Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 31
T3V Síðast en ekki sist FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 31 * , f I I ■■■ || | ■ ■ REM liklega til Islands Jom og Einar Bárðor báðir í málinu „Það er ekkert fast í hendi. Og ég hef oft verið að því kominn að gaspra um eitthvert dæmi sem allir hlutaðeigandi hafa verið sammála um að væri hið besta mái. Svo hefur eitthvað komið uppá, eitthvað ófyr- irsjáanlegt, og ekkert orðið úr neinu. En ég get staðfest það að þetta er til rækilegrar athugunar," segir Einar Bárðarson tónleikahald- ari með meiru. Stórhljómsveitin REM er á tón- leikaferðalagi um Skandinavíu í febrúar. Fyrsta þess mánaðar munu þeir halda tónleika í Osló og svo verða þeir í Kaupmannahöfn 15. febrúar. Einar er að skoða mögu- leika á því að fá þá til íslands ef möguleiki er á glufu í skipulaginu. Svo vel ber í veiði að þeir alþjóðlegu aðilar sem standa að tónleikum REM í Kaupmannahöfh eru einmitt samstarfsmenn Einars. „Hvort þetta verður, og það er Ef með stórum staf, þá eða síðar verður bara að koma í ljós.“ DV hefur heimildir fyrir því að at- hafhamaðurinn og kvikmyndafram- leiðandinn Sigutjón Sighvatsson sé jafnframt að skoða möguleika á því að fá REM til landsins. Sigurjón þekkir meðlimi hljómsveitarinnar ágætlega og hefur framleitt nokkur myndbönd með hljómsveitinni. Aldrei er að vita nema samstarf tak- ist meðal þessara tveggja, Einars og Sigurjóns, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna þeg- ar ísland og heim- urinn allur er und- ir. DV veit að engar viðræðurþessefnis hafa átt sér stað enn sem komið er. En víst er að þar á milli er kært en Sigurjón hefur í hyggju að bjóöa stjömum sínum úr Littíe Trip to Heaven á Van Morri- son-tónleikana sem Einar heldur. REM á fjölmarga aðdáendur á REM Einhver vinsælasta hljómsveit heims verður á ferðalagi í febrúar næsta árs um Skandinaviu og er nú verið að athuga hvort ekki sé mögu- leiki á að REM komi til íslands. íslandi og menn telja, í ljósi aðsóknar sem verið hefur á tón- leikaviðburði á íslandi að undan- fömu, lítíð vandamál að fylla eins og eina íþróttahöll þegar REM er annars vegar. Nú er bara að krossleggja putta. jakob@dv.is i' • Ákvörðun Kára Jónassonar frétta- stjóra útvarpsins um að yfirgefa fréttastof- una og taka að sér ritstjórastarf á Frétta- blaðinu kom starfs- mönnum Ríkisút- varpsins fullkomlega í opna skjöldu. Þó þykir fólki það gott hjá Kára að skipta um umhverfi eftir að hafa ver- ið svo lengi við störf hjá rflásstofnun. Menn em strax byrjaðir að velta vöngum yfir því hver taki við af Kára. Af starfsmönnum fréttastofunnar siálfrar em líklegir kandídatar þau Oðinn Jónsson, Broddi Broddason, Hjördís Finnbogadóttir, Amar Páfl Hauksson og Björg Eva Erlendsdótt- ir. Öll hafa þau gríðarmikla reynslu og njóta virðingar samstarfsmanna sinna... • Þar sem það verður í verkahring pólitískt skipaðs útvarpsráðs og útvarpsstjóra að skipa fféttastjóra á útvarpinu, grunar marga að bláa hönd- in reyni að koma sín- um mönnum að. Þar nefna gárung- amir til sögunnar sem lfldegan kandídat Olaf Teit Guðnason blaða- mann á Viðskiptablaðinu og ritstjóra rfldsbókaútgáfh forsætisráðuneytis- ins. Hann vann áður á útvarpinu. Vegna pólitíkurinnar er hins vegar talið ólfldegt að Friðrik Páll Jónsson varafféttastjóri hljóti náð fyrir augum stjórnenda útvarpsins en þekkt er hvemig Markús öm Antonsson uppnefndi Spegilinn undir stjóm hans í fyrra... • Annars staðar af fjölmiðlum frétt- ist að Guðrún Hálfdánardóttir fyrr- um ritstjóri viðskiptafrétta hjá Morg- unblaðinu sé aftur á leið til starfa fyr- ir blaðið. Hún hætti fyrir skömmu til að takast á við nýtt starf hjá Actavis-lyfjaris- anum. Þar átti hún að sinna upplýsinga- málum. Styrmir Gunnarsson ritstjóri mun hafa kvatt hana með þeim orðum að hún gæti komið aftur ef henni leiddist á nýja staðn- um. Það gerir hún nú, en fer samt ekki í stjómunarstöðu heldur verður óbreyttur starfsmaður á mbl.is... • Mikil spenna rflár nú meðal fjöl- miðlamanna, ekki vegna yfirvofandi nýs fjölmiðlafrumvarps, heldur stendur fyrir dyrum hið árlega knatt- spymumót fjöl- miðlamanna. í fyrra sigraði Morgunblað- ið en vitað er að Fréttablaðið mun mætasterkttilleiks að þessu sinni með sjáífan Frey Bjamason sem leikið hefur afburðarvel með FH í sumar. DV mun ekki láta sitt eftir liggja en þó verður að segjast að vittæn keppni á borð við spumingakeppni fjölmiðlanna á betur við þetta blað en eins og mefrn ef til vill muna sigr- aði DV þá keppni í fyrra - glæsilega... *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.