Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 3
0V Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 3 Drakk eitt tonn af brennivíni „Ég var með sjö sentimetra gat á lifrinni þegar ég var hirtur upp af götunni," segir Tryggvi Gunnlaugsson, einn þekktasti úti- gangsmaður Reykjavíkurborgar til margra ára. Tryggvi hefur nú verið þurr í fjögur ár og þijá mánuði og segir að sér líði mun betur þótt hann langi stundum til að detta í það með gömlu félögunum sem fækkar stöðugt. Tryggvi var orðinn slæmur af lifr- arbölgu C og er nú á lyfjum til þess að vinna bug á veikindunum sem áratuga óregla hefur valdið honum. Tryggvi ferðast að jafnaði um á íjalla- hjólinu sem hefur verið hans samgöngu- tæki um áraraðir. Hann er ættaður frá Fá- skrúðsfirði og var í sjómennsku áður en hann datt í það og endaði sem göturóni í Reykjavík. Tryggvi segist h'tið muna eftir mörg mögur ár. Honum sé þó minnisstætt sam- starfið við Papana frá Vestmannaeyjum sem hann hitaði upp fyrir á stéttinni fyrir framan Dubliner þar sem þeir spiluðu lengi vel. Tryggvi spilaði á munnhörpuna slna sem hann grípur til á góðum stund- um. Tryggvi býr á sambýli á vegum Sam- hjálpar á Miklubraut 18. „Ég er búinn að búa þama á Miklubraut í einn mánuð. Það er í fýrsta skipti í rúmlega 20 ár sem ég á heimili." „Ég hef verið á götunni mestallan Skyndimyndin aði að hitta félagsráðgjafann minn áðan en hann mætti ekki. Ég þurfti að ræða við hann um peningamálin," segir Tryggvi, sem er í glænýjum leðurbuxum, reimað- ar frá mitti niður á hæl. Alvörutöffara- buxur. Tryggvi nær sér í aukapening með því að safna flöskum og dósum sem hann safiiar í körfuna aftan á hjólinu sínu. Ekki veitir af aukaaur fýrir tóbaki og slíku. Hann hefur verið öryrki í 30 ár eftir að hafa lent í slagsmálum sem höfðu afdrifaríkar afleið- ingar: „Ég lenti í slysi fyrir mörgum árum. Það var náungi sem lagðist á mig og braut á mér báðar hnéskeljamar. Ég hef verið með lélegar lappir síðan." Fáir íslendingar hafa innbyrt eins mik- ið brennivín og Tryggvi sem var líklega íslandsmeistari í brennivínsdrykkju þegar hann var upp á sitt besta. „Ég drakk eitt tonn af vodka á innan við 400 sólarhringum árið 1999-2000. Ég held að það sé íslandsmet. Ég drakk að jafhaði tvo htta á sólarhring. Ég byrjaði ekki að drekka af neinu viti fyrr en um tvítugt þó ég hafi byrjaði að smakka það þegar ég var 11 ára á Fáskrúðsfirði," segir Tryggvi, sem hefur á síðustu árum dvalist á Gunnars- holti og eftir það á endurhæfingardeild á Amarholti á Kjalamesi sem var lokað fljót- lega eftir að hún var opnuð. „Þannig er nú það," segir Tryggvi áður en hann rýkur af stað á hjólinu sínu, með fulla körfu af dósum og flöskum, beinustu leið niður Hverfisgötuna. freyr@dv.is Spurning dagsins Værirðu til í að mæta seinna í skólann á daginn? Svolítið sybbinn ámorgnana Árni Sigurðsson 8.bekk „Já, ég væri til í að vakna aðeins seinna, er svolítið sybbinn á morgnana. Annars mér eiginlega alveg sama." „Nei, ég er ekk- ert þreytt á morgnana. Bara fínt að hafa þetta eins ogþað er.