Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Side 79

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1892, Side 79
mjólkin heldur ekki eins, eða jafn kostamikil; þó tvær kýr mjólki jafnmarga potta á dag, þá getur þó önnur þeirra fyrir það verið betri enn hin. Mjólkin er samsettur vökvi; í kúamjólk telja menn sje að meðaltali í hundruðustu pörtum 87,5 af vatni og 12,5 af föstum efnum; af þeim eru 3,» eggjahvítuefni, 3,5 fituefni, 4,8 mjólkursykur og 0,i salttegundir. E?umefnin í þessum salt- tegundum eru kalí, natron, calcíum, fosfór og klór, ennfremur ofurlítið af járni og magnesíu. Auk þess eru í mjólkinni sömu lopttegundir eins og í andrúmsloptinu, köfnunarefni, súrefni og kolasýra, á sama hátt eins og í vatninu. þýðingarmesta eggjahvítuefnið í mjólkinni nefnist caseín, eða ostefni; við ostagjörðina ná menn þessu efni úr mjólkinni. Annað eggjahvítuefni í mjólkinni nefna menn mjólkureggjahvítu. E’ituefnin í mjólkinni eru í afarsmáum kúlum; þærerumjög misjafnar á stærð; sumar þeirra eru ekki stærri enn 1 þúsundasti hluti úr millimeter, en aðrar allt að því 10 sinnum stærri. það er þvi ekki hægt að sjá smákúlur þessar nema með stækkunarglerum. I einum kúbikmillimeter, sem er á stærð við títuprjónshaus telja menn að sjeu 3—11 milljónir af smákúlum þessum. Mjólkin súrnar við það, að mjólkursykrið breytist í mjólkur- sýru, og skeður það af völdum hins svonefnda mjólkursýruferments. Mjólkinni má halda ósúrri með því að sjóða hana og verja hana síðan öllum áhrifum loptsins. Við skyrgjörðina breytist mjólkin í skyr og mysu. í skyr- inu eru einkum eggjahvítuefnin og nokkuð af fituefnum. í mys- unni er mikið af mjólkursykri, sem svo getur breyzt í mjólkursýru. Við ostagjörðina verður mjólkursykrið eptir í mysunni. Fitukúlurnar eru Ijettari enn vatnið og fljóta því ofan á, þegar mjólkin stendur hreifingarlaus. pannig myndast ijómi og undanrenning. Undanrenning er engan vegin þýðingarlítið nær- ingarefni, því í henni er eins mikið af eggjahvítuefnum og sykri eins og í nýmjólk. — |>egar mjólkin er strokkuð skiljast fitu- kúlurnar frá og mynda smjörið, en eptir verða áirnar. Áirnar eru líkar undanrenningunni að samansetningu, en hafa þámeira fituefni að geyma og eru því einnig þýðingarmikið næringarefni. Af töflu þeirri, sem hjer fer á eptir, má sjá hve niikið er hjerumbil að meðaltali í kúamjólk af efnum þessum, i nýmjólk, undanrenningu, rjóma, mysu og áum. nýmjólk nndan- renning íjómi mysa áir vatn 87.5 90 66 93.6 90.8 fóst efni 12.5 10 34 6.5 9.4 fituefni 3.5 0.9 26 O.í 1.2 sykur 4.9 5 3.6 4.8 3.7 eggjahvítuei'ni 3.5 3.4 3.7 0.9 3.8 söltin 0.7 0.7 0.7 0.7 0.7

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.