Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 36

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 36
próí’ og 6 árum síðar hið meira lögfræðipróf' með bezta vitnisburði. Hann hafði enga löngun til að verða embættis- maður, en aptur á móti bneigðist hugur hans snemma að stjórnmálum og fyllti hann þar flokk hinna frjálslyndu manna. Hann hafði um nokkur ár ofan af fyrir sjer með því að húa lögfræðinema undir próf, er stunduðu dönsk lög, og gerðist 1873 aðstoðarmaður við „Morgenbladet“, málgagn vinstri manna, er þá var nýstofnað í Kaupmanna- höfn. Um sama leyti varð hann t'ormaður í fjelagi nokkru, er starf'aði einkum að því að útbreiða stjórnmálaskoðanir vinstrimanna í höfuðborginni og berjast fyrir þeim. Vinstri menn voru þá mjög fámennir í Kaupmannahöfn og blað þeirra átti fyrstu árin ervitt uppdráttar, því að þjóðernismenn rjeðu þá lögum og lofum. Horup duldist ekki, að þeir voru orðnir þrándar í götu allrar framsóknar og hóf ó- trauður haráttu við þá og átti með blaðamennsku-yfirburð- um sínum mestan og beztan þátt. í að leggja þá að velli. Iforup var 1876 kosinn þingm. í Kogekjördæmi og var jaf'nan endurkosinn, þrátt fyrir megnustu mótspyrnu af hálfu hægrimanna, þar til er hæstarjettarmála- flutningsmaður Alberti, sem nú er dómsmálaráðgjafi og Islandsráðgjafi, gat steypt honum 1892 með tilstyrk milli- flokksmanna og hægrimanna. Eptir það vildi Horup aldrei gera kost á sjer til þingsetu, en studdi þó jaf'nan drengi- lega flokk sinn, er honum þótti hann vera á rjettri leið. Hann gat sjer brátt mikið traust flokksbræðra sinna bæði innan þings og utan og 1877 var honum f'alið að sækja fyrir ríkisrjetti mál á hendur nokkrum ráðgjöf'um, er vinstrimenn töldu að hefði gert sig seka í ýmsum misferium. Horup leysti starf þetta af hendi með miklum skarpteik og dugnaði, þó að hann hefði lítið sem ekkert fengizt við málarekstur; en málsóknin kom fyrir ekki og ráðgjafarnir voru allir sýknaðir, eins og við var að húast. Meðan Iloruji sat. á þingi, var hann lengst af í fjárlaga- nef'nd; hann var og í mörg ár annar varaforseti þingsins og endurskoðari ríkisreikninganna, kosinn afþinginu 1879 — 1892. Um nokkur ár var hann oar C. Bers forineiar hinna

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.