Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004
Fókus QV
i clg 9Unnar
isazneiginle
embusvín ísla
Rttth. Reginalds
fyrir og eft»
jLlsæl meo
árangttrmtt
Helgarblað DV -
springur út á morgun
k ÆR
iJM
Ný mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar verður frumsýnd
30. september og heQast almennar sýningar daginn eftir
Niceland er talin bera skýr höfundareinkenni Friðriks
Þórs þótt hún jafnist ekki á við bestu verk hans.
Niceland var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary, en
Friðrik Þór hefur áður kynnt kvikmyndir sínar þar. Þá er
Niceland til kynningar á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem
nú stendur yfir. Kvikmyndin hefur þegar fengið umsagnir í
nokkrum blöðum erlendis og er talin bera skýr höfundar-
einkenni Friðriks þótt hún jafnist ekki á við hans bestu verk.
Kveikjan að sögunni sem rakin er
í Niceland var heimsókn Huldars
Breiöfjörð í Sólheima með amerísk-
an túrista sem hann tók undir sinn
vemdarvæng. Samfélagið á Sól-
heimum vakti athygli Huldars og af
þeim hughrifum spratt sagan. Huld-
ar skrifaði handritið skömmu eftir
að hann lauk við hringferð sina um
landið sem hann skráði síðan og
birti i Góðum íslendingum.
Einvalalið
Kvikmyndin er leikin á ensku og
skipa íslenskir og ensldr leikarar
helstu hlutverk. Hún er tekin á ís-
landi og í Þýskalandi. Tökumaður-
inn er danskur, Morten Söborg, sem
á að baki þekktar danskar myndir:
Bleeder og Pusher. í öllum lykúhlut-
verkum framleiðslunnar em íslensk-
ir kraftar. Stóðu tökur yfir haustið
2003. Er verkið fjármagnað af ís-
lenskum, dönskum, breskum og
þýskum aðilum. Framleiðendur em
Skúli Malmquist og Þórir Snær Sig-
urjónsson og fýrirtæki þeirra Zik
Zak. Ámi Páll hannar útlit myndar-
innar en hann er gamall samstarfs-
maður Friðriks. Mugison samdi tón-
listina og hljóðritaði í kirkjunni í
Súðavík. Kjartan Kjartansson annast
hljóðhönnun.
Útlendir leikarar
í hópi leikara eru velþekkt and-
lit: Martin Compston (Sveet
sixteen) leikur aðalhlutverkið,
drenginn Jed, Gary Lewis (Billy
Elliot o.fl.) Ieikur skransalann sem
Jed leitar til í raunum sínum og leit
að lífstilgangi, Peter Capaldi fer
með hlutverk í myndinni en hann á
að baki fjölda þekktra kvikmynda.
Vinkona Jeds, Cloe, er leikin af
Kerry Fox ( Intimacy, So Close to
home) en saga þeirra tveggja er
kjarni sögunnar, ástarsaga fólks
sem býr saman og vinnur á vemd-
uðum vinnustað. Það er sorg Cloe
sem hrindir Jed í leit að tilgangi lffs-
ins. Hann vill fá hana til að brosa á
ný. Þá em þær Guðrún Bjamadótt-
ir og Guðrún Snæfríður Gísladóttir
í stómm hlutverkum í myndinni.
Alþjóðleg mynd
Niceland er íslensk kvikmynd
gerð fyrir alþjóðlegan markað. Hún
kostaði rúmar 200 milljónir í ffam-
leiðslu og gengur sala á henni
þokkalega á erlendum mörkuðum.
Undirtektir mynda Friðriks Þórs hér
á landi hafa oft skipt sköpum fyrir
sölu erlendis. Gera þeir Þórir og
Skúli sér vonir um að Niceland hitti í
mark.
pbb@dv.is
Wicker Park með Josh Hartnett í aðalhlutverki frumsýnd í
Sambíóunum og Háskólabíói
Kærastan sem hvarf en birtist aftur
Matthew Gosh Hartnett) sem
starfar í Chicago verður strax ást-
fanginn þegar hann hittir ballett-
mærina, Lísu (Diane Kruger) í fyrsta
skipti. Upp frá því eyðir hann öllum
stundum með henni og ekkert ann-
að í heiminum kemst að. Samband
þeirra styrkist með tíð og tíma en
einn daginn hverfur stúlkan alveg
sporlaust. Það er eins og jörðin hafi
hreinlega gleypt hana. Matthew
brotnar niður andlega því hann get-
ur hreinlega ekki án hennar verið.
Tveimur árum seinna snýr hann
aftur til Chicago, kominn með nýja
konu upp á arminn en Lísa hverfur
ekki úr huga hans. Þegar hann situr
hádegisverðarfund á veitingahúsi
finnst honum eins og hann sjái Lísu
aftur í flugumynd, en hann missir
rétt af henni. Nú hefur hann dauða-
leit að henni. En spennan og dulúð-
in eru bara rétt byrjuð.
Wicker Park er bandarísk endur-
gerð frönsku kvikmyndarinnar
L’Appartement. í aðalhlutverki er Days and 40 Nights. Myndin er
Josh Hartnett sem bíógestir ættu að frumsýnd í Sambíóunum og Há-
kannast við úr Pearl Harbor og 40 skólabíói í dag.
[ Ástfangin og hress Josh Hartnett er I
öngum sínum þegar kærastan hans
hverfur og hann getur ekki gleymt henm.