Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Page 29
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 29 Niðurstöður úr Evrópuverkefni Siðfræðistofnunar um siðferðileg álitaefni varðandi gagnagrunna verða kynntar á ráðstefnu sem hefst í HÍ í dag. Á þriðja hundrað sér- fræðingar á sviði erfðavísinda, siðfræði, lögfræði og félagsvísinda sækja ráðstefn- una. Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor hefur unnið að undibúningi hennar Siðfræðistofnun Háskóla ís- lands leiðir evrópska rannsóknar- verkefnið ELSAGEN, en þar hafa siðfræðilegar, lagalegar og félags- vísindalegar hliðar gagnagrunna verið rannsakaðar. Stofnunin er þar í samstarfi við rannsóknar- þjónustu HÍ og þrjú önnur Evrópu- lönd; Eistland, England og Svíþjóð en verkefnið er styrkt af Evrópu- sambandinu. Lög með hæstaréttardóm „Við fengum styrkinn til þessa verkefnis árið 2002 og því lýkur í desember 2004,“ segir Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor og formaður stjórnar Siðfræðistofn- unar. „I þeim löndum sem eru með okkur í verkefninu voru sam- bærilegir gagnagrunnar í bígerð á sínum tíma en íslenska tilefnið var að sjálfsögðu fyrirhugaði miðlægi gagnagrunnurinn okkar. Erfitt hef- ur reynst að koma þessum gagna- grunnum upp og eru skýringarnar sjálfsagt ólíkar eftir löndum. En í okkar tilviki má telja ýmislegt til; mikla mótstöðu, lögin hafa fengið á sig hæstaréttardóm, samþykkið var óljóst og úrsagnarákvæðin líka." Evrópskt ráð um siðfræði læknavísinda og heilsugæslu fund- ar einu sinni og heldur ársfund sinn samhliða ráðstefnunni. „Enda rúmast þeir ágædega með undir yfirskriftinni „Alþjóðleg ráðstefna um erfðafræði og heilbrigðisþjón- ustu með sérstakri áherslu á gagnagrunna á heilbrigðissviði". Fyrir vikið vérður umfjöllunarefni ráðstefnunnar víðtækara en ella,“ segir Vilhjálmur. Alltaf eitthvað sem tefur Ráðstefnan stendur fram á laug- ardag, „og á föstudeginn verður sér- stakur opinn fundur um lífsiðfræði á vegum UNESCO sem frú Vigdís Finnbogadóttir stýrir í Háskóla- bíói," segir Vilhjálmur. Að sögn Vilhjálms verða á ráð- stefnunni ræddar þær siðferði- legu, lagalegu og félagslegu hliðar gagnagrunna á heilbrigðissviði sem hefði þurft að rannsaka áður en ýtt var úr vör. „Því þrátt fyrir umræður og væntingar til þessara gagnagrunna hafa þeir ekki enn orðið að veruleika. Um leið og sér- fræðingar á öllum þessum sviðum hittast hér, bera saman bækur sín- ar og hlýðá hverjir á aðra, vonum við auðvitað að niðurstöður ELSAGEN-verkefnsins geti orðið mönnum leiðarljós í framtíðinni," segir Vilhjálmur Ámason. Pharrell hryggbraut Jameliu Eftir að sæta söngkonan Jamelia hafði lýst opinber- lega yfir áhuga sínum á Pharrell Williams, front- manni N.E.R.D. varð söngvarinn að viðurkenna að hann ætti kærustu. Pharrell hefur ávallt sagt í \ viðtölum að hann væri á «Tv lausu en eftir að hann frétti af áhuga söngkonunnar fannst honum hann ekki J geta þagað lengur. „Ég er ^ hamingjusamur með kær- .. ustunni minni Vashty. J amelia er mj ög falleg en ég er frátekinn." iiaii.ii vcoii a -l • ■ )ir ekki við Justin mm Æm Vilhjálmur Áma- son, heimspeki- prófessor „Þrátt fyr- ir umræður og vænt- ingar til gagna- grunnana hafa þeir ekki orðið að veru- leika" -V Kyssir aldrei á undan Tom Cruise segir að þar sem hann hafi verið alinn upp af fjórum konum beri hann mikla virðingu fyrir kvenfólki. Leikarinn segir að stelpurnar hafi alltaf þurft að taka fyrsta skrefið, hann hafi aldrei kysst þær af fyrra bragði. „Þessi virðing mín fór í taugarnar á sumum stelp- unum og þær spurðu mig pirraðar hvort ég ætlaði ekki að kyssa þær.