Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Útvarpsrefurá Fréttablaðið Kári Jónasson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðs- ins. Hann tekur til starfa 1. nóvember næstkomandi. Gunnar Smári Egils- son mun láta af störfum ritstjóra en verður áff am útgefandi Fréttar ehf. Kári var að vonum ánægður þegar DV hafði samband við hann og sagðist vera á leiðá Fréttablaðið að kynna sér aðstæður. Um 31 ár er síðan Kári var ráðinn til starfa á ff éttastofu Rfkisútvarpsins þar sem hann hefur starfað sem fréttastjóri undanfarin sautján ár. Lögga leitar strokumóður Rannsóknarlögreglan heim- sótti í gær afa og ömmu strokudrengsins Alberts Þórs Benediktssonar sem strauk af heimili fósturforeldra sinna fyrir tæpum tveimur vikum. Hanna Andrea Guð- mundsdóttir, blóðmóðir Alberts, segir lögregluna hafa óskað eftir því að taka af henni skýrslu vegna hugs- anlegrar ákæru um bams- rán. Hún telur fósturmóður drengsins undirbúa kæru á hennar hendur fyrir rán á barninu. Hanna Andrea hef- ur ieitað eftir aðstoð lög- fræðings í þeim tilgangi að endurheimta forræðið yfir drengnum. Fundi frestað fyrir bakara Bæjarstjórnar- fundi í Vestmanna- eyjum var í gær- kvöld frestað með skömmum fyrirvara til klukkan ellefu í gærkvöld til að Andrés Sigmunds- son bakari og bæjar- fulltrúi gæti mætt á fund- inn. Andrés var veðurteppt- ur í Reykjavík. Greiða átti atkvæði um umdeildar hugmyndir meirihluta bæj- arstjórnar en varamaður Andrésar, Guðríður Ásta Halldórsdóttir, er á annarri skoðun en hann og hefði fellt málið. „Þetta voru náttúruhamfarir í morgun og þess vegna þarf að taka tillit til þess,“ sagði Andrés áður en hann steig upp í Herjólf í gærkvöldi. „Meiri- hJutinn er sterkur, við keyr- um þetta áfram.“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, er kominn á kaf í hestamennsku og stefnir að því að nota þekkingu sína til að kynbæta íslenska hestinn. Skapa hið fullkomna hross. Hefur Kári komið sér upp aðstöðu hjá hestamannafélaginu Andvara í Garðabæ og er þegar orðinn umsvifamikill í hestamennskunni þó að hann hafi ekki byrjað fyrr en síðastliðið vor. í allt sumar hefur Kári sótt nám- skeið í reiðmennsku hjá færustu reiðkennurum landsins og er með fleiri en tvo í takinu í einu. Sýnist mönnum sem Kári ætli að koma sér upp einni öflugustu sveit gæðinga sem til eru á landinu með sérstaka áherslu á velættaðar merar. Ýtir það mjög undir grunsemdir annarra hestamanna um að Kári ætli sér í kynbætur af fullum þunga. Tekur allt með trompi Kári deilir aðstöðu með Hákoni Hákonarsyni, lækni hjá íslenskri erfðagreiningu, en Hákon á 30 hesta hús hjá Andvara og hefur stundað hestamennsku lengi. Hákon gegnir starfi „Vice President of Clinical Science" hjá fyrirtæki Kára: „Þetta verður f raun ekki óskylt því sem við erum að gera hjá /s- lenskri erfðagreiningy nema hvað að þarnáer \engin Persónuyernd." „Kári er vanur að taka það með trompi sem hann gerir. Það á líka við um hestamennskuna,“ segir Hákon sem nýtur þess að vera í slagtogi með Kára í hestamennskunni. Það sé í raun ævintýraleg reynsla. Kári hafi þegar fest kaup á nokkrum af bestu hestum landsins og er áætlað að verð þeirra hlaupi á tugum milljóna króna. Engin Persónuvernd Um kynbætur Kára á íslenska hestinum segir Hákon Hákonar- son: „Þetta verður í raun ekki óskylt því sem við erum að gera hjá ís- lenskri erfðagreiningu nema hvað að þarna er engin Persónuvernd," segir Hákon sem veit eins og er að möguleikarnir í kynbótum íslenska hestsins eru óþrjótandi ef kunnáttu- menn hald þar um tauma. Hákon segist efast um að Kári fari að kaupa stóðhesta tl undaneldis. Meira sé um vert að eiga góðar merar og kaupa