Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 89

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1904, Page 89
Margur er mikill í orði, en minni á borði. Margir haf'a ofmikið, en fair þykjast liafa nóg. Mörgum þykir vœnna urn gjöfina en gjafarann. Margur gleymirr-.þakklætinu þegar þegið er. Margur er armur sá aurum ræður. Margur er barinn á bölsdegi. Margur er snauðari að blessun en bústofni. Margs verður vís sá árla rís. Mikið raup fœr spott í kaup. Skritlur. Gesturinn: „Myndin er prýðisvel máluð, en ég skil ekki, hvers vegna þér hafið valið svona herfilega Ijótan kvennmann til að mála mynd eftir“. Málarinn: „Hún er systir mín“. Gesturinn: „Ó, hvað ég er aulalegur! Hefði ég gætt mín, þá gat ég séð það“. * * r * Bóndinn: „Eg þakka yður, herra minn, hjartanlega fyrir læknishjálpina; ég er nú næstum orðinn albata“. Loeknirinn: „Þakkið þér ekki mér, heldur herra okkar allra“. Bóndinn: „Yður er það nú mest að þakka, en ég skal samt vera þakklátur herrunum háðum“. * * * ■ Anna: „Góð var ræðan hans séra M. i dag. Eg gat ekki tára bundist í kirkjunni“. Ólöf: „Eins fór fyrir mér. En þá mundi ég að ég hafði engan vasaklút, svo ég varð að hcetta“. * * * Gesturinn (á glugganum): „Hér sé Guð!“ Vinnukonan (gegnir inni): „Það er ómögulegt; hér er alt fult af næturgestum11. * * * (85)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.