Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus FÖSTUDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2004 25 I f é I y i Stórleikarinn Denzel Washington er í aðalhlutverki í kvikmyndinni Man on Fire sem frumsýnd er í íslenskum kvikmyndahúsum í dag. Denzel leikur útbrunninn CIA-útsendara sem tekur að sér að vera lífvörður níu ára stúlku i Mexíkó. Með þeim tekst vinátta og leikar æsast þegar stúlkunni er rænt og Denzel heitir því að hefna þess. Denzel drepur ella sem ramdu níu ára vinknnu lians Alda mannrána hefur gengið yfir Mexflcó og ríkir borgarar landsins lifa í ótta, sérstaklega þeir sem eiga börn. Á sex daga tímabili voru 24 einstaklingar numdir á brott. í kjölfarið hafa margir gripið til þess ráðs að leigja lífverði fyrir böm sínum. Þetta er veruleikinn sem blasir við John Creasy (Denzel Washington), fyrrverandi CIA-útsendara sem gefist hefur upp á líf- inu. Vinur hans Raybum (Christopher Walken) fær hann til að koma til Mexflcó- borgar til að verða lífvörður hinnar níu ára Pitu Ramos, dóttur iðnjöfursins Samuels Ramos (Marc Anthony) og eiginkonu hans Lísu (Rhada Mitchell). Creasy hefur engan áhuga á að verða lífvörður, sérstaklega ekki h'fvörður einhvers krakka. Hans bíða þó engin betri verkefni svo hann slær til. Frá fyrsta degi finnst Creasy krakkinn með öllu óþolandi og sérstaklega spurning- ar hennar um hann og líf hans. En smám saman nær hún að komast inn fyrir skel hans. Harða löggan lætur af vörnum sínum og opnar sig fyrir stúlkunni. Það er eins og Iff hans hafi fengið nýjan tilgang. Þegar Pitu er svo rænt virðist veröld hans æda að hrynja að nýju. Creasy særist þegar stúlkunni er rænt en hann lætur það ekki stoppa sig. Hann er ákveðinn í að drepa hvem þann sem tengist mannráninu. Það er ekki dónalegur leikarahópurinn í Man on Fire. í aukahlutverkum em þeir Christopher Walken og Mickey Rourke sem þarf ekki að kynna fyrir neinum. Denzel Washington þarf heldur ekki að kynna en síðustu ár hefur hann hlotið fjölda verð- launa fyrir leik sinn. Þar á meðal em tvenn óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og Emmy-verðlaun svo eitthvað sé nefnt. Margir muna fyrst og fremst eftir Denzel úr myndum Spike Lee enda var hann frá- bær í myndunum Mo’ Better Blues, Malcolm X og He Got Game. Meðal ann- arra frábærra mynda sem Denzel á að baki má nefha The Hurricane, Cry Freedom og Training Day svo aðeins örfáar séu nefnd- ar. Á næstunni fá íslenskir bíógestir að sjá hann í The Manchurian Candidate. Man on Fire er frumsýnd í dag í Smára- bíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borg- arbíói á Akureyri. Kongurinn Denzel Washington tekursig alltafvelútmeð byssu og ber Man on Fire uppi. Jafn vel þótt besta vinkona hans í myndinnisé nluára stelpa. Um ástríðuna og annan fjára Ég gat eklá annað en velt því fyrir mér, um leið og ég horfði á Halldór Ásgrímsson í Kasújósi á miðvikudag- inn, hvort hann hefði yfirleitt gaman af stjómmálum. Þama var maður á skjánum sem hafði talað opinberlega í um þrjátíu ár sem stjómmálamaður en átti þó í stökustu vandræðum með að svara hinum einföldustu spumingum spyrilsins, stamaði út úr sér klisjukenndum svömm sem öll virtust hafa verið skrifuð fyrirffam af jafn litíausum manni og Halldóri. Stirðleikinn og ásm'ðuleysið var alls- ráðandi. í lok viðtalsins var ég engu nær um hvað Halldór hygðist gera í þessu valdamesta embætti lýðveldis- ins, nema ef til vill það að hann ætí- aði ekki að gera nokkum skapaðan hlut sem ekki hefði þegar verið ákveðinn af Davíð Oddssyni. Ég hef ávallt litið homauga þá stjómmálamenn sem hafa setið lengi á þingi. Mér finnst að það sé eitthvað í gmnninn rangt við það að sitja lengi að valdastóli eða áhrifum. Þeir sem það gera byrja að h'ta á þann stól sem sinn. Þeir byrja að líta á þau völd sem þeir hafa sem sjálfsögð. Þeir byggja sér fflabeinstuma og missa fljótt sjónar á því sem upphaflega rak þá út í stjómmál, nema það hafi þá verið það eitt að komast inn á þing og öðl- ast völd. Halldór Ásgrímsson hefur setið á þingi með stuttum hléum ffá árinu 1974. Hann er fæddur árið 1947 sem þýðir að meira en helming ævi sinn- ar hefur hann setið inni á þingi. Með þessu er ég ekki að segja að Halldór Ásgrímsson sé byrjaður að h'ta á vem sína á þingi sem sjálfsagða og þau völd sem hann hefúr nú öðlast. Né heldur er ég að segja að hann hafi byggt sér einhvem fflabeinstum, ég er alls ekki að segja það. En hvað veit ég svo sem? í gegnum tíðina hefur mér sýnst að bros Halldórs Ásgrímssonar, eða öllu heldur skortur á því, hafi mest áhrif á þann fjölda atkvæða sem hann hlýtur í alþingiskosningum. Margir myndu telja það broslegt. Aðrir myndu halda því fram að það segði jafti mikið um heilbrigða skyn- semi kjósenda og um pólitíska snilli- gáfu Halldórs. Sjálfur hef ég aldrei kunnað við fólk sem brosir í tíma og ótíma... Hins vegar geri ég þá kröfu til stjóm- málamanns og þá sérstaklega til for- sætisráðherra að hann búi yfir ein- hvers konar lífsneista, krafti eða kynngi. Að það sé hægt að sjá þegar hann mætir í viðtal að þessi maður hafi hlutina á hreinu, að hann muni hafa áhrif og síðast en ekki síst, að honum leiðist ekki djobbið. Höskuldur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.