Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Qupperneq 86
ingarnar hefja fyrst Spán og Portugal til vegs og veldis,
síðan Idolland og Frakkland og loks Bretland. En um
sömu mundir átti Mið-Evrópa fullt í fangi að hepta fram-
sókn Tyrkja.
Ef vjer virðum fyrir oss stærðahlutföll þessara Norður-
álfuríkja um 1700 er það auðsætt, að Rússland hefur til-
tölulega fært lönd sín langmest út. Spánn og Portugal
eru og víðlend ríki sakir nýlendna sinna í öðrum heims-
álfum. Tyrkjaveldi er mikið og víðlent ríki og Frakkland
-hefur einnig aukið lönd sín hæði hér í álfu með landvinn-
ingum á Þýzkalandi og nýlendum í Norður-Ameriku og á
Indlandi. Bretland er og í miklum uppgangi.
Taflan sýnir oss enn fremur, að árið 1900 er mikil
breyting orðin á víðáttu framangreindra ríkja. Þegar hér
•er komið hefur Frakkland misst eignir sínar í Norður-
Ameríku og á Indlandi, en aptur á móti í þeirra stað
eignazt mikil lönd í Afríku og Austur-Asíu. Spánn hef-
ur misst því nær allar nýlendur sinar. Englendingar hafa
hirt flestar þeirra, Það sem Spánverjar áttu eptir köst-
uðu Bandaríkin eign sinni á fyrir skemmstu. Ef vér lítum á
töfluna dylst oss ekki, að á þessu tímabili hefur England
aukizt langmest. Þýzkaland het'ur einnig .-tækkað nokk-
uð, því að bæði hefur það unnið Elsass-Lothringen frá
Frökkum og eignazt lönd i Afríku.
Mörgum mundi forvitni á að vita, hversu langær þe-si
stórveldi nútímans mundu verða og hvert völdin mundu
færast næst. Án þess að spá nokkru um það, má
benda á, að Bandaríkin hafa á síðari árum látið ýms mál
til sin taka, sem sýna, að þau hafa yfirgefið Mouroe-stefn-
una og þj'kjast ekki siður bær um að leggja til alheims-
málanna enNorðurálfu stórveldin. Á hásljettum Afghan-
istans og Persíu dregur upp mikinn ófriðarflóka. Þar
mun hefjast styrjöldin um heimsveldið milli Rússa og Eng-
lendinga. Takist Rússum að leggja undir sig þessi há-
lendi og komast suður að sæ, þá er yfirráðum Englendinga
á Indlandi og jafnvel á Egiptalandi hætta búin.
Þuð hefur lengi verið stefna Rússa, að ná með landa-
(82)