“ ísold Davíðs- dóttir 9. bekk „Nei, veistu ég er ekkert svo þreyttur á morgnana. Allt í lagi að hafa þetta eins og það er. Ég þyrfti þá að vera lengur í skól- anumefég mættifyrr." Sindri Krist- insson 8. bekk „Nei, mér finnstfíntað vakna snemma og vera þá búinn fyrr á daginn." StyrmirTómasson 8. bekk „Ég er svolítið þreytt á morgn- ana,já. Ég væri til í að mæta svona hálf- tíma seinna, hugsa að það væri alveg passlegt." Geirþrúður Einarsdóttir 10. bekk Fram hefur komið hugmynd um frjálsari skólatíma þannig að börn sem það vildu gætu mætt seinna í skólann en nú er. Börn gætu þá mætt klukkan tíu í skólann ef þau vildu í stað þess að mæta klukkan átta eins og nú er í kjölfar einsetu skólanna. Hverjir voru þetta? Atburðir úr ógnarlangri sögu Asfulanda, Miðjarðarhafslanda, Mesópótamíu, Egyptalands, Norð- ur- og Suður-Ameríku eru hengdir sem perlur á sögufestina. í Evrópu er hins vegar öllu erfiðara að halda þræði. Safnarar, veiðimenn á flakki og akuryrkjufólk í skipulögðum samfélögum, þessu ægir öhu sam- an. Einn lífsstíll virðist henta mannskapnum í ákveðinn tíma svo bakka menn á þróunarbrautinni ef þeim sýnist eða halda beint áfram. Hverjir reistu ofurbautastein- ana úti á Bretóníuskaga og komu keltum sérkennilega fyrir sjónir? Keltarnir sem sigldu frá Spáni til ír- lands fyrir um 2000 árum hittu þar fyrir heljarinnar stéttskipt samfé- lög, hverjir voru það? Og hverjir stóðu fyrir stein- högginu á Englandi og dúkka stundum upp í sögum og sögnum sem litla eða gamla fólkið? í Wiltskíri á Englandi er mikið um ofursteinverk frá nýsteinöld. Steinhringar og bautasteinar eru einkanlega í grennd við bæinn Avebury. Þar er t.d. Silbury-hæð, meintur haugur byggður af manna höndum fyrir um 4600 árum. Hann er 167 metrar í þvermál og 40 metr- ar á hæð. Aldrei hefur nokkuð fundist í Silbury-hæð. Fyrir rúmu ári komu holur í ljós efst á þessari hæð, unnið hefur verið að viðgerð ■iéjm • —b* * og ýmislegt komið í ljós. Hæðin hefur upphaflega verið ní- eða tí- hyrnd í sínum hring og utan á henni legið vegur í spfral upp á flatan toppinn. Umhverfis hefur legið síki en stíflugarðar myndað gangveg að hæðinni á einum stað. Fræðimenn velta fyrir sér hvort þarna hafi nokkurn tíma verið haugur og telja líklegra að hæðin sé helgistaður, altari, helgað móðurgyðjunni og frjósemi. Þeim þykir og Ijóst að ekki hefur bygging þessi og skipulagið sem hún útheimti verið unnið af neinum villimönn- um, hverjir voru þarna að verki? EMDALOK MANNKYNS VCIilJA þau AÐ DEYJA Ufí J SIDMENNINGIJ itALPH WALDO t-MLKSON Mannkynið Þeír ei bræður Forseti bæjarstjórnar háskólaprófessorínn V Smári Geirsson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Heimir Geirsson pró- fessor í heimspeki og trúarbragðafræð- um við háskólann í lowa í Bandaríkjunum eru bræður. Smári hefur verið framarlega í félags-, menningar- og stjórnmálalífi Austurlands um árabil en Heimir hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Þeir eru synir hjónanna Geirs Bjarna Jónssonar verkamanns og Jóhönnu Björnsdóttur húsmóður. Þeir eiga eina systur, Birnu. Mjög vönduö og falleg TAF með sandblásnum glerskerm TARA halogenkastarar úr stáli fu og kíktu á úrvalið hjá okkur fmm f - . i l \ I l 1 * !. 1 ' 1 ii jl f 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.