Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 17
7 6 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 Sport DV Hoddle aftur dýrlingur? Svo gæti farið að gamla Tottenham-stjarnan, Glenn Hoddle, tæki við Southampton á nýjan leik. Hann yfirgaf félagið á sínum tíma til að taka við stjórn- /-'v, inni hjá Tottenham , við litlar vinsældir ( f' stuðningsmanna. Nú h virðist eitthvað j£ hafa fennt í þau * spor. Forráða- \ menn Southampton ^ eru ekki á því að “ * Steve Wigley, núver- andi stjóri, hafi þá ( reynslu sem til þurfi í ‘ ! ensku úrvalsdeildinni, Hoddle er atvinnulaus um þessar mundir en á t sínum framkvæmda- stjóraferli hefur hann jafhan hrökklast frá starfi og um- mæli hans þess efnis aö fatlaöur væru með fötlun sinni að gjalda fyrir syndir í fyrri lífum eru enn knattspyrnuáhugamönnum í fersku minni. Þau umrnæli kost- uðu hami þjálfarastöðuna hjá enska landsliðinu, mikilvægustu stöðu ferils hans. Sörinn Til Wales? Sögur eru að magnast þess efhis að Sir Bobby Uobson (það er ekki þverfótað fyrir þessum sör- um) sé mögulega að taka við þjálfarastöðunni hjá landsliði Waies. Staðan losnaði í gær þegar Mark Hughes tók viö stjórastöð- unni hjá Blackbum. Þetta er þó sem stendur einungis orðrómur en fer reyndar stigmagnandi. Fáir alvörukallar ent á lausu og for- ráðamenn velska landsliðsins vita vel af því og renna því hýru auga til Robsons gamla. fslendingar skora Þýski handboltinn byrjaði um helgina. Grosswallstadt lagði Schwerin og átti Einar Ffólmgeirs- son stórleik og skoraði 8 mörk. Snorri Steinn Guðjónsson var með 5. Göppingen bar sigurorð af Dusseldorf, 25-21, og skoraði Andreus Stelmokas KA-maður með meiru, 5 mörk. Hjá Dussel- dorf var Aiexander Pettersons með 3 mörk en sá piltur er með íslenskt ríkisfang. Róbert Sig- hvatsson skoraði 8 mörk fýrir Wetzlar. Flensburg tók Wilhelms- havener með sex marka mun og skoraði gamla Haukabrýnið, Rob- ertas Pauzuolis 4 inörk fýrir Wil- helmshavener. Patrekur Jóhann- csson og félagar í Minden biðu lægri hlut gegn Kiel, 34-23. Patrekur skoraði 5 mörk f leikn- um. I>á bar Nordhorn sigurorð af i'.sscn, 28-2(i, og skoraði Guðjón Valttr Sigttrðsson i mark, Rauðnefur reiður Gamli rauðnefúr, Sir Aiex I erguson, frainkvæmdastjóri Manchester IJnited, var allt ann- að en ánægður með frammistöðu sinna manna í 2-2 jafnteflisleikn- um gegn I.yon í Meistaradeild- inni. Ilann sagði marga lykiUeik- menn hafa bmgðist iiíilega og að hann myndi gera margar breyt- ingar á iiðinu fyrir næsta leik. Silvestre, Keane og Howard þóttu slakir og i nú er næsta vfst að Howard missi sæti sitt í byjunarliðinu j\ þvf þetta er - annítr ieikur- V irtn f röð sem hann gerir 1 . slæm mis- tök. Blóðugur dómari Svíinn Anders Frisk leit illa út eftir aö hafa fengið kveikjara í andlitiö ÍRóm á miðvikudag eins og sjá má á stóru mynd- mni. A neðri myndinni sést Frisk á hnjánum en hann steinlá við höggið. Reuters „Viö viljum biðja dómarann opinberlega afsökunar en við veittum honum alla þá hjálp sem hann þurfti á að halda. Læknar okkar skoðuðu Frisk og hann fékk síðan fylgd á hótelið." Strákarnir hans Rafaels Benitez í Liverpool byrjuðu vel í Meistaradeild Evrópu fleiri mörk Cisse sterkur Framherjinn Djibril Cisse byrjaði vel með Liverpool i Meistaradeildinni og skoraði í fyrsta leik gegn Monaco. Hefðum hæglega getað skorað Rafael Benitez og lærisveinar hans hjá Liverpool fengu flugstart í Meistaradeildinni á miðvikudag er þeir lögðu silfurliðið frá því í fyrra, Monaco, á heimavelli, 2-0. Liverpool virðist ekki sakna Michaels Owen mikið en bæði Djibril Cisse og Milan Baros skoruðu góð mörk í leiknum. Þeir sýndu og sönnuðu að þeir eru ekkert síðri markaskorarar en Owen og betri ef eitthvað er. Eins og gefur að skilja var Spánverjinn Benitez himin- lifandi yfir strákunum sínum í leikslok. Mjög góður leikur „Við hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Benitez. „Það var lfka mjög mikilvægt að báðir framherjarnir skyldu skora og ekki var verra að halda markinu tækifæri á hreinu. Það er ekki yfir neinu að hliðarlínunni. kvartaíþessumleikhjáokkur.