Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004
Fyrst og fremst J3V
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Hall||PÍnis?
kirkju *
1 Hvar stendur hún?
2 Hver teiknaði hana?
3 Eftir hverjum heitir hún?
4 Hvað var hún lengi í bygg-
ingu?
5 Hvað er turn hennar hár?
Svör neöst á síöunni
íranskt grín
Þetta er vefsíða teikni-
myndahöfunda frá íran og
hún er á ensku. Þar eru
birtar teiknimyndir eftir
þekkta og óþekkta höf-
unda.
Ekki er laust við að íbú-
um Vesturheims sé hollt
og skylt að kynna sér
þessa einstöku vefsíðu.
Á vefsíðunni er einnig
að finna fréttir frá íran,
Vefsíðan
www.irancartoon.com
lista yfir teiknimyndasam-
keppnir haldnar á árinu, ™
slóða inn á tíu langbestu ^
teiknimyndasíður verald- ”
arvefsins að mati ™
íranaskra stjórnenda í
vefjarins, íranska vefi af
allra handa tagi og kynn-
ingu á teiknimyndahöf- c
undum í fran og á verald- %
arvísu. ■*
Af þessari vefsíðu að c
dæma er rífandi gangur í
teiknimyndagerð í íran, %
pólitískri og annarri.
o>
Q)
Þessir Fiosar
Nafniö kemur fyrir i Land-
ndmu, fornsögum, fornbréf-
um og nafnatali sr. Odds d
Reynivöllum en sést ekki i
manntöium fyrr en áriö
1910.Þá báru þaö fimm
karlar. I þjóöskrá voru nafn-
berar 52, nú eru
þeir 70 talsins.
Uþpruni nafnsins er óviss,
eftil vill er hér um aö ræöa
nafnorðið flosi sem merkir
kviklyndur maöur, kvenna-
bósi og lausgopi.
Málið
»o
Svörvlöspumlngum: "
1. Á Skólavörðuholti. 2 Guðjón Samúels-
son. 3. Hallgrími sálmaskáldi Péturssyni. 4.
41 ár. 5.74,5 metrar.
Klikkaðir kjósendur
Flest bendir til, að George W. Bush
verði Bandaríkjaforseti í fjögur ár í
viðbót, þrátt fyrir skelfilega reynslu af
árunum íjdrum, sem liðin eru. í kosning-
unum eftir hálfan annan mánuð hyggst
helmingur kjósenda veita fylgi sitt versta
forseta, sem verið hefur í Bandaríkjunum í
áratugi.
Við skulum láta liggja milli hluta, að
Bush er að eyðUeggja límið í bandarísku
þjóðfélagi með markvissum aðgerðum til
að gera þá ofsaríku enn ofsaríkari, milli-
stéttirnar fátækari og ýta undirstéttinni lit
af borðinu. Ef þetta er það, sem bandarísk-
ar millistéttir vilja, þá verði þeim að verð-
leikum.
Við skulum láta liggja milli hluta, að
með geigvænlegri skuldasöfnun er Bush að
gera Bandarfkin að þræli stjórnvalda í
Kína. Þegar þau innkalla dollarana sína,
verða Bandaríkin að gera eins og Kína-
stjóm vill. Bandaríski uppgangurinn hefur
verið greiddur með kaupum Kína á fallandi
dollurum.
Við skulum heldur líta á þær ógnir, sem
Bush hefur fært umheiminum, þar á meðal
íslandi, sem hefur stutt hann með ráðum
og dáð, eitt sárafárra Evrópurfkja. Alvarleg-
ast er markvisst afnám fyrri aðgerða til
varnar umhverfi mannkyns, allt frá Kyoto-
bókuninni til verndunar náttúmsvæða.
Bush hefur gert heiminn ótryggari fyrir
hryðjuverkum. Þau em eins og fíkniefnin,
verða ekki sigruð í stríði. Enda blómstra
Osama bin Laden og al Kaída, fjölmennari
en nokkm sinni fyrr. Enda eyða Bandaríkin
nánast öllu fé sínu og allri orku í skelfilegt
stríð gegn almenningi í írak.
Bush er orðinn hataðri í írak en Saddam
Hussein var á sínum tíma. Enda drepur
Bush fleiri óbreytta borgara þar á hvem
klukkutíma en Saddam Hussein gerði á
sínum tíma. Stóraukið ofbeldi örvinglaðs
Bandaríkjahers í borgum íraks hefur skilað
öfugum árangri, hert þjóðina í hatri á her-
náminu.
Bush er arftaki krossfaranna, sem sáðu
ógn og skelfingu í Miðausturlöndum fyrir
þúsund árum. Vesöl stuðningsríki Banda-
ríkjanna, einkum fámenn eyríki á borð við
fsland, geta þurft að súpa seyðið af stór-
auknu hatri almennings í Miðausturlönd-
um vegna stríðanna gegn írak og Palestínu.
Hálf bandaríska þjóðin er svo skyni
skroppin, að hún hyggst fela Bush fjögur ár
í viðbót. Hún hefúr viðhorf til lífsins og
umheimsins, sem hér í Evrópu þekkjast
aðeins í fámennum sértrúarsöfnuðum og
öðrum ofbeldishópum. Hún mundi telja
sjálfstæðismenn terrorista, ef hún vissi að
þeir væra til.
