Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 10
J 0 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV SvanhildurHólm Valsdóttirer sögð vera laus við tepruskap og taka lífið mátulega alvarlega. Hún er eldklár, fljót að hugsa, ákveðin og rökföst. Svanhildur forðast jafnframt að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér. Hún er harð- mælt á norðlenska vísu og stutter i beturvitrunginn. Ákveðni hennarmá einnig kalla frekju. *Svanhildur er frek en á hennar máli heitirþað sjálfsagt að vera ákveðin. Hún veitmeira en margur og er dugleg með ein- dæmum. Skapið fer upp og niður, hún getur verið jafn glaðleg og hún getur veriö fúl. Hún er sam- viskusöm og getur sagt fyndnar sögur afsjálfri sér. Einu sinni var ég í fúll út í hana i þrjá mánuði. Það var heldur leiöinlegur tími." Björn Þór Sigbjörnsson, blaðamaður og fyrrverandi útvarpsmaður á Rás 2. “Svanhildur er fyrir það fyrsta eldklár og afar fljót að setja sig inn í hluti. Þá á hún til að vera rökfast- ari en andskotinn, en stundum erþað reyndar galli. Hún vill hafa skemmtilegt I kringum sig og tekur lífið mátu- lega hátíðlega. Svanhildur býður vinum sínum hiklaust aðstoð sína efþeir eiga erfitt. Hún er laus við að vera tepra sem er mikill kostur og reyndar bráðnauðsyn- legt efhún ætlar að tóra eitthvað með honum Loga. Hún eryfir- náttúrulega óstundvis og ég efast um að hún kunni á klukku. Hún viðurkennir helst ekki að húnhafi nokkurn tíma rangt fyrir sér, enda gjarnan stutt í besservisserinn. Þá talar hún með norðlenskum framburði og verður stundum svo harðmælt að það þarfað kalla á túlk. Tónlistarsmekkur Svanhildar er svo sorglega vonlaus að hún fær félagslega aðstoð frá hinu opinbera, enda engin von um bata." Sigmar Guðmundsson, umsjónarmaður Kastljóssins. "Svanhildur er rosalega klár, hugmyndarík og ákveðin. Hún er kona sem á eftir aðná enn lengra en hún hefur þegar gert. Húmorinn hennar er oftast frá- bæren stundum eru fimmaura- brandararnir helst til ofmargir." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra. Svanhildur Hólm Valsdóttir er fædd þann 11. október 1977 og er í sambúð með Loga Berg- manni Eiðssyni sjónvarpsmanni. Hún erstúd- ent frá MA 1994. Hún átti sæti i borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins 1998 til2002. Starfar hjá Ríkisútvarpinu fer á Stöð 2 umáramótin. Gestir á Hótel Skaftafelli vöknuðu upp við vondan draum í gærmorgun þegar þak- ið sviptist af einn svefnálmunni. Vindstyrkurinn mældist 56 metrar á sekúndu í mestu hviðunum sem slagar hátt í afl ívans grimma sem hefur orðið mönnum að fjörtjóni úti í heimi og skilið eftir sig slóð eyðileggingar. Óveðrið í fyrrinótt olli miklu tjóni á Hótel Skaftafelli þar sem þak fauk af einni álmunni. Spýtnabrak og glerbrot þeyttust um allt og mesta mildi þykir að fimmtíu gestir auk starfsfólks skyldu sleppa ómeiddir. Byggingafulltrúinn á Höfn í Homafirði, Hákon Valdimarsson, seg- ist munu kanna hvað fór úrskeiðis þegar þakið fauk af viðbyggingu Hót- els Skaftafells í gærmorgun. Slík skoð- un sé venju samkvæmt. „Við höfum farið yfir allar teikning- ar af hótelinu og vitum ekki betur en að þama hafi öllum reglum verið fylgt. Það er samt sjálfsagt að skoða þetta og sjá hvort eitthvað megi betur fara," segir Hákon, sem er í orlofi þessa dag- Gestirnir tóku ósköpunum vel Starfsmenn hótelsins vom flestir á fótum í alla fyrrinótt. Það em engar ýkjur að segja að hótelgestir, sem vom um fimmú'u talsins, hafi vaknað upp við vondan draum. Þakið sviptist af einni svefnálmunni og glerbrot og spýtnabrak fauk í allar áttir. Að sögn hótelstjórans, Önnu Maríu Ragnarsdóttur, tóku gestir þessum óþægindum ótrúlega vel. Björgunar- sveit kom á staðinn og flutfi gestina í þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. . Man ekki eftir