Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2004
Fréttir jyv
Pétur borinn
til grafar
Útför hins ástsæla tón-
listarmanns og popp-
stjörnu, Péturs W. Krist-
jánssonar, fór fram frá
Grafarvogskirkju í gær.
Fjölmenni var þegar fjöl-
skylda og vinir fylgdu Pétri
síðasta spölinn. Pétur var
53 ára þegar hann lést eftir
stutta sjúkdómslegu af
völdum hjartaáfails.
Síminnvelur
Nonna og
Manna
Síminn hyggst semja við
auglýsingastofuna Nonna og
Manna um öll sín auglýs-
ingaverkefni og birtingar á
auglýsingum. Litið hefur
verið á Símann sem feitasta
bitann í auglýsingaheimin-
um. Síminn segir að valið
hafi byggt á faglegri grein-
ingu á nokkrum auglýsinga-
stofum. „Sú stofa sem best
kom út úr matinu
varNonni og
Manni/Ydda sem
unnið hefur með
Símanum undan-
farin ár.“
Stjómmála-
samband við
Miðbaugs-Gíneu ?
Birgir Ármannsson
þingmaður
„Ég geri ekki athugasemdir við
að ísland taki upp stjórnmála-
samband við Miðbaugs-Gíneu,
þótt Ijóst sé að ástand I mann-
réttindamálum þarsé slæmt.
Þetta er liður í byggja upp
stjórnmálasamband viö rlki
Afríku, sem ég tel í sjálfu sér
jákvætt, jafnvel þótt öllum sé
Ijóst að þar ríki vlða slæmt
ástand og stjórnarfar sé óvið-
unandi. Það er hins vegar afar
mikilvægtað undirstrika að
stjórnmálasamband við ríki á
borð við þetta felur ekki I sér að
við sættum okkur við mann-
réttindabrot og spillingu þar."
Hann segir / Hún segir
„Nei. Það fylgja því ákveðnar
kvaðir að vera I stjórnamála-
sambandi við aörar þjóðir. Við
eigum ekkert erindi við þann
harðstjóra sem nú rlkir I landinu.
Mannréttindasamtök hafa ítrek-
að greint frá grófum mannrétt-
indabrotum I þessu landi og
meðan það ástand varir eigum
við ekki að vera í stjórnmála-
sambandi við landið."
Margrét Frimannsdóttir
þingmaöur
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs hefur átt fundi með for-
svarsmönnum Skjás eins með það fyrir augum að fjármagna framtíðaráform Skjás-
ins. Skjár einn er í samkeppni við ríkissjónvarpið. Fullyrt er að Gunnlaugur, sem
er umsvifamikill í viðskiptalífinu, vinni að því að koma fótunum undir Skjá einn.
Formaöur útvarpsráDs
skoðar kaap í Skió eiaam
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs og
stjdrnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar hefur átt fundi
með Magnúsi Ragnarssyni framkvæmdastjóra Skjás eins og
fleirum um fjármögnun samkeppnisfyrirtækis Ríkisútvarpsins,
Skjás eins. Fullyrt er að Gunnlaugur Sævar hafi tekið þátt í að
leita að íjármagni víðar fyrir Skjá einn. Hann situr einnig í stjörn
Straums Fjárfestingabanka sem skoðar að koma að því að
fjárfesta í Skjá einum.
Heimildarmenn DV segja aö frést
hafi af Gunnlaugi Sævari Gunn-
laugssyni á fundi með Brynjólfi
Bjarnasyni forstjóra Símans og
Magnúsi Ragnarssyni framkvæmda-
stjóra Skjás eins skömmu áður en
tilkynnt var um kaup Símans á fjórð-
ungshlut í Skjá einum og á sýningar-
rétti á enska boltanum.
Magnús staðfestir að hafa átt
fundi með Gunnlaugi Sævari en vill
ekki upplýsa hvað þar fór fram:
„Allir fundir um þetta eru í eðli
sínu trúnaðarmál. Ég hef átt um
fjörutíu fundi um fjármögnun Skjás
eins með mjög mismunandi aðil-
um,“ segir Magnús við DV. „Trygg-
ingamiðstöðin er einn af þeim sem
koma hugsanlega inn í þetta," segir
hann, en tekur fram að Skjárinn sé
enn að leita að fjárfestum.
Spurður um það hvað honum
finnist um að formaður útvarpsráðs
taki þátt í fjármögnuninni segir
Magnús: „Ég hef aldrei hitt Gunn-
laug Sævar sem formann útvarps-
ráðs en ég hef hitt hann sem for-
mann stjórnar Tryggingamiðstöðv-
arinnar um hugsanlega aðkomu TM
að Skjá einum."
Á fundi með Brynjólfi og
Björgólfi
Heimildarmenn DV segja að sést
hafi til Gunnlaugs Sævars á tali við
Brynjólf fyrir utan skrifstofur Símans
í Ármúla þar sem einnig var við-
staddur Björgólfur Guðmundsson,
stjórnarformaður Landsbankans.
Björgólfur íjármagnaði hlut-
inn sem Gunnar Jóhann Birgis-
son, stjórnarformaður Skjás
eins, og Kristinn Geirsson, íyrr-
„Allir fundir um þetta
eru í eðli sínu trúnað-
armál. Ég hefátt um
fjörutíu fundi um fjár-
mögnun Skjás eins
með mjög mismun-
andi aðilum."
verandi framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins, voru skráðir fýrir í Skjá einum.