Vandi heimsins næstu fjögur árin er ekki
fyrst og firemst George W. Bush að kenna,
heldur klikkuðum kjósendum, sem em
ófærir um að sjá heiminum fyrir fomstu
inn í framtíðina.
Jónas Kristjánsson
Allt snýst þetta um vistun
barnanna - ekki menntun
Fyrst og fremst
króna. Á sama tíma hækkuðu dag-
vinnulaun verkamanna innan ASÍ
úr 112 þúsundum króna í 144 þús-
und krónur, eða um 32 þúsund
krónur. Alveg er borðleggjandi að
kennarar eru ekki of góðir af laun-
um sínum. En samkvæmt óljósum
fregnum af samningaviðræðunum
stendur hnífurinn ekki síst þar í
kúnni að kennurum er afar sárt um
fríin sín. Eins og alkunna er fá
kennarar ríflegt sumarfrí ólíkt öðr-
um stéttum - vitaskuld að undan-
skildum alþingismönnum. Við hér
á DV emm alveg fullviss um að
kennarar nytu miklum mun meiri
samúðar ef þeir létu af því að
hanga á hinu mikla sumarfríi sínu,
sem og ríflegu páska- og jólafríi og
fæm að miða vinnutíma sinn við
það sem almennt gerist og gengur í
atvinnulífinu. Að skólastarf al-
mennt sé samstiga atvinnulífinu.
Þá væri kröfugerð kennara hinum
almenna borgara þessa lands ekki
svo lokuð bók og raun ber vitni.
A ÞETTfl ER EKKIBÆTANDI en svo er
EINS 0G TÍTT ER UM FULL-ÁKAFA
BARÁTTUMENN sem telja sig hand-
hafa réttlætisins hefur Eiríkur
Jónsson formaður Kennarasam-
bands íslands verið að fara illilega
fram úr sjálfum sér að undan-
förnu. Hvorki gengur né rekur í
kjarasamningaviðræðum kennara
við ríkið og stefnir nú í verkfall -
einu sinni sem oftar þegar kennar-
ar eru annars vegar. Eiríkur ærðist
þegar íslandsbanki og Sjóvá-Al-
mennar tilkynntu að þær ætluðu
að gangast fyrir gæslu og námi
barna starfsmanna sinna meðan
og ef af verkfalli kennara verður.
Með þessu telur Eiríkur alveg
borðleggjandi að þessi stórfyrir-
tæki hafa tekið sér stöðu við hlið
viðsemjenda Eiríks - ríkisins.
nú samt. Og þá að því hvernig Ei-
ríkur fór svona illilega fram úr sér.
Með því að fjargviðrast út í fyrir-
tæki sem vilja leita leiða til að
koma börnunum fyrir meðan á al-
mennum vinnutíma stendur þá er
Eiríkur í raun að „blotta" sig eins
og þar stendur. Eiríkur er með öðr-
um orðum að segja það sem allir
vita en má ekki segja. Kröfugerð
hans stendur og fellur með því að
bera blessuð börnin fyrir sig. Og
það sem meira er: Eiríkur er
einnig, með öðrum orðum, að
segja að þetta snúist ekki fyrst og
fremst um menntun ungviðisins.
Þetta snýst um, þegar öllu er á
botninn hvolft, og það hefur Eirík-
ur nú með æsingi sínum og hótun-
um í garð KB banka, íslandsbanka
og Sjóvár-Almennra viðurkennt,
vistun barnanna. Ekki menntun.
Þá er bara að leggja það á borðið
eins og það er.
Alveg er borðleggjandi að kennarar eru ekki ofgóðir aflaunum sínum.
En samkvæmt óljósum fregnum af samningaviðræðunum stendur hníf-
urinn ekki síst þar í kúnni að kennurum er afar sárt um fríin sín. Eins og
alkunna er fá kennarar ríflegt sumarfri ólíkt öðrum stéttum - vitaskuld
að undanskildum alþingismönnum.
ÞAÐ ER FULLYRT HÉR, með djúp-
stæðri virðingu fyrir hinu mikil-
væga starfi kennarans, að þeir
njóti ekki almennrar samúðar í
samfélaginu. Ekkert í líkingu við
það þegar þeir lögðu síðast fram
kröfugerð sína. Og til marks um
það hefur nú KB banki, líkt og til að
stríða Eiríki, gefið það út að þeir
hyggist leigja Valsheimilið til að
hafa ofan af fyrir börnum starfs-
manna meðan þetta gengur yfir.
Ekki er rétt í þessu samhengi að
líta fram hjá því að hér er um mik-
ið hagsmunamál fyrirtækjanna að
ræða - að halda starfsfólkinu
rólegu við skrifborð sín.
SK0ÐUM ÞETTA EILÍTIÐ NÁNAR: í
frétt sem finna má í blaði dagsins
kemur fram að dagvinnulaun
kennara í Reykjavík hækkuðu úr
132 þúsund krónum í 213 þúsund
á aðeins þremur árum, frá því í
janúar 2000 þar til í janúar 2003.
Hækkunin nemur 81 þúsundi