Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 54

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 54
Apríl 15. Sipjagin, ráðherra á Rússl. myrtur (með skoti). Maí 5. Francis Bret Harte, rithöfundur og skáld í Yestur- heimi (62). — 6. Sampson, frœgur hershöfðingi í Bandaríkjunum (62). — 12. Severo loftfari; ferst á loftsigling nálægt París (56). — 25. Benjamin Constant, málari í París. Júlí 4. Hervé Faye, frægur stjarnfræðingur franskur (88). Agiist 8. Lucas Meyer, hershöfðingi Búa (51). Sept. 12. Rosenthal, frægur skákmaður í París. — 18. Konrad Maurer háskólakennari í Múnchen (79). — 29. Emile Zola, frægasta skáld Frakka, kafnar í gas- lofti (62). Okt. 28 Christian Botha, einn af hershöfðingjum Búa. Nóv. 22. Alfred Krupp, frægur fallbyssusmiður þýzkur (48). B. Sv. Manntal í Reykjavík og á landi Reykjavíkurkaupstaðar fyrir tveimur ölduin (1708)., Fyrir tveim öldum var Reykjavík eins og hver önnur jörð á Islandi. Þar bjó einn bóndi og nokkrar bjáleigur fylgdu jörðunni. Svipað þessu var háttað um aðrarjarðir þar í grenndinni, sem höfuðstaður landsins nú stendur á eða lagðar eru undir hann. Þær mynduðu þá eigi sveitar- fjelag fyrir sig, heldur voru þær allar í Seltjarnarnes- hreppi og lengi fram eptir. Yerzlun var þá úti í Eífersey eða í „Hólmsins höfn“ sem kallað var; var hún rekin því nær eingöngu á sumrin, en þó var þar venjulega ein- hver danskur verzlunarmaður á vetrinn (,,eptirlegumaður“) til þess að gæta verzlunarhúsanna og eigna verzlunarinn- ar eða annast það, er belzt þótti þurfa. Rjett eptir miðja 18. öldina (1752) voru verksmiðjur reistar í Reykjavík, og voru þær fyrsti vísirinn að „bæ“ þar á jörðinni. Mörgum mun nú þykja fróðlegt að sjá, hvernig byggð var háttað fyrir tveim öldum þar sem nú er höfuðstaður landsins, og fyrir því set jeg hjer manntal (50)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.