Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Side 53

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Side 53
þeim síðan, en liðsmenn hans á þingi hafa fækkað allmikið síðarí árin, og er því ekki ólíklegt að frjálslyndi flokkurinn muni bráð- um komast að völdunum aptur. Prederik Temple Hamilton-Blackwood Dufferin jarl f. 1826. Hann er einn af merkustu stjórnstarfa-mönnum Breta. Árið 1841 erfði hann peers-titil föður síns; 1856 kom hann til íslands á ferð sinni til Spitzbergen; hann fylgdi Kussel 1 lávarði á Vínárfundinn og varð ríkisfulltrúi á Sýrlandi 1860; 1868 varð hann kanslari yfir hertogadæminu Lancaster; árið 1871 var hann gjörður að jarli; á árunum 1872—78 var hann vice- konungur í Canada; 1879 fór hann sem sendiherra Breta-drottn- I ingar til St. Pjetursborgar; þaðan 1881 í sömu erindum til Con- stantinopel; árið 1882 fór hann til Egyptalands í stjórnarerind- unj, 1884 var hann gjörður að vice-konungi á Indlandi og nú er hann sendiherra Breta-drottningar í Kómahorg. Alexander Dumas hinn yngri er frægt sjónleika-skáld á Frakklandi. Faðir hans var skáldsagna-höfundurinn nafnkenndi Alexander Dumas hinn eldri, sem margir íslendingar hafa lesið sögur eptir. Emil Zola er einna frægastur allra núlifandi skálda á Frakklandi. Hann fæddist 1840 í Parísarborg, en fluttist þaðan á barnsaldri og ólst upp i hjeraðinu Provence. pegar hann var 24 ára gamall kom fyrsta bókin hans út. Aðalrit hans er hinn frægi og mikli skáldsagna-bálkur um ættirnar Rougon ogMacquart. Windhorst, er einn af merkustu þingmönnum þjóðverja. Hann hefur í mörg ár verið talsmaður konungsættarinnar frá Hannover, sem vikið var frá völdum fyrir nokkrum árum, en merkastur er hann þó fyrir forustu þá, er hann hefur veitt ka- þólska flokknum á þingi þjóðverja. Hann er lítill vexti, ogmjög óálitlegur ásýndum, en þrekmaður hinn mesti, ágætlega gáfaður, y ræðumaður mikill, findinn mjög og hnífilyrtur við mótstöðumenn sína. Hann hefur ætíð verið mótstöðumaður Bismarks á þingi, og stýrt flokki miklum. George Eiffel er hinn frægi stórhýsasmiður á Frakklandi, er reisti Eiff'el-tnrninn mikia í Parísarborg, er mest var um rætt (45j

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.