Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 13 Alltaf jafn glæsileg Mary krónprinsessa í Dan- mörku þykir smellpassa inn í prinsessuhlutverkið enda búin að taka upp hattahefðina sem hefur einkennt evrópskt kon- ungsfólk. Mary starfaði sem fasteignasali í Ástralíu áður en hún kynnst Friðrik krón- prinsi. Nú þykir hún ein glæsilegasta konan í Evrópu og markar tískuna í Dan- mörku. Mary vakti mikla at- hygli þegar hún leit í heim- sókn í Legoland í síðustu viku með eiginmanni sínum. Indíana Ása Flreinsdóttir fylgist með kóngafólkinu á föstudögum og lætur blátt blóðið streyma með stfl. indtana@dv.is Litríkt brúðkaup í Brunei Litir réðu ríkjum í Brunei þegar Al-Muhtadee krónprins landsins gekk að eiga hina 17 ára Söruh Sallah. Yfir 2000 gestir mættu í athöfnina til að horfa á prinsinn, sem er þrítugur, ganga að eiga Seri Begawan í höllinni í Bandar. Konunglegir gestir allstaðar að frá Asíu mættu í brúðkaupið og þar á meðal Naruhito krónprins Japans. Eyrnalokkar prinsessunnar vöktu mikla athygli en þeir voru úr demöntum á stærð við ólívur. Eftir athöfnina , keyrðu ungu hjónin í gegnum höfuðborgina í gylltum Rolls-Royce þar sem þúsundir íbúa heiðr- uðu þau með lófataki. Fín í leikhúsi Camilla Parker Bowles þótti afar smekk- lega til fara þegar hún mætti á söngleikinn The Woman in White við hlið Karls Breta- prins í vikunni. Söngleikurinn er eftir Andrew Lloyd Webber. Karl og Camilla voru heiðursgestir í Konunglega leik- húsinu en prinsinn hafði stutt upp- setninguna með fjárframlögum. Kjóll Camillu var hvítur og átti því vel við heiti leikritsins. Leikarinn Michael Crawford fer með hlutverk í verkinu sem er hans fyrsta eftir 18 ára fjarveru frá leiksviði. Batman vekur spurningar um öryggi Breska ríkisstjómin ætlar að endurskoða ör- yggismál Buckinghamhallar eftiraðmaður klæddursem Batman klifraöi upp á syllu á höllinni I mótmælaskyni.Jason Hatch notaði stiga um hábjartan dag til að komastyfir ör- yggisgiröingu. Konungsfjölskyldan var í fríi í Skotlandi þegar atvikið átti sér stað.„Efþessi barnalegi maður kemst þarna upp hvað ger- um við þá efalvarleg hsetta steðjar að? Hvað efhann hefði verið með sprengju?"Talsmenn hallarinnar segja þó varhugavert að höllin verði gerð svo örugg að hún verði lokuð hinum almenna ferðamanni. Amegður á afmælisdaginn Harry prins virðist ánægður með llfið á af- mælisdaginn miðað við þessa nýju mynd af feðgunum. Myndin var tekin af Ijósmyndar- anum Mario Testino sem tók margar fallegar myndir afDiönu prinsessu í tilefni 20 ára af- mælis prinsins.„Þeir eru ekki að hlæja að neinu sérstöku," útskýrði Ijósmyndarinn. „Þeim kemur bara svona vel saman. Þeir eru mjög nánir feðgar." Harry hélt upp á daginn með rólegri veislu í höllinni. Rnmantík hjá Háknni ng Mette-Marit Krónprins og -prinsessa Noregs vöktu mikla athygli þegar þau mættu í brúðkaup vinafólks slns um síðustu helgi. Hákon og Mette-Marit voru meðal gesta Hans Olavs Kval- vaag.gamats vinar krónprinsins, og konu hans Cameliu Smith. Rómantíkin lá greini- lega í loftinu og sáust konungshjónin lauma sér frá marg- menninu hönd I hönd. Eftir athöfnina fóru gestir um borð í gamalt skip sem sigldi með þau í glæsilegan veislusalinn.Hákon var sannur herramaður og fór úrjakkanum til að Mette-Marityrði ekki kalt enda komið haust í Noregi. Fyrsti skilnaður í dönsku konungsfjölskyldunni í 200 ár gengur í gegn eftir sex mánuði þar sem Jóakim prins og Alexandra prinsessa hafa sótt um skilnað. Nikolaj prins sonur þeirra á enn rétt á krúninni enda mun Alexandra ekki flytja frá Danmörku. Jóakim og Alexandr Jóakim prins og Alexandra prinsessa hafa sótt um skilnað. Alex- andra mun flytja í íbúð þeirra í Amelíuhöll með prinsana litiu, Nikolaj 5 ára og Felix 2 ára, til bráða- birgða en Jóakim mun áfram búa í húsi þeirra í Schackenhöll. