Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 33
til Berlínar. Við broi tför lians sendn 45 mikilsvirtir og mætir menn honum þakkarávarp fyrir starfsemihans, óbilandi kjark og staka ósjerplægni. I Berlin hafði hann ofun af fyrir sjer með ritstörfum, samdi jiar nokkrar merkar lýsingar á skáldum og rithöfundum og lauk við V. bindi „Meginstraumanna11. Margir kunnu illa burtför hans frá Kaupmannahöfn og vin- ir hans og fylgismenn bundust samtökum um að ábyrgj- ast honum með frjálsum fjarframlögum háskólakennara- laun í nokkur ár, ef hann vildi hverfa aptur heim. Brandes varð við ósk þeirra og fluttist ÍÖ83 aptur til Kaupmanna- hafnar og hefur búið þar síðan. Hann hefur síðan samið mörg merkileg rit og ritgerðir. Skulu hjer að eins talin „Mennesker og Værker i nyere europæisk Litteraturil, „Ludvig Holberg11, og „William Shakespeare“, sem er eitt- hvert hið frumlegasta og ágætasta rit hans. Auk þess hefur hann ritað mesta sæg af údeilugreinum og blaða- greinum ýmislegs efnis. Arið 1902 sá loks rikisþing Dana og stjórn sóma sinn gagnvart Brandes og veitti honum full háskólakennara- laun það sem eptir er ævinnar, ún þess að skylda hann til að halda fyrirlestra. Um sömu mundir var hann sæmd- ur prófessorsnafnbót. Næm fegurðartilfinniug, er fagurfræði-iðkanir hafa glætt og göfgað, djúp þekking á sálarlífi manna og frá- bært glöggsæi eru yfirburðir þeir, er mest kveður að í rit- um Brandesar. Hann gerir sjer far um að skýra rit það eða efni, er hann ræðir um, með því að rekja það í sund- ur, benda á sjerkenni þess gagnvart öðrum líkum ritum og afstöðu til aldarháttar, ríkjandi skoðana, tilfinninga og hugsjóna. Með stakri nærfærni og hárbeittum skilningi leiðir hann 'opt rök að þvi, að ýms atriði í ritum skálda og rithöfunda verða ekki skilin til fullnustu nerna með hliðsjón af ýmsum viðburðum úr lífi þeirra. En af glögg- sæi sinu og skáldlegri andagipt seiðir hann hins vegar úr einstökum atriðum eða tilsvörum fram mynd og lýsing af skáldinu, er lesandanum fyrnist seint. En af því að Brandes er að öðrum þræði eldheitur talsmaður (29) mann-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.