“ Stjórinn á því Benitez tók nokkra leikmenn við með sér frá Spáni og þrír þeirra fóru á kostum í leiknum gegn Monaco. „Allir Spánverjarnir spila vel þessa dagana," sagði Ástralinn Harry Kewell eftir leikinn. „Að sjálfsögðu hafa Alonso og Garcia aðallega verið í sviðsljósinu en bakvörðurinn Josemi hefur líka verið frábær." Ná vel saman Alsonso hefur leikið á miðjunni með Steven Gerrard og samvinna þeirra í síðustu leikjum hefur verið rómuð. „Þeir virðast ná einstaklega vel saman," sagði Kewell. „Þeir verða aftur á móti að leika vel því Didi Hamann bíður spenntur eftir sínu skemmtilegt vandamál að stríða, að hafa þrjá miðju- menn í toppformi sem allir eru að spila vel þessa stundina en því miður verður einhver að sitja utan vallar." DV Sport FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 77 ftalska félagið AS Roma er í vondum málum efdr að sænski dómarinn Anders Frisk fékk kveikjara í andlitið er hann gekk til búningsherbergja í hálfleik á leik Roma og Dynamo Kiev í Meistaradeildinni. Fara varð með Svíann á spítala og Qörutíu mínútum eftir að hann blés til hálfleiks varð hann að blása leikinn af. Ástæðuna sagði hann vera að öryggi hans og aðstoðardómaranna væri ógnað. Dynamo var þá yfir, 1-0, en þeim verður að öllum líkindum dæmdur sigur, 3-0. Rétt fyrir leikhlé rak Frisk franska vamarmanninn Philippe Mexes af velli og þaö kveikti í stuðningsmönnum Roma sem grýtm öllu lauslegu í Frisk á leiðinni af vellinum. Það var ekki við góðu að búast og Frisk fékk kveikjara beint í andltið og lá hann eftir óvígur og alblóðugur. IJEFA hefur tekið málið fyrir og má Roma búast við háum sektum, heimaleikjabanni og í versta falli verða þeir reknir úr keppninni. Báðust afsökunar Forráðamenn Roma vom miður sfn í gær og þeir hafa beðið Frisk opinberlega afsökunar. „Við viljum biðja dómarann opinberlega afsökunar en við veittum honum alla þá hjálp sem hann þurfti á að halda," sagði Franco Baldini, framkvæmda- stjóri félagsins. „Læknar okkar skoðuð Frisk og hann fékk síðan fylgd á hótelið. Mikið er rætt um að öryggis- gæslan á vellinum hafi veno í ólagi en því neitar Baldini. „Það vom 400 lögreglumenn á vellinum auk 400 starfsmanna sem komu frá félaginu. Ég vil fullvissa fólk um að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur tíl þess að finna þann seka í málinu." Frisk er ekki óvanur því að lenda í látum á ólympíuleikvang- inum í Róm. Hann dæmdi leik Roma og Galatasaray á þessum sama vem árið 2002 en þá slógust leikmenn og forráðamenn lið- anna skömmu eftir að leik lauk. Margoft slagsmál Því miður virðist víða vera pottur brotínn hjá Roma en á leik Roma og Liverpool árið 2001 vom níu menn stungnir. Þaö em ávallt slagsmál þegar nágrannaliðin Roma og Lazio mætast á þessum velli og þar hafa ófáir fallið í valinn. Leikmenn hafa líka margoft verið í hættu er þeir leika gegn Roma á útivelli og til aö mynda í fyrra var brasilíski markvörourinn Dida, sem leikur með AC Milan, tvisvar sleginn niður er hann fékk hluti í hausinn úr stúkunni. Stjörnurnar hjá Real fengu háðulega útreið í Þýskalandi Real rassskelltiraf Leverkusen Real Madrid byrjar tímabilið í ár eins og þeir luku því í fyrra - í tómu tjóni. Þeir heimsóttu Bayerl Lever- kusen til Þýskalands í Meistara- deildinni og voru flengdir, 