Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Qupperneq 3
W Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2004 3 Smávaxinn stnrhugi Skyndimyndin Það var mikil spenna meðal __________________________ blaðamanna sem biðu eftir að heyra í Hillary Clinton eftir að bandaríska þingnefndin hefði fundað með íslensku ráðherrum í Bláa lóninu í gær. Blaðamannafundurinn sem hefjast átti klukkan eitt frestaðist um klukkutíma, enginn vissi hvers vegna. Fjölmiðlafólki var boðið upp á súpu og SS-pylsu á meðan á bið- inni stóð. Fulltrúar utanríkisþjónustunnar reyndu margsinnis að fá blaðamenn, ljósmyndara og kvikmyndatökumenn til þess að fara út fyrir. Lofuðu því að Halldór Ásgrímsson og öldunga- deildarþingmaðurinn John McCain sem fór fyrir bandarísku þingnefndinni kæmu út og svöruðu spurningum blaðamanna. Tilkynnt var að Hillary Clinton færi beint upp í bíl og kæmi ekki til með að tjá sig eftir fundinn. Enginn hreyfði sig, allir vildu sjá Hillary og flestum virúst skítsama hvað herramennirnir tveir hefðu um fundinn að segja. Fólkið vildi frekar sjá forsetafrúna fyrrverandi. Öryggisverðirnir voru aug- ljóslega stressaðir og- reyndu hvað þeir gátu að fá fjölmiðlaskrílinn til þess að færa sig út úr byggingunni þannig að þeim gengi bet- ur að smygla Hillary út í bíl. Fjölmiðlaliðið lét sér ekki segjast og hékk fyrir fram- an tröppurnar þaðan sem enginn undankomuleið var. Fyrstir komu niður Halldór Ásgrímsson og John McCain. Þeir þuldu upp tilbúna frasa sem inni- héldu inntak fundarins sem virtist hafa verið frekar tíðindalítill. Flestir virtust hafa af- skrifað frú Clinton sem sennilega hafði fundið sér flóttaleið á meðan Halldór og McCain töfðu fyrir fjölmiðlum með kjaftæði. Skyndilega reyndi pínkulítil kona að skjóta sér út. Hefði sennilega tekist hjá henni hefðu öryggisverðirnir ekki far- ið að iða og svitna. Fjölmiðlafólkið virtist í fyrstu ætla að sýna litlu konunni þá virðingu að sleppa, án þess að ná af henni tali, þar til Hallgrím- ur Thorsteinsson, útvarpsmaður með meiru, stökk bókstaflega í faðm hennar og byrjaði að bauna á hana spurningum. Hall- grímur stóð í fyrstu einn við hlið Hillary sem virtist ætla að gefa sér tíma til þess að svara spurningum hans þrátt iyrir að örygg- isverðirnir væru að fara úr límingunum af stressi yfir athygl- inni sem litla konan fékk. Fljótlega fylgdu aðrir fjölmiðlar Hall- grími og röðuðu sér í kringum Hillary sem var glöð yflr því að vera komin aftur til fslands. Tók svo í höndina á nokkrum amerískum baðgestum Bláa lónsins, sem veifuðu til hennar. Hillary er smávaxin, sennilega rétt rúmir 160 sentímetrar, stór- huga kona. Spurning dagsins Á að skipta um landsliðsþjálfara í handbolta? Alfreð Gíslason er draumurinn „Þetta er erfið spurning en,jú, ég er eigin- lega á því að það sé kominn tími núna til þess að skipta. Gummi er búinn að skila mjög góðu starfi en það er ágætistími á breytingar núna. Draumurinn væri nátt- úrulega að fá Alfreð Gíslason í hans stað en hann er líklega samningsbundinn. Geir Sveinsson og jafnvel Viggó Sigurðs- son koma líka sterklega tilgreina." Ágústa Edda Bjömsdóttir hand- boltakona „Ég er nú ekki mikið i