Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 23
ýfií á morgnnWmínmn, og kemnr þar 4 síðustu [mánnðif arsins npp kl. 1—2 á morgnana. Mars er í áisbyrjun 41 miljónimílna frá jörðunni og fjarlægist síðan enn meir, unz hann í byrjun Júlímánaðar er kominn lengst brott, 51 milj. mílna. Ur því nálgastj hann jörðina, og er í árslokin 32 milj. mílna burtu frá henni. Sökum þessara miklu fjarlægða verður hann á þessu ári ekki sjerlega skær, en síðasta ársþriðjunginn er þ<5 hægt að eygja hann, þar sem hann er auðþektur á roðablæ sínum. Mars reikar allt árið í austurátt meðal stjarnanna, þar sem hann fer í gegn- um stjörnumerkin Steingeitar-, Vatnsbera-, Fiska-, Hrúts-, Nauts-, Tvíbura-, Krabba-, Ljóns- og Meyjarmerki. Á þessu reiki strýkst hann 28. Sept. rjett norðan við aðalstjörnu Ljónsmerkisins Ke- gúlus eða Ljónshjartað, 25. Nóvember rjett norðan við stjörnnna Eta í Meyjarmerki, 6. December sunnan við stjörnnna Gamma 1 Meyjarmerki og 27. December norðan við aðalstjörnu Meyjar- merkisins Spica. Júpíter sjest í ársbyrjun kl. D/g e. m. í suðri 20 stig fyrir ofan sjðndeildarhring Reykjavíkur og gengur undir kl. 10. Um lok Febrúarmánaðar geugur hann þegar undir kl. 7l/2 e. m. og hverfur nú brátt í kveldbjarmanum. 27. Marts gengur hann á bak við sólina yfir á morgunhimininn, en felst þar þó lengi í morgunbjarmanum. Um miðjan Júlí kemur hann upp k). 11 á kveldin, í ofanverðum Ágúst kl. 8 á kveldin. 18. Október er hann gegnt sólu og sjest um micjnætti í suðri 34 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavikur. Ur því sjest hann æ fyr og fyr í suðri, undir lok Nóvembermánaðar kl. 9 á kveldin, í árslokin kl. 7 á kveldin, þar sem hann jafnan gengnr undir 7 stundum eptir að hann hefur verið í suðri. Júpíter er í ársbyrjun í Vatnsbera- merki. þaðan reikar hann inn í Fiskamerki, og reikar meðal stjarna þess merkis frá því um miðjanÁgúst þangað til um miðjan December í vesturátt, en annars í austurátt. 26. Febrúar sjest Júpíter mjög nálægt Mars; þeir ganga þá báðir undir kl. 7l/2 á kveldin. Satúrnus reikar 1. Febrúar á bak við sólina og sjest ekki á íslandi fyr en næturnar, þegar kemur fram á haustið, fara að verða nokkurn veginn dimmar. 10. Ágúst er hann gegnt sólu og er um miðnætti 1 suðri 9 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykja- víkur. Ur því sjest hann æ fyr og fyr i suðri: um miðjan September kl. 10 á kveldin, nær lokaviku Októbermánaðar kl. 7 á kveldin, í árslokin kl. 3 e. m. Hann gengur jafnan undir 3V2 stundu eptir að hann hefur verið í suðri. Satúrnus er allt árið í Steingeitarmerki, og reikar meðal stjarna þess merkis frá því í öndverðum Júni þangað til um miðjan Október í vesturátt, en annars í austurátt. 28. December sjest Satúrnus mjög nálægt Venus; þau ganga þá bæði undir 4^/g stundu eptir sólarlag.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.