Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 53

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 53
þeim síðan, en liðsmenn hans á þingi hafa fækkað allmikið síðarí árin, og er því ekki ólíklegt að frjálslyndi flokkurinn muni bráð- um komast að völdunum aptur. Prederik Temple Hamilton-Blackwood Dufferin jarl f. 1826. Hann er einn af merkustu stjórnstarfa-mönnum Breta. Árið 1841 erfði hann peers-titil föður síns; 1856 kom hann til íslands á ferð sinni til Spitzbergen; hann fylgdi Kussel 1 lávarði á Vínárfundinn og varð ríkisfulltrúi á Sýrlandi 1860; 1868 varð hann kanslari yfir hertogadæminu Lancaster; árið 1871 var hann gjörður að jarli; á árunum 1872—78 var hann vice- konungur í Canada; 1879 fór hann sem sendiherra Breta-drottn- I ingar til St. Pjetursborgar; þaðan 1881 í sömu erindum til Con- stantinopel; árið 1882 fór hann til Egyptalands í stjórnarerind- unj, 1884 var hann gjörður að vice-konungi á Indlandi og nú er hann sendiherra Breta-drottningar í Kómahorg. Alexander Dumas hinn yngri er frægt sjónleika-skáld á Frakklandi. Faðir hans var skáldsagna-höfundurinn nafnkenndi Alexander Dumas hinn eldri, sem margir íslendingar hafa lesið sögur eptir. Emil Zola er einna frægastur allra núlifandi skálda á Frakklandi. Hann fæddist 1840 í Parísarborg, en fluttist þaðan á barnsaldri og ólst upp i hjeraðinu Provence. pegar hann var 24 ára gamall kom fyrsta bókin hans út. Aðalrit hans er hinn frægi og mikli skáldsagna-bálkur um ættirnar Rougon ogMacquart. Windhorst, er einn af merkustu þingmönnum þjóðverja. Hann hefur í mörg ár verið talsmaður konungsættarinnar frá Hannover, sem vikið var frá völdum fyrir nokkrum árum, en merkastur er hann þó fyrir forustu þá, er hann hefur veitt ka- þólska flokknum á þingi þjóðverja. Hann er lítill vexti, ogmjög óálitlegur ásýndum, en þrekmaður hinn mesti, ágætlega gáfaður, y ræðumaður mikill, findinn mjög og hnífilyrtur við mótstöðumenn sína. Hann hefur ætíð verið mótstöðumaður Bismarks á þingi, og stýrt flokki miklum. George Eiffel er hinn frægi stórhýsasmiður á Frakklandi, er reisti Eiff'el-tnrninn mikia í Parísarborg, er mest var um rætt (45j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.