Björgólfur stóð á bakvið félagið
Mega ehf. sem átti 20
prósent í Skjá einum í
vor en sameinaðist
síðan Fjörni ehf. í
nafni eigenda hins
síðarnefnda.
Með kaupum
Símans losnaði um
þátttöku Björgólfs í
Skjá einum.
Leitaði til Finns
Til viðbótar við þetta er nefnt að
Gunnlaugur Sævar hafi leitað hóf-
anna hjá Finni Ingólfssyni, forstjóra
VÍS, um að fá fjármagn inn í Skjá
einn. í fyrravetur var búist við því að
VÍS eða S-hópurinn með Finn í far-
arbroddi kæmi inn í Norðurljós en
af því varð ekki.
Gunnlaugur Sævar var náinn
samstarfsmaður Brynjólfs Bjama-
sonar hjá Granda en Gunnlaugur
var framkvæmdastjóri Faxamjöls,
dótturfyrirtækis Granda. Þá eru þeir
báðir nákomnir Davíð Oddssyni,
formanni Sjálfstæðisflokksins.
Gunnlaugur Sævar hefur einnig
frá fornu fari tengsl við
Gunnar Jóhann Birgis-
son, stjórnarformann
Skjás eins.
fyrirtækisins tækju slíkar ákvarðanir.
Hann væri ekki hlutabréfamiðlari.
Markús Öm Antonsson útvarps-
stjóri segist ekki efast um ummæli
Gunnlaugs Sævars. „Ég sé síst
ástæðu til að rengja orð hans. Gunn-
laugur Sævar hefur sýnt drengskap
og heilindi í störfum sínum," segir
hann.
Markús segist ekki þekkja til þess
sem haft er eftir Magnúsi Ragnars-
syni um að hann hafi haldið fundi
með Gunnlaugi Sævari. „Ég þekki
ekki til þeirra hluta,“ segir hann, en
bendir á að það sé menntamálaráð-
herra sem taki afstöðu til þess ef eitt-
hvað þurfi að ræða stöðu for-
manns útvarpsráðs.
Gunnlaugur Sævar
hefúr verið formaður
útvarpsráðs fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Hann hefur ekki
haldið fund í
ráðinu í meira
en þrjá mán-
uði.
kgb@dv.is
Neitaði við
Bylgjuna fei
Ekki náðist í
Gunnlaug Sævar
í gær en hann lýsti
því yfir í Bylgjufrétt-
um í hádeginu í gær að
hann hefði ekki átt
neina aðkomu að
P| kaupum Símans í Skjá
\ einum. Hann sagði við
i ■ Bylgjuna að forstjóri Sím-
ans og stjórn
Magnús Ragnarsson Stað-
festir að hann hafi átt fundi
með Gunnlaugi Sævari en seg-
ir að þar hafi hann verið sem
fulltrúi Tryggingamiðstöðvar-
| innar, ekki Rikisútvarpsins.
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson Hefurset-
ið fundi með Skjd einum og
skoðar kaup í fyrirtækinu.
Tengdadóttirm fékk lánaðan bílmn
Stöðumælasektin
varð 42 þúsund krónur
„Ég þorði ekki annað en að
borga. Maður er svo hræddur við
þessa lögfræðinga," segir Sigur-
björg Axelsdóttir, 69 ára öryrki sem
ekur um á Renault Megane. Sigur-
björg lánaði tengdadóttur sinni bíl-
inn og hún lagði ólöglega á Akur-
eyri um miðjan júlí 2003. Um dag-
inn átti svo að klippa númerin af
bifreið Sigurbjargar því Almenna
lögþjónustan á Akureyri hélt því
fram að sektargreiðslan hefði aldrei
borist. öðru heldur tengdadóttirin
fram en lögfræðingunum á Akur-
eyri hafði tekist að koma 775 króna
stöðumælasekt upp í 42 þúsund
krónur.
„Ég reyndi að fá afslátt vegna
þess hve gömul ég er orðin en fékk
REIKNINGURINN
Höfuðstóll.. 775
Dráttarvextir. 105
Innheimtuþóknun.... 6.631
Greiðsluáskorun.... 6.225
Birtingarkostnaður.. 1.400
Vörslusviptingarbeiðni.... 6.225
Vörslusviptingarkostnaður... 8.000
Þingl.-ogstimpilgjöld.. 1.200
Uppboðsbeiðni.... 6.213
Kostn. vegna uppboðs... 3.500
Annar kostnaður.... 500
Vextir af kostnaði. 2.007
þvert nei frá lögfræðingnum," segir
Sigurbjörg. „Ég hefði getað gert svo
margt annað við þennan pening."
Stöðumælir Ekki
alltaf spurning um
klink.
Þögn um Hannes
Hafstein
Bæjar-
stjórn ísa-
fjarðarbæjar
hefur hætt
við að halda
málþing sem
boðað hafði
verið að hald-
ið yrði vegna
100 ára af-
mælis heima-
stjórnar. Frá þessu segir á bb.is.
Á málþinginu átti að fjalla um
skáldið Hannes Hafstein, Vest-
fjarðaár hans og heimastjómina.
Lokið er hátíðarhöldum sem
skipulögð vom í tilefiii afmælis
heimastjórnar. Á Vestfjörðum
hefur gustað um hátíðarhöldin
sem í fyrstu vom einungis ætluð
oddborgurum tengdum bæjar-
stjórn og Alþingi. I sumar reis
alþýðan upp og hélt sína eigin
hátíð sem var fjölsótt.