Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 87

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 87
vinningum forræðinu í heiminum. Englendingar hafa apt- ur á móti stefnt að því, að gera bjargræðisvegu og við- skipti þjóðanna meir eður minna sér háð. Þjóðunum er hætta búin af hvorumtveggja, Þessvegna skiptir það miklu, að þær f óu á verði og bindist í tíma samtökum um, að reisa rönd við yfirgangi þes.-ara „etórfiska“. Þ. B. Málshættir. Hætt er einu auganu nema vel fari. Hætt er lítt fleygum að búa sér hreiður í háum eikum. Hætt er rasandi ráði. Höggðu ei hlífarlausan. Hönd hins iðna hefur bæði brauð og skjól. Jeg er ekki svo þunnur í sporðinn, að jeg standist ekki orðin. Illa kyntum enginn trúir, þó satt segi. • Illa gefast illra ráð. Illa þolir ótaminn okið. . Illa þolir öfundsjúkur annars lofi á lofti haldið. Illra tungusár er óhægt að græða. 111 tunga orkar meiru en öflug hönd. íllt er fyrir rögum merki að bera. lllt er að eiga sverð sitt i annars sliðrum. Illt er að heita strákur, en þó er verra að vera það. Illt er að kenna gömlum hundi að húka. Illt er að ráðgast við ragan um hversu berjast skuli. Illt er góðu sverði í grjót að höggva. Illt er offullum, illt er ofsvöngum. Illt er táli í tryggð að smeygja. Illt er fyrir vou vissu að selja. Illt skal til viðsjár vitn, en gott til gagns. í salti liggur sök, ef sækjendur duga. * Kapp er bezt með forsjá. Kólnar fljótt heitt, ef kalt blæs á. >

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.