Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 29 Mamma Britney ver dóttursína Móðir Britney Spears er fokreið út í þá fjölmiðla sem segja dóttur hennar druslulega. „Mér finnst ég knúin til að koma nokkrum atriðum á hreint. Nokkrar myndir sem hafa birst af Britney sýna dóttur mína á mun verri hátt en raunin er. Á einni myndinni virðist hún vera hálfnakin en ég sá Britney þennan dag og hún var glæsileg. Ég skil ekki af hverju fjölmiðlar verða alltaf að velja verstu myndirnar. Ég veit að þetta skiptir Britney htlu máli en ég sem móðir hennar get ekki þagað lengur,“ sagði Lynne Spears á heimasíðu Britney. Leiður á Hollywood Kvikmyndastjaman Tom Hanks er orðinn hundleiður á Hollywood. Leikarinn segir að kvikmyndaborg- in framleiði ekki nægilega mikið af góðum kvik- myndum. „Ég er hundleiður á róm- antískum gaman- myndurn og öðr- um myndum þar sem góði gaurinn vinnur alltaf í lokin." Hanks segist sjá allar myndirnar og meira að segja þær bestu séu leið- inlegar. „Góði gaurinn er alltaf ofur góður og sá vondi ofboðslega vond- ur. Mig langar að sjá myndir sem fjalla um raunveruleikann og eru kaldhæðnar." Duffog Lohan hata hvor aðra Unglingsstjömumar Hillary Duff og Lindsay Lohan hafa verið að ríf- ast opinberlega upp á síðkastið. Lohan er brjáluð út í Duff þar sem hún er með fyrrverandi kærastan- um hennar, söngvaranum Aaron Carter. „Þetta er svo barnalegt hjá henni. Hún er búin að tala illa um mig við alla og það særir. Stundum finnst mér að ég hati hana en það er mjög ólikt mér því mér er vanalega ekki illla við neinn,“ sagði Duff. „Ég get sagt margar sögur af Lindsay en ég ætla ekkiað gera það. í rauninni vil ég bara að við séum vinkonur." Söngvarinn George Michael fann brjálaðan aðdáanda undir gólfinu í glæsivillu sinni. Konan hafði dvalið undir þiljunum í Qóra daga og beið eftir rétta tækifærinu til að gefa sig á tal við söngvarann. Söngvaranum George Michael brá heldur betur í brún þegar hann uppgötvaði að brjálaður aðdáandi hafði komið sér fyrir undir gólfinu í glæsivillu hans í London. Söngvar- inn var í sakleysi sínu að tala við vin sinn í símann þegar hann heyrði einhvern kalla nafn hans. Eftir að hafa leitað í húsinu sá hann sér til mikils hryllings að ókunnug kona hafði gert sig heimakomna undir gólfþiljunum í eldhúsinu hans. Poppstjarnan hringdi strax á lög- regluna sem fjarðlægði konuna eftir töluverð slagsmál en hún viður- kenndi að hafa verið undir gólfinu í f)óra daga og að hún hefði verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að gefa sig á tal við söngvarann. Nokkmm vikum síðar sást konan aftur í garði söngvarans. Aftur varð hann að hringja á lögregluna og hefur nú fengið nálgunarbann á hana. Söngvarinn viður- kenndi í viðtali við tímaritið GQ að hann hefði alvarlega hugsað um að svipta sig h'fi þegar móðir hans dó árið 1997. „Ef Kenny hefði ekki staðið við bakið á mér væri ég löngu dauður," sagði George. Kenny, kær- asti hans, fór ný- lega í meðferð að skipun George. Þeir hafa verið saman í átta ár en viðurkenna þó báðir að þeir stundi kynlíf með öðmm mönnum líka. „Við fömm ekki á stefnumót með neinum öðrum en ef okkur lang- ar í rúmið með einhverjum þá er ekkert sem stopp- ar okkur í því.“ George kom úr úr skápnum eftir að hafa verið gabbaður af lögreglu- mannií dulargervi. Söngvar- inn táldró manninn á kló- setti á skemmtistað en var dæmdur til að borga sekt og vinna í samfé- lagsþjónustu fyrir vikið. Hann hefur við- urkennt að hafa nærri sofið hjá Madonnu þegar hann var 23 ára en þá var hann enn inni í skápnum. „Mér fannst hún mjög sexí en þegar við vorum að byija varð ég hræddur." Playboy-kóngurinn “ kvlJ"“,“b yiðurkenndur meðal lærðra Playboy-kóngurinn Hugh Hefner var í vikunni heiðraður og gerður að fyrsta félaga f Erótíska safninu í Höll fræga fólksins í Hollywood. Við athöfnina var Hefner sagður vera „eitt af sterk- ustu öflunum í kynferðismálum á síðustu öld“. Hugh Hefner var að vonum ánægður með þennan heiður og gaf safninu nokkra muni sem grínistinn Bill Maher afhjúpaði við hátíðlega athöfn í