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er Margrét Danadrottning hrygg yfir skilnaðnum en hún og Henrik prins styðja parið í ákvörðun sinni. Skiln- aðurinn mun ganga í gegn eftir sex mánuði en þetta er í fyrsta skipti í nærri 200 ár sem meðlimir dönsku konungshallarinnar sækja um skiln- að. Jóakim prins og Alexandra sendu frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem þau báðu Dani að sýna sér skilning. „Eftir langa og erfiða um- hugsxm höfum við í sameiningu ákveðið að skilja. Forræði yfir börn- um okkar verður sameiginlegt og við munum bæði halda áfram að sinna okkar opinberu skyldum. Við erum þakk- lát fyrr stuðning ykkar hingað til og vonumst til að mæta skilningi Alexandra prinsessa Prinsessan er grlðalega vinsæl í Danmörku. Eld sonur þeirra Nikolaj mun erfa krún- una efMary krónprinsessa og Friðrik krónprins eignast ekki erfingja. þjóðarinnar við þessar erfiðu að- stæður," sagði í tilkynningunni. Jóakim prins, 35 ára, hitti hina fimm árum eldri Alexöndru þegar hann starfaði í Hong Kong. Þá hafði hann verið með danskri konu í mörg ár en hætti með henni og kvæntist Alexöndru þann 18. nóvem- ber 1995. Þau hafa því verið gift í níu ár. Danska pressan hefur íjallað um sam- band þeirra upp á síðkastið og get- gátur um hjóna- bandserfið- leika verið uppi. Hjónin hafa sést minna saman opin- berlega upp á síðkastið og opinberum skyldum hefur verið skipt upp á miili þeirra. Nikolaj prins er erfingi krúnunnar svo lengi sem Mary krónprinsessa og Friðrik krónprins eign- ast ekki barn. Skilnaðurinn mun ekki hafa áhrif á það hver erfir krún- una enda mun Alexandra halda áfram að búa í Danmörku. Síð- ustu níu ár hef- ur prinsessan borið titilinn *s Hennar konung- legahátignAlex- andra prinsessa en eftir skilnað- ur verður hún kölluð Hennar hátign Alex- andra. ,A\ Skilin Alexandra mun flytja úr húsi þeirra i Schackenborg og flytja ííbúð (Amelluhöll með synina. Skilnaður- mn gengur i gegn eftir sex mánuði. Hjónin hafa beðið um skilning dönsku þjóðarinnar. Ljósmyndararnir sem mynduðu Díönu og Dodi í dauðateygjunum brutu ekki lög Ljósmyndararnir sýknaðir Ljósmyndaramir þrír sem tóku myndirnar af Faðir Díönu prinsessu og Dodi al Fayed í dauða- teygjunum brutu ekki frönsk lög um einkah'f manna samkvæmt úrskurði ffanskra dómstóla í vikunni. Christian Martinez, Fabrice Chass- ery og Jacques I.angevin höfðu elt parið kvöldið örlagaríka sem endaði með því að bílstjóri þeirra keyrði utan í vegg í undirgöngum í París. Ljósmyndaramir höfðu verið sýkn aðir í nóvember 2003 en þeirra hefði getað beðið allt að eins árs fangelsi fyrir brot á lögum um einkalíf. Dodis, Mohamed al Fayed áfrýjaði hins vegar dómnum. Mohamed, sem er eig- andi Harrod’s-verslananna í London, vill að ljósmyndurunum verði refsað en hann telur enn fremur að breska leyniþjónustan hafi myrt Díönu og Dodi þar sem samband þeirra hafi komið illa út fyrir bresku konungs- fjölskylduna. Samkvæmt rannsókn franskra yfirvalda var ástæða slyssins Díana prinsessa Ljósmyndararnir birtu myndir af deyjandi prinsess- unni. Þeir gerðust ekki brotlegir við frönsk lög með því. Harmleikur Blllinn dreginn (burtu. Prinsessan, Dodi og Henri Paul létust í slysinu árið 1997. sú að bílstjóri prinsessunnar var drukkinn undir stýri og auk þess keyrði hann of hratt sem endaði með þessum skelfilegu afleiðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.