“ Cruise segir að vinkonur systra hans hafi notað hann til að æfa sig í kossum þegar hann var yngri. „Eg átti auðvelt með að hanga með stelpunum og þær spurðu mig oft um leiðsögn," segir leikarinn sem er ekkert að fara leynt með kven- hylli sína. Cruise hefur verið tals- vert duglegri síðustu ár en áður við að tala um sambönd sín og sam- skipti við konur. Margir telja hann hafa gert þetta til þess að kveða niður orðróm sem hefur verið ansi langlífur um að hann sé samkyn- hneigður. Stjörnuspá Magnús Eiríksson tónlistarmaður er 59 ára í dag. „Honum er í einlægni ráðlagt að treysta því að hlutirnir verði eins og hann þráir og að honum sé ætlað stærra hlutverk en hann sinnir í dag. Endir er á bið sem hefur einkennt um- hverfi hans og líðan. Útkoman uppfyllir óskir hans og þrár. Málin taka stökkbreyting- um á skömm- Um tíma," segir í stjörnuspá hans. Vatnsberinn 120.jan.-i8. febrj Þú hefur vægast sagt mikla orku á þínu valdi þessa dagana ef þú tilheyrir stjörnu vatnsberans. Hér ert þú minnt(ur) á að nýta hana eingöngu til góða. Sjáðu einfaldlega til þess að þú notir hana rétt framvegis. Því þú ert fær um að nota orku þína jákvætt og neikvætt. X F\skam (19. febr.-20.mars) Ef þú aðeins hlustar á þínar innstu þrár og sýnir ávallt heilindi í verki mun umhverfi þitt leiða þig að án áreynslu að markmiðum þínum. Leyfðu þér að upplifa undur tilveru þinnar en undrið birtist þér innan tíðar. CVD Hrúturinn 121.mars-19.apni) Hér er hrúturinn þrautprófaður. Taktu meðvitað ákvarðanir sem hafa áhrif á framhaldið hjá þér. Láttu ekki sogast inn í hringiðu átaka sem tengjast þér um þessar mundir. Finndu friðinn innra með þér og gefðu af þér með réttu hugarfari. ö Nautið (20. april-20. maí) Vertu reiðubúin/n að sjá það sem er næst þér og leyfðu þér einnig að skoða svokaliaðar æðri víddir sem opna þig gagnvart því sem jákvætt þykir - æðri svið ef svo má að orði komast. Hér hverf- ur hið gamla. Tvíburarnir (21. mai-21.]úni) Opnaðu augu þín kæri tvíburi og sjáðu hve blessaður þú ert. Leyfðu kærleikstilfinningu og þakklæti að efla þig meðvitað því hjarta þitt kallar á kær- ieik og þú mættir tileinka þér mun betur að huga að því. Lifðu til fullnustu í andar- takinu. Krabbinn (22.júm-22.]m_________ Q0*' Þúvinnurverkþínafástogþar er jákvæður eiginleiki á ferðinni í fari krabbans. Eins og þú lærir að gefa þannig muntu þiggja, hafðu það hugfast fram yfir helgina. Ljónið (B.júH-22. ágúst) Hættu að vera þræll tímans því þú ert aðeins fær um að gera eitt í einu hverju sinni. Láttu tímann vera þjón þinn kæra Ijón. Hættu að áætla langt fram í tímann því það virðist aðeins tefja fyrir þér. Áætlanir breytast fyrir haustkomu. Tilfinningar eru staðreyndir kæra meyja. H5 O VogÍn (23.sept.-23.okt.) ni Sporðdrekinn (2ioh.-21.n0vj / Bogmaðurinneznór.-ii.rfesj Z Meyjan (23. ágúst-22. septj Hér er minnst á að þú unnir sjálfstæði þínu sérstaklega þessa dagana og á það einnig við um öryggi þitt. Þú ættir hinsvegar að rannsaka enn nánar blíðuna og skilninginn sem gera kynni þín við elskhuga þinn eins náin og raunin er þessa dagana. Þú kýst jafnvel ekki að þurfa að takast á við þig eða hegðun þína en þú verður að gera það ef þú ætlar að breyta viðbrögðum þínum kæra vog. Þú ættir einnig að viðurkenna að árekstrar eru óhjákvæmilegir á stund- um og átta þig á því að þú ræður við til- finningar þínar ef þú tjáir þær samstundis þegar þær koma upp. Stærsti þröskuldurinn sem þú þarft að yfirstíga þessa dagana er eignar- ástríðan og hér ert þú minnt/ur á það. Steingeitin (22. ies.-19.jan.) Um þessar mundir ættir þú að fylgja liðan þinni algerlega og án efa- semda. Þú virðist ósköp hæglát/ur reynd- ar þegar stjarna þín er skoðuð en innra með þér ólga tilfinningar þínar áberandi mikið/ójafnvægi eða efi einhverskonar. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.