Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Enn mannfall vegna ívans fvan grimmi óð yflr suð- urríki Bandaríkjanna í gær og varð að minnsta kosti átta manns að bana. Áður hafði fellibylurinn valdið gríðarlegum usla á Karíba- hafi og orðið að minnsta kosti sextíu manns að fjör- tjóni. Veðurfræðingar sögðu ívan enn kraftmikinn og hugsanlegt að hann ætti eftir að eflast enn frekar. Talið var að ívan myndi fara yflr Georgíu, Tenn- essee og Karólínu. fvan er einn sterkasti fellibylur sem geisað hefur um árabil. Vindstyrkurinn hefur farið langt yfir 60 metra á sek- úndu í verstu hviðunum. Vatn bjargi Vestfjörðum Árni Johnsen, at- vinnuráðgjafi í Vest- urbyggð, telur að huga beri að stórút- flutningi á vatni frá Vestfjörðum. Frétta- vefurinn bb.is segir frá þessu og vitnar í skýrslu sem Árni sendi sveitarstjórnum Vest- urbyggðar og Tálknafjarð- arhrepps. Tillaga Árna er undir einkunnarorðunum „Vestfirskt vatn fyrir þyrst- an heim". Hann segir ferskvatnið eina helstu auðlind Vestfirðinga. Eins og DV hefur greint frá er lagt til í skýrslunni að reist verði yfir 20 metra háhýsi við Flókalund í Vatnsfirði til að laða að ferðamenn. Samdráttur á Djúpavogi Forsvarsmenn Djúpa- vogshrepps hafa ákveðið að hvorki verði starfrækt félagsmiðstöð fyrir ung- linga né verði haldið úti félagsstarfi fyrir aldraða í hreppnum. Ástæðan er 5 prósent niðurskurður á fjárframlögum til stofnana hreppsins sem oddviti seg- ir að sé vegna tekjumissis sem sveitarfélagið varð fyrir í kjölfar lokunar fiski- mjölsverksmiðju í bænum og skerts framlags frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga. Grunnskólakennarar eiga 900 milljónir í verkfallssjóði. Þeir þurfa að greiða stað- greiðsluskatt af greiðslum úr sjóðnum eftir að reglugerð fj ármálaráðuneytis var gefin út fyrir tveimur árum. Fátt bendir til annars en verkfall hefjist næsta mánu- dag. Margir kennarar óttast um afkomu sína dragist verkfallið á langinn. Kennarar óttast um alkomu í verkfalli Launþegar sem neyta verkfallsréttar síns þurfa að greiða stað- greiðslu af greiðslum úr verkfallsssjóðum sínum þrátt fyrir að hafa greitt skatta af greiðslum til sjóðsins milli verkfalla. Kennari í fullu starfi má reikna með að fá um 90 þúsund krónur í heild- arlaun fyrir mánuðinn meðan á verkfalli stendur. Það er minna en helmingur meðaltekna kennara. „Við eigum 900 milljónir í verk- faJlssjóði," segir Ámi Heimir Jónsson, stjórnarmaður í verkfallssjóði kenn- ara. „Greiðslur úr sjóðnum fara eftir því hvort mn er að ræða fólk í fullu eða hálfu starfi. Þannig fær kennari sem er í heilu starfi 3000 krónur á dag, alla daga, meðan verkfailið varir og þeir sem em í hálfú starfi 1500 krónur fyrir sama tíma.“ Samkvæmt þessu fengi því kennari í fullu starfi í kringum 90 þúsund krónur á mánuði greiddar úr verk- fallssjóði. Þar með er ekki öll sagan sögð. Tvísköttun á verkfallssjóðinn „Munurinn á verkfallinu nú og síð- ast liggur auðvitað í því að nú þurfa menn að greiða staðgreiðslu af greiðslum úr verkfallssjóði sem ekki þurfti áður,“ segirÁmi. Sú breyting varð á fyrir um tveim- ur ámm þegar fjármálaráöherra gaf út reglugerð sem gerir ráð fyrir að stað- greiðsluskattar séu greiddir af verk- fallslaunum. Þetta firmst mörgum kennurum ansi blóðugt enda rýrir þetta tekjur í verkfalli talsvert auk þess sem kennar- ar benda á að með þessu sé verið að tvískatta þá sem neyta verkfallsréttar síns því greiðslur kennara í sjóðinn séu skattlagðar ásamt launum. Margir kennarar hafa enda áhyggj- ur af því að ef til langs verkfalls komi gæti afkoma þeirra skaðast mjög því Munurinn á verkfall- inu nú og siðast ligg- ur auðvitað í því að nú þurfa menn að greiða staðgreiðslu afgreiðslum úr verk~ fallssjúði sem ekki þurfti áður. að þeir, rétt eins og aðrir með háa greiðslubyrði, geti átt erfitt með að ná endum saman þegar innkoma skerð- ist um helming. Fjögur þúsund í verkfall Samkvæmt upplýsingum ffá Kennarasambandinu eru meðal- laun kennara 210 til 215 þúsund á mánuði. Því er eðlilega um mikinn bakslag að ræða ef til langs verkfalls kemur. Þess ber einnig að geta að þær 3000’ krónur, sem ákveðið hefur verið að jr greiða á dag, er upphæð sem líklegast mun lækka ef til langs verkfalls kemur. