Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 85

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Side 85
Stórveldin fyr og nú. Stjórnmálamenn og hagspekingar hafa opt fullyrt, að stórveldin muni einlægt fara stækkandi og smáríkin smækk* andi. Söguleg reynsla hefur enn sem komið er ekki getað leyzt úr spurningu þessari. Hún sýnir oss að eins, að fyrrum áttu alheimsveldin sér ekki mjög langan aldur, en liðuðust sundur í smærri ríki eptir skemmri eða lengri tíma. A hinn bóginn sýnir rey nslan óss, að á seinni öld- um hafa risið upp stórveldi, er hafa átt lengri æfi að fagna en alheimsveldin á fyrri öldum, hafa auknar sam- göngur og betri samgöngufæri ogstyrkari stjórn átt mest- an og beztan þátt i að lengja aldur þeirra. Hitt er víst að stærð og víðátta ríkjanna er eitthvert aðalskilyrði þess, að þjóðirnar geti eflzt og dafnaðj til langframa. Tafla sú er hér fer með sýnir oss, hversu nokkur Norðurálfuríki hafa aukizt að jlöndum eða gengið saman á seinni öldum. Eru hjer tekin þrjú aldahvörf, árið 1500, 1700 og 1900 til þess að sýna stækkun eða smækkun rikja þessara, Hvörf 15. og 10. aldar eru merkilegt tímabil í sögu Norðurálfu þjóða, Spánn, Frakkland, England og Rúss- land voru þá orðin allöflug ríki með styrkri einvaldsstjórn, er gátu látið til sín taka út á við, Aptur á móti voru Ítalía og Þýskaland öll í molum og hver höndin upp á móti annari. Tyrkir heptu og viðskipti þessara síðast nefndu landa við Austurlönd, en það leiddi aptur til þess, að siglingamenn fóru að leggja meira kapp á að finna sjóleiðina til Indlands, og eins og kunnugt er tókst þeim í lok 15. aldar að komast alla leið austur þangað og finna um sömu mundir nýja heimsálfu (Ameriku). Af landa- fundum þessum leiddi það, að sjóverzlunin, sem hafði hingað til verið rekin mestmegnis á Miðjarðarhafinu, flutt- ist nú vestur á bóginn til Atlanzhafs og þungamiðja kaup- skapar á landi lærðist frá Mið-Evrópu vestur í lönd og síðan norður og vestur og til Englands, Yiðskiptin og sigl-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.