öðru eins Mitt fólk hefur staðið sig ótrúlega vel og ekki bilbug á neinum að finna. Þetta fólk hefur aldrei í h'finu upplifað annað eins veður og finnst þetta að mörgu leyti ævintýraleg upphfun," segir Ragnhildur Sigurðardóttir farar- stjóri en hún gisti á Hótel Skaftafelli ásamt 18 manna hópi frá Kanada. Hún segir flesta ferðamennina hafa náð að festa svefii enda hafi veðrið ekki orðið verulega vont fyrr en undir morgun. „Ég man sjálf ekki effir öðrum eins veðurham," segir Ragnhildur. Horfðu á Vesturfarana Björgunarsveittr fluttu alla hótel- óveðrið gengið yfir Ekki verður flaggað á Hótel Skaftafelli á næst- unni - flaggstangirn ar eru gjörónýtar. Ferðalangar Gestir á Hótel Skaftafelli báru sig vel þrátt fyrir óvæntar hremmingar. mm ura ra.a gestina í þjónustumiðstöðina í Skafta- felli í gærmorgun. Þar væsti ekki um fólkið. „Það em allir búnir að fá súpu og kaffi. Svo er fólkið að horfa á heimilda- mynd um Vesturfarana þannig að við nýtum tímann eins og kostur er,“ sagði Ragnhildur. Ráðgert var að kanadíski hópurinn gisti á Kirkjubæjarklaustti í nótt og héldi af landi brott í dag. Opna sem fyrst aftur Tjónið á Hótel Skaftafelli er gríðar- legt og hleypur að sögn Önnu Maríu Ragnarsdóttir, eiganda, á milljónum. Hún sagði næstu daga fara í að hreinsa upp glerbrot og fjarlægja spýtoabrak. „Þakið fór af einni álmunni hjá okkur og salurinn okkar á efri hæð er illa farinn. Hversu mikið tjónið er á eft- ir að koma í ljós en víst er að það er töluvert," segir Anna. Hótelið verður lokað í dag og ein- hverja næstu daga en Anna vonast til að geta opnað sem fyrst. „Við opnum ekki fyrr en við höfum lokið hreinsun og tryggt umhverfi hótelsins." arndis@dv.is Þakið farið Eins og sést á myndinni fauk þakið afíheilu lagi. Mildi þykir að þeir sem sváfu I álmunni skyldu ekkislasast. Eign Halldórs Ásgrímssonar í Skinney-Þinganesi Miðað var við smáskammtasölu Gunnar Ásgeirsson stjórnarfor- maður Skinneyjar-Þinganess hf. vill ekki gefa neinar upplýsingar um eignaraðild í fyrirtækinu en eign Halldórs myndaðist þegar móðir hans lést síðasta sumar. Dánarbúi hennar verður skipt upp milli Halldórs og fjögurra systkina hans. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar um eignarhlut Halldórs en áætlað var í blaðinu að hann sé um 8 prósent. Halldórs Ásgríms- sonar 1 forsætis Flaggskipið Glæsifleyið Ásgrimur Halldórsson er eitt þeirra skipa sem Skeinney-Þinganes gerir út. * J V* Halldór Ásgrfmsson Á góða eign iSkinney. Þar er þó gengið út frá því að hlutur systkinana sé jafn. í umfjöllun DV um eignarhlut Halldórs í fyrirtækinu var lagður til grundvallar kvóti Skinneyjar-Þinga- ness. Mesta eign fýrirtækisins er kvótinn. Mismunandi aðferðir má beita til að meta verðmæti hans. í DV í gær var miðað við markaðsverð á kvóta sem myndast við sölu á einstökum tonnum sem getur verið allt annað en það verð sem fengist fyrir sölu miklu magni á einu bretti. Miðað var við að kvótinn væri seldur í smáskömmtun. Verðmæti á fyrir- tækjum er sveiflukennt og því erfitt að áætla rétta tölu í þeim efnum. Verðmæti eignarhlutsins ræðst af því hvenær er selt og hvernig. Það er því erfitt að meta raunvirði eignar Halldórs í Skinney-Þinganes og engin ein niðurstaða rétt — nema þá við hreina og klára sölu. Verkfalli mótmælt Samtökin Heimih og skóli standa fýrir mótmælastöðu í dag klukkan 12 á Austurvelli þar sem yfirvofandi kennaraverkfalli verð- ur harðlega mótmælt. „Mætum öll með mótmælaspjöld og gætum hagsmuna bamanna okkar!" segir í tilkynningu ffá samtökunum. Anna María Proppé, ffam- kvæmdastjóri Heimili og Skóla, tekur þór fram að ekki sé verið að mótmæla verkfallsrétti kennara. „Við viljum bara að það komi ttl sátta og tökum enga afstöðu í deil- unni," segir Anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.