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu munu í kringum 4000 kenn- arar og skólastjórar leggja niður vinnu vegna verkfalls- ins á mánudag. Enn ber mikið í milli kennara og viðsemjenda. Lfkur eru því á að til boðaðs verkfalls komi á mánudag. helgi@dv.is Nemendur í tíunda bekk styðja kennara í launabaráttunni en vilja fá að halda sínu striki Við viljum stutt verkfall „Mér líst ekkert sérstaklega vel á það, enda kemur það illa niður á námi okkar sem erum í 10. bekk,“ sagði Gabríel Markan Guðmundsson, nemi í Hagaskóla, um yfirvofandi kennara- verkfall. DVheimsótti nemendur 10. bekkj- ar í Hagaskóla og innti þá álits á fyrir- hugðuðu verkfalli og vinnudeilunni. „Mér finnst að báðir aðilar eigi að reyna að koma til móts við hvorn ann- an, það er ekki hægt að fara fram með eintómri frekju, þótt ég skilji vel kröf- ur kennara um hærri laun. Mér fannst menn líka fara svolítið seint af stað með viðræðurnar eftir að samningar urðu lausir," segir Gabríel og varpar fr am þeirri hugmynd hvort ekki sé ráð að bæta við einum aðila í viðbót í hóp viðsemjenda - fulltrúa nemenda: MBBBSSM Nadine, Fía og Elsa Ætla að reyna að vinna i verk- fallinu-eftekst aðfá vinnu. Segja kennara ekki reikna með því við kennslu að til verkfalls komi. „Ég held að þeir hefðu nú bara gott af því,“ segir Gabríel og tekur fram að í dag sé ekki gert ráð fyrir því í plönum skólans að til verkfalls komi. Gabríel ,Nú liggurmikiö á," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands.„Þjóð- arbókhlaðan ernú opin skemur vegna þess að peningurinn sem á að fara í þann kostnað sem helgar- og kvöldopnanir bókhlöðunnar kosta er ekki til. Það tók tuttugu og fimm ár að byggja Þjóðarbókhlöð- una og það er einkennilegt að ekki sé vilji til að styrkja aðgang að þessu skemmtilega húsi." segist hafa áhyggjur af því að verkfall teygist á langinn. „Ef verkfallið verður langt og verður farið að hafa mikil áhrif á undirbúning samræmdra loka- prófa hjá okkur verða kennarar að koma til móts við okkur rétt eins og við þurfum nú ef til verkfalls kemur." Nadine Yaghi, Fía Ólafsdóttir og Elsa Gunnarsdóttir segja hug sinn til verkfallsins blendinn. „Ef verkfallið verður stutt verður Gabríel Markan Segistskilja kennara en vill að menn sýni sanngirni og veitir upp þeirri hugmynd hvort ekki sé rétt að nem- endur hafi fulltrúa i hópi viðsemjenda. letta allt í lagi en ef það verður langt verður það verra fyrir okkur," segir Fía. Hún telur það sjáfsagða skyldu kennara ef verkfallið verði langt að tryggja aukakennslu við undirbúning samræmdra prófa. Stelpumar segja málið hafa verið rætt í kennslustofum. Allar hafi þær lýst yfir stuðningi við kennarana sína. Óvíst sé hvað taki við á mánudag verði verkfallið samþykkt. Ein ætlar að fara að vinna. Hinar segjast skoða þann möguleika ef verkfallið dregst á lang- inn. „Við ætlum allar í framhaldsskóla og emm harðákveðnar í því svo ég hef nú ekki áhyggjur af því hjá okk- ur,“ segir Elsa aðspurð hvort þær telji meiri hættu á því að jafnaldrar þeirra hverfi úr námi ef verkfall verður langt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.