Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 88

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 88
Kom þú til vinar þíns ókvaddur, ef honum illa gengur. Krummi verður ei hvítur, þó hann baði sig. Kvis ljótt fer fljótt, seint ef sæmd lér. Kulnar eldur nema kynt sé. Kveldi verður feginn sá fyrir kaup sig leigði. Kæfir gleði krankt líf. Lagfæra skal það illu fer, en lasta ekld. Lagið vinnur, sagði Hugsvinnur. Lágur þrepskjöldur hefir oft langan mann fellt. Lags skal bíða, þá lent er í hrimi. Langt erfiði gjörir stutta nótt. Langt þykir þeim, sem vinar væntir. Lastaðu látlaust, þar mun eitthvað við loða. Lastaðu ei frekt það margir lofa. Láttu ekki eins lof vera annars last. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Láttu ekki timann tómum höndum frá þér fara. Láttu ekki vanann villa þig. Láttu hefndina bíða, þangað til reiðin er runnin. Láttu kærleikánn, en ekki reiðina, ráða þér. Láttu ei þina reiði ráða þér, heldúr ráð þú henni Láttu húsf'reyju þina hafa stutta hnífinn, en hafðu sjálfur þann langa. Láttu ekki hrokann gjöra þig að heimskingja. Láttu lýti deyja þér fyrr. Láttu þig ei fé tæla, þó f'agurt sé. Latur beiddi latan, en latur nennti hvergi. Leggðu rækt við litla skeinu. Leiður kjaftur heldur sér aldrei aftur. Lengi býr að fyrstu gerð. Lík skulu gjöld gjöfum. Lærðu fyrst sjálf'ur, áður en þú kennir öðrum. Maður slcal sið fylgja, flýja land ella. Maður reynir réttan vin í raun. Margan hefir lukkan hlindað, en ólukkan gjört aftur sjá* ’ andi. Margir eru betri til að hyrja en til að enda. (84)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.