3-0. Það sem gerir þessi úrslit enn áhugaverðari er að nokkrum dögum fyrir leikinn tapaði Leverkusen fyrir „stórliði" Mainz. Reyndar rúllaði Leverkusen yfir Bayern Munchen skömmu fyrir þann leik þannig að þjálfarinn, Klaus Augenthaler, veit ekkert á hverju hann á von næst. „Leikurinn gegn Bayern var mjög góður. Við vorum hræðilegir gegn Mainz og svo var þessi leikur frá- bær,“ sagði Augenthaler. „Það verð- ur reyndar að segjast að það er auðveidara að mótívera lið fyrir leik gegn Beckham, Ronaido, Zidane, Figo og Carlos en gegn einhverjum Endalaus leiðindi Lífið leikur ekki við David Beckham þessa í dagana og hann varað vonum i fúll eftir tapið gegn Leverkusen. óþekktum pappakössum." Eins og við mátti búast varð allt brjálað í Madrid út af leiknum og nú þegar er komin mikil pressa á þjálfarann, Camacho. Hann tók vel á allri gagnrýni og tók tapið á sjálfan sig. Stórmannlega gert af stórum manni. Númer 29 Ftuud Van Nistelrooy fagnar hér Evrópumarki slnu númer 29 fyrir Man. Utd. ásamt Gabriel Heinze. Hannsló með þessu marki gamalt met Denis Law. * .'od Nistelrooy í sögubækurnar Sló met Denis Law Hollenska markamaskínan, Ruud Van Nistelrooy, bjargaði andliti Manchester United í Frakklandi er þeir mættu Lyon. United var 2-0 undir f leikhléi en tvö mörk Van Nistelrooys á sex mínútna kafla tryggðu United eitt stig. Með mörkunum tveim- ur skráði Van Nistelrooy sig í sögubækur United enda var haim að bæta met sem ein helsta goðsögn félagsins, Denis Law, átti. Fyrir leikinn höfðu bæði Nistelrooy og Law skorað 28 mörk í Evrópukeppni sem var félags- met. Það met á Nistelrooy nú einn og fastlega má búast við því að hann stórbæti það á næstu árum enda einkar lunkinn við að skora mörk í Meistaradeildinni. „Það var í það fýrsta bara heiður fýrir mig að deila meti með eins frábærum leikmanni og Law var," sagði Hollendingurinn auð- mjúkur eftir leikinn en Law var í hinu fræga liði United sem varð Evrópumeistari 1968. Mjög stoltur „Þetta er alveg frábært. Law hefur gert svo mikið fýrir félagið og því er ég gríðarlega stoltur af þessu meti mínu,“ sagði Nistel- rooy sem er aðeins á sínu fjórða tímabili með United og það gerir afrek hans enn stærra. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., var skiljanlega þakklátur Nistelrooy fyrir að bjarga leiknum og hann hrósaði framherja sínum í hástert eftir leikinn. „Denis Law er klárlega einn af bestu leikmönnum í sögu Man. Utd. en Van Nistelrooy er frábær. Mörk breyta leikjum og Van MEISTARADEILDIN Úrslltin Ajax-Juventus 0-1 0-1 Pavel Nedved (42.). B. Leverkusen-Real Madrid 3-0 1-0 Jacek Krzynowek (40.), 2-0 Sena de Souza (50.), 3-0 Dimitar Berbatov (55.). Deportivo-Olympiakos 0-0 Fenerbahce-Sparta Prag 1-0 1-0 Pierre Van Hooijdonk (16.). Liverpool-Monaco 2-0 1-0 Djibril Cisse (22.), 2-0 Milan Baros (84.). Lyon-Man. Utd 2-2 1-0 Cristiano Cris (35.), 2-0 Pierre Alain-Frau (44.), 2-1 Ruud Van Nistelrooy (56.), 2-2 Ruud Van Nistelrooy (61.). Maccabi-B. Munchen 0-1 0-1 Roy Makaay, víti (63.). Roma-Dynamo Kiev 0-1 0-1 Goran Gavranic (29.) Leikurinn var flautaður afí hálfleik. Nistelrooy breytti ieiknum fyrir okkur," sagði Ferguson sem var hrifinn af fýrra markinu hjá Nistelrooy. „Það kom frábær sending frá Cristiano á kantinum og Ruud hékk í loftinu eins og Denis gerði alltaf. Hann var ekkert að setja kraft í skallann heldur stýrði honum bara." Law sáttur Denis Law var ekki fúli yfir því að hafa misst metið. „Ég er mjög ánægður því Ruud er yndislegur strákur sem á ailt gott skilið. Hann hefur unnið fyrir þessu þrátt fyrir mikið módæti og er öðrum góð fýrirmynd," sagði goðsögnin Denis Law.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.