Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 29

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 29
Georg Brandes. Hinn síðasta mannsaldur hefur Georg Brandes letrað nafn sitt með eldrúnum í bókmenntum Danmerkur og andlegu ]ffi Norðurlanda. En um engan mann hafa skoð- anirnar verið jafnskiptar. Hann hefur með fyrirlestrum sínum og ritum fyllt hugi fylgismanna sinna aðdáun og eldmóði, en vakið hatur og heipt i brjóstum andstæðinga. Það gera þeir einir, sem eru frömuðir nýrra hugsjóna og merkisberar nýrrar framsóknarviðleitni, þeir menn er marka lengra eða skemmra tímabil í ævi þjóðanna með anda sínum og manngildi. En það er tímans og reynsl- unnar að leiða í ljós, að hverju leyti þjóðunum stendur heill eða tjón af slíkum mikilmennum og starfi þeirra. Georg Brandes er fæddur í Kaupmannahöfn 4. f'ebrú- ar 1842. Hann er Gyðingur að kyni og á í báðar ættir að telja til gáfaðra og ötulla kaupmanna. Þegar í æsku bar mikið á gáfum hans og námfýsi. Hann var settur til mennta og leysti öll próf sín afhendi með ágætiseinkunn. Þó að bugur hans hneigðist snemma að fagurfræði og heimspeki, var hann samt ekki við eina fjölina feldur, en sökkti sér niður í ýmsar fræðigreinar til þess að mennta og glæða andann. En jafnframt ljet hann sjer einkar hugarhaldið um að stæla og styrkja likamann, temja sjer háttprýði og í stuttu máli að semja sig að öllu því, er fegrar og göfgar mannlífið. Hann virðist þegar á unga aldri hafa valið sér hið forna latneska spakmæli að ein- kunnarorði: ‘Nil humanum a me alienum puto’. Hann átti því láni að fagna að kynnast snemma ýmsum góð- skáldum og snillingum Dana og heillast af kvæðum þeirra og ritum, eins og hið ágæta og andríka rit hans „Danske Digtere“ ber vott um. A æskuárunum var Georg Brandes allt öðruvísi en menn gerast almennt á Nordurlöndum. Mun það bæði vera sprottið af ætterni hans og eðlisfari. Tilfinningar hans voru örvari og geðshræringarnar ákafari

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.