Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 73

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 73
Mánudagur (mánadagur, d. Mandag, þ. Montag, e. mon- day) er helgaður tunglinu að sama skapi og sunnudagurinn sólunni. Mikil trú yar á tunglinu meðal fornþjóðanna, og eink- anlega á tunglkomudeginum; átti hann að vera heilladagur til sigursældar í bardögum, og voru þær þvi ófúsar á að leggja til bardaga með niðum. Sú trú var og á, að tunglið ætti í bar- daga, er það myrkvaðist, og reyndu menn til að hjálpa því með ærslum og ólátum er svo stóð á. Slíkt var bannað er kristni var í lög tekin. þriðjudagurinn (týsdagur, d. Tirsdag, þ. Dienstag, e. tuesday) var helgaður Marz bardagaguði með Bómvequm, enn germönsku þjóðirnar nefndu hann Tý, og daginn eptir honum. Týr var einn af sonum Öðins, og var guð herskapar og frægðar. Miðvikudagur (óðinsdagur, d. Onsdag, þ. Mittwoch, e. Wednesday) þýðir miðdagur viku; að fornu hjet hann óðins- dagur, og helzt það enn á Vestfali (Godenstag), Englandi og Norðurlöndum. Rómverjar helguðu dag þenna Merkúri, sem var íþróttaguð, og verndari kaupmanna, ferðamanna og rummungs- þjófa. Honum til dýrðar voru reistar súlur með vegum fram eða vörður, til þess að vísa mönnum veg. Engilsaxar og Páll djákni, og enda Sesar og Tacitus gjöra Merkúr og Óðin sama guð. Um Óðin getur hver sem vill, fengið það að vita, sem hann vill í Eddu Snorra Sturlusonar. Hann var einsýnn, og mun það benda til þess að hann er sólargoð. Fimmtudag (fimmti-dagur, þórsdagur, d. Torsdag, þ. Don- nerstag, e. Tliursday) helguðu Rómverjar Júpiter; hann kölluðu Nordurlandamenn þór, því báðir vóru þrumuguðir. þór átti í sífellðum bardögum við tröll (»fór í austurveg að berja tröll«) og eru af honum til margar skrýtnar sögur. þór átti sjer hof eitt mikið í Uppsölum með Frigg og Óðni. þar var líkneski hans með gúllkórónu á liöfði með tólf stjörnum og tólf geislum, er þýddu tólf mánuði ársins. Föstudagur (frjadagur, d. Fredag, þ. Freytag, e. Friday) var helgaður Venus með Rómverjum, enn Freyju með Germönum. Hún var ágætust allra Ásynja, næst I’rigg, og jafn ágæt að inndæli sem fegurð, hyggindum og gæðsku. Hún bar Brísinga- men, er beztur gripur hefur verið á Norðurlöndum. Hún bjó á Fólkvangi, og var Sessrýmnir salur hennar fullur söngvara og söngmeyja. Víða átti hún hof: í Uppsölum og Freyjuskógi, og- svo í Magdeborg; það hof ljet Karlamagnús bijóta. Laugardagur (þvottdagur, d. Löverdag, Lördag, þ. Sonn- abend, Samstag, e. Saturday) heitir svo, að í fyrstu kristinni tíð á Norðurlönduin var boðið að laugast fyrir helgina. Rómverjar helguðu dag þenna Satúrnusi goðaföður; þýzka nafnið Samstag mun vera dregið saman úr Sabbatsdagur. þenna dag var fyrr- um tízka að kveykja ljós í kirkjum eptir nón, og lengi var siður hjer á landi að haida nónheilagt, o: hætta að vinna og halda heilagt undir sunnudaginn. J. Jónas8on. (59)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.