íþróttum en ég vil sjá þjálf- ara sem getur vakið upp fyrri sigra landsliðsins og sparkað í rass- gatið á þessu liði. Þeir hafa alla burði-til þess að ná árangri en eru ofþreyttir eða latir. Það þarf að fá einhvern klikkhaus sem menn eru skíthræddir við. Það má jafnvel leita annars staðar en á íslandi eftir svoleiðis manni, setja smá pening í þetta og fá einhvern harðjaxl." Franz Gunnarsson tónlistarmaöur „Nei, það á ekki að skipta. Það eru strákarnir sem eru að skíta á sig. Þetta eru alltatvinnumenn og ættu að kunna eitthvað sjálfír, það þýðir ekkert að kenna þjálfaranum um." Finnur Elríksson, steinsmiður „Ég vil ekki svara þessari spurn- ingu. Ég sagði fyrir mótið að þetta væri ein- kennilegt val." Viggó Sigurðs- son „Með fullri virðingu fyrir Gumma sem er búinn að gera frábæra hluti þá er spurning hvort það eigi ekki að skipta og leyfa öðr- um að spreyta sig. Það er ekkert æviráðningarstarfað vera landsliðsþjálfari þannig að það má alveg skipta. Ég veit samtekki hveráaðtaka við,jafnvel Viggó sem hefur keppnisskapið eða Óli Lár. Það koma allavega margir til greina." Þóra Slgurðardóttir í Stund- inni okkar (slenska landsliðið í handbolta endaði í 9.sæti á ólympíuleikunun>. Þrælastr íðshetj ur ráfa um bókasafn Starfsmönnum aðalútibús almenn- ingsbókasafnsins í El Paso í Oregonfylki var tilkynnt í fyrradag að beinagrind úr Þrælastríðinu 1861-1865 hefði fundist í bókasafnsgarðinum. Á sjöunda áratug 19. aldar var þar hermannagraf reitur sem síðar var fluttur annað en eitthvað virðist hafa orðið eftir af jarðneskum leifum þeirra sem létu líf sitt í þessum fjögurra ára átökum Norður- og Suður- ríkjamanna. En starfsmönnum bókasafnins brá ekki hið minnsta við tíðindin, ailir þar eru meira en málkunnugir herforingja og hjúkrunarkonu úr Þrælastríðinu. Þau hafa gengið Ijósum logum um kjallara safnsins árum saman og ekki hrætt starfsmenn að heitið geti. Teri Grant hefurt.d. unnið þar í áratug og fyrir nokkrum árum var hún send niður í kjallara að athuga með hávaða sem þaðan barst upp í lestrarsalinn rétt fyrir lokun. Hún viðurkennir að sér hafi brugðið þegar óútskýranlegt afl þrýsti henni upp að vegg f kjallaranum en ekki hræddari en svo að hún vinnur þar enn. Kranar á vöskum safnsins hafa og löngum snúist frjálslega þótt enginn sjáist þar mannshöndin. Mikill og þung- ur stóll stóð f einu horni safnsins og var stundum færður út á mitt gólf í erli dagsins. Og þótt menn gleymdu að setja hann aftur í hornið að kvöldi var hann ævinlega kominn á sinn stað að morgni, enda vita starfsmenn að þetta er stóll herforingjans. Sá er hávaxinn, myndarlegur og öllum starfsmönnum safnsins að góðu einu kunnur, ekki síð- ur en unga konan sem birtist iðullega og þeir kalla hjúkrunarkonuna. Frétta- menn hjá El Pasotíðindum í Oregon voru auðvitað nokkur brosleitir þegar starfsmenn almenningsbókasafnins vitnuðu um daglegt Iff á safninu, en starfsmennirnir ráðleggja þeim að eyða stund í kjallaranum, herforninginn og hjúkrunarkonan taki ábyggilega vel á móti þeim. INGJA ER ÞEG- AR HUGSUN MANNSINS, ORÐ OG GJÖRÐIR FARASAMAN. MAHATMA GANDHI1869-1948 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.