sæði úr graðhestum eins og við á í hverju tilviki. Fjandvinir Gamall samstarfsmaður Kára og einn af stofiiendum íslenskrar erfða- greiningar, Emir Snorrason geðlækn- ir, sneri sér að hestamennsku og hrossarækt þegar leiðir þeirra Kára skildu fyrir margt löngu og Emir gekk út úr Islenskri erfðagreiningu með íúllar hendur fjár. Hefur Ernir náð verulegum árangri í kynbótum og beitir þar fyrir sig stóðhestinum Hugni með ágætum árangri. Reytur þeirra félaga gætu því mglast á ný á erfðafræðisviðinu áður en langt um h'ður þó að viðföngin séu nú hross en ekki fólk. Básarmr biða Þarna verður glæsihjörð Kára komið fyrir. Kári Stefánsson Byrjaði í hesta- mennsku í vor og hefursíðan notið leiðsagnar margra af I heistu reiðkennurum I landsins og keypt I nokkra dýrustu gxð- i inga landsins. L— Hesthús Kára Deilirhúsi með Hákoni Hákonarsyni lækni hjá Islenskri erfðagreiningu. Almenn kurteisi til sveita Almenn kurteisi og mannasiðir hafa náð óhemjuútbreiðslu hérlend- is að undanförnu. Fylgir það enda- lausum sjónvarpsþáttum og skyndi- bitasölum frá Ameríku. í þeim er fólk endalaust að óska hvort öðm allra heilla: Áttu góðan dag er eitt dæmið í íslenskri þýðingu. Þjónum öllum - elskum alla, er annað dæmi. Kurteisisvæðingin hefur þó ekki náð yfirhöndinni á öllu landinu. Það veit Svarthöfði sem oft skoðar sig um í sveitinni. í Skagafirði em menn þekktir í m Svarthöfði fyrir hrossaskít og hópsöng. Það er óbreytt frá því að Svarthöfði stakk út úr gripahúsum norðan heiða fyrir þremur áratugum. Þar em menn kallaðir menn og aumingjar aumingjar. Sauðárkrókur eru höfuðból Skagfirðinga. Þar er allt til alls; bensínstöð, byggðastofnun og ell- efu herbergja hótel. Og síðast en ekki síst er hægt að taka leigubíl á Hvernig hefur þú það? Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi hjá Landsvirkjun: „Ég hefþað bara ágætt hérna I London þar sem ég er í frli. Úti skín sól og það er brakandi bllða. Nákvæmlega þessa stundina er ég að skoða geisladiska I sérhæfðri verslun með óperutónlist og ekki ósennilegt að ég gangi út með eitthvað bitastætt. Hér sá ég einnig DVD-diska á aðeins fimm pund. Þar var að finna gamla eins og Beverly Hillberry's og Bonanza sem maður horfði á I Kanasjónvarpinu sem krakki. Það gaman að sjá þetta núna. Nógu gaman hafði maðurafþvíþá." Króknum. Ekki veitir af. í skagfirsk- um leigubílum eru skýrar reglur í gildi: Farþegar gubba ekki á bíl- stjórann og sofna ekki fyrr en þeir hafa greitt uppsett gjald samkvæmt mæli. Viðurlög eru ströng og því sjaldgæft að út af bregði. Og þá verður hvellur. Ungur piltur sem fékk reglu- bundið ógeð á frystihússvinnunni brá sér á dögunum á dansleik. Og þegar ballið var búið settist hann inn í leigubfi með stefnuna á heimili sitt þar innanbæjar. Vinnuvikan hafði verið frysti- hússdrengnum þung. Áður en leigu- bfllinn náði áfangastað lognaðist kappinn út af í aftursætinu og var alls ekki með á nótunum þegar kom að skuldadögum. Eftir að bflstjórinn hafði náð að berja meðvitund í stráksa skiptust þeir tveir drykklanga stund á högg- um og spörkum í haustnóttinni. „Farðu inn og hengdu þig!“ hrópaði leigubflstjórinn í kveðju- skyni að þessum unga viðskiptavini sínum þegar drengurinn skreið loks í áttina að útidymnum. Ekkert girlie-man á þeim bæn- um. Taxi! Svarthöfði Heimur íslenskrar hestamennsku titrar vegna frétta um að Kári Stefánsson sé kominn á fullt í sportið. Hefur Kári þegar keypt nokkrar af ættstærstu hryssum landsins og stefnir í áður óþekktar kynbætur á íslenska hestinum með sérfræði- þekkingu sína í erfðafræði að vopni. Kári í kynbætur með íslenska hestinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.