Krists daga. það er áreiðanlegt, að Grikkir og Rómveqar fengu það frá Egyptum, að nefna dagana eptir »plánetunum« eða sijörnum sólkerfisins. það átti rót sína að rekja til stjörnuspámanna, sem eignuðu hreyiingu plánetanna heilla- og óheilla-verkanir á tíma og tilburði, og spáðu mönnum fyrir eptir þeim. þeir skiptu deginum í 24 stundir, og eignuðu sína stundina hverri af hinum 7 plánetum, sem taldar voru í heimfræði Ptólómæuss. þær voru: («)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.