vikunni. „Þeir fengu náttföt af mér, inni- skó, pípu og kanínubúning," sagði Hefner. „Svo fengu þeir líka glæsilegt olíumálverk sem mun Hugh og kanfnurnar Playboy-kóngurinn með nokkrum leikfélögum sínum. hafa verið málað í Rússlandi." Hefner segir Erótíska safnið nálgast kynferðismálefni og nekt á fræðilegu nótunum. „Þetta er gert mjög glæsilega, en af því að viðfangsefnið er kyn- líf mun þetta auðvitað valda usla. Það segir heilmikið um okkur mannfólkið en styður þá hugmynd að safn sem tekur kynferðismál alvarlega er góð hugmynd." Hugh Hefner Áratugastarf hans loks virt affræðasamfélaginu. Stjörnuspá Smári Jósepsson gítarleikari er 28 ára í dag. „Frelsistilfinning birtist og hægur og stöðugur vöxtur að sama skapi. Reyndar hættir honum til þröngsýni og ætti jað huga beturað því ef hann vill upplifa sínar innstu þrár. Lífstala hans (4) segir til um að honum er j eðlislægt að sýna kær- lleika í verki," segir í (stjörnuspá hans. Smári Jósepsson W Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.) VV -------------------------------- Þú nýtur þín vel þar sem þú finnur fyrir frelsi og enginn er til að ráðskast með þig og ættir þú ekki að hika við að leitast við að efla getu þína því stjarna vatnsberans segir þig vera manneskju yfir meðallagi. X Fiskarnir (19. febr.-20. mars) Ákveðni stjörnu þinnar er mjög mikil nú. Þú hefur einstaka ein- beitingarhæfileika og þú hættir aldrei í miðri keppni um eitthvað sem skiptir þig sannarlega miklu máli. Stefna þín er reyndar þrjóskukennd, en þú getur lag- að aðferðir þínar að aðstæðum á ör- skömmum tíma. Hrúturinn (21. mars-19. aprii) Ekki dæma aðra of fljótt. Reyndu að forðast það. T ö Nautið (20.aprll-20.mal) n Reglufast líf á vel við þig þar sem öryggi og staðfesta lýsa líðan þinni. Ekki gefa þig röngu fólki sem hef- ur ekkert að gefa þér í staðinn þegar að tilfinningum þínum kemur. Tvíburarnirp; .mai-21.júní) Gleymdu ekki áherslum þínum og hver sannur kjarni góðra samskipta er en hér kemur einnig fram að þú ættir að einbeita þér að því að tileinka þér að bjóða ást í stað eignarhalds. KrMm(22.júni-22.júii) o . -------------------------------- Þú ert minnt/-ur á að leyfa veraldlegum hlutum ekki að tefja fyrir þér ef þú tilheyrir stjörnu krabbans. Ljónið (23.júll-22. ágúst) Gættu þess vel sem þér er trú- að fyrir og ræktaðu vináttuna við vini þína. Ekki hika við að nýta eiginleika þína þegar um málstað sem þú trúir sannarlega á er að ræða. Þú ert fær um að gera kraftaverk með þinni óhemju- legu orku. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Þú ert sannarlega fær um að gefa náunganum góð ráð en hér koma sérkenni þín fram af einhverjum ástæð- um og jafnvel til að minna þig á hvað þú ert sterk/-ur. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Hættu að þóknast öðrum. Þú ættir að læra að ákveða þig og standa fast á þínu um þessar mundir sér í lagi. Það kemur einnig fram að þú ættir að venja þig á að greina á milli stærri og minni ákvarðana. Ekki hika við að segja nei ef hjarta þitt kýs að gera slíkt HL Sporðdrekinn t24.okt.-21.n0v.) Ef þú ert í sambandi sem eflir þig ekki og leyfir þér ekki að blómstra sem einstaklingur ættir þú að hreinsa loftið og snúa þér að mikilvægari mál- um sem snúa að þér alfarið. Notaðu styrk þinn og losaðu um óttann við að glata sjálfstæði þínu sem fyrst. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Ekki ýta hugmyndum (þrám og draumum) þínum frá þér því þá lok- ar þú dyrunum að þeim. Stígðu dans- inn óhrædd/-ur því hér rætast draumar þínir svo sannarlega. Einnig ættir þú að nota mun betur glöggskyggni þína til að forðast efa eða jafnvel reiði sem virðist einkenna líðan þína um þessar mundir. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Leitaðu betur innra með þér ef þú stendur frammi fyrir vali eða ákvörðun og fýrir alla muni skaltu setja þér háleitari markmið. Haltu fast í barn- ið innra með þér því barnslegt eðli þitt auðveldar þér leiðina að því sem þú leitast við að upplifa. SPÁMAÐUR.IS t 'y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.