Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Side 4
4 MÁNUDACUR 20. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Idol-æði á Egilsstöðum Gríðar stemning mun hafa verið á Hótel Héraði í gær þar sem Idol-Stjörnu- leitin var með áheyrnar- prufur fyrir Austlendinga. Að því er segir á heimasíðu Austur-Héraðs voru um 40 þátttakendur víðs vegar að af Austurlandi skráðir til keppni. Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt á meðal krakkanna þar sem þau biðu eftir að fá að syngja fyrir dómnefndina. Velta heimamenn því nú fyrir sér hvort næsta Idol stjarna, sem krýnd verður í mars, verði frá Austurlandi. Þjófurinn komst út um bakdyrnar Brotist var inn í íbúð- arhús í Austurgerði í vest- urbæ Kópavogs í gærdag, þegar heimilisfólkið brá sér fr á í nokkrar mínútur. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu með sér fartölvu. Að sögn lögregl- unnar í Kópavogi varð heimilisfólkið vart við þrusk inni í íbúðinni er það kom til baka og er greinilegt að komið var að þjófnum í miðjum klíðum en hann náði að komast undan út um bakdyrnar. Mikill þungi í mönnum Eiríkur Jónsson formað- ur Kennarasambandsins segir mikinn þunga vera í samningaviðræðum um kjör kennara. „Þegar 90% félagsmanna styðja aðgerð- ir sem þessar segir það sig sjálft að mikill þungi er í þessu. Við erum tilbúnir að vera í verkfalli þangað til það semst. Það verður samt hver og einn að svara hversu lengi menn eru til- búnir að vera í verkfallinu,“ segir Eiríkur. Áður en blað- ið fór í prentun í gær sagði Eiríkur að kraftaverkin gætu gerst en meiri líkur en minni væm á því að verk- fallið myndi skella á. Andrés Már Heiðarsson, grunnskólakennari og körfuknattleiksmaður, hefur verið kærður fyrir að beita sex unglingsstúlkur kynferðislegri áreitni. Þrjár þeirra eru fyrrum nemendur Andrésar við grunnskólann á Stykkishólmi. Andrés sagði upp störfum eftir að rannsókn á honum hófst. Stúlkurnar segja Andrés hafa sent þeim ósiðleg SMS-skilaboð á nóttunni og í kennslustundum. Ríkissaksóknari rannsakar málið. Grunnskólakennari kærður typir kynferhislega áreitni Þrjár stúlkur úr grunnskólanum á Stykkishólmi tilkynntu skóla- yfirvöldum að Andrés Már Heiðarsson, kennari þeirra og körfuknattleiksmaður, hefði beitt þær kynferðislegri áreitni. Skólinn gerði barnaverndaryfirvöldum viðvart. Þrjár stúlkur úr framhaldsskólanum á Grundarfirði bættust svo við og báru Andrési sömu söguna. Ríkissaksóknarinn rannsakar nú málið en Andrés hefur hætt störfum við skólann. Sjálfur segist hann vera saklaust fórnarlamb. „Ég get staðfest að þetta mál barst til okkar," segir Þorsteinn Jóns- son hjá lögreglunni á Stykkishólmi. „Ríkissaksóknari hefúr hins vegar forræði í málum sem þessum og mun taka ákvörðun um hvort það verði ákært.“ Dónaskilaboð að nóttu til Stúlkurnar sex segja Andrés hafa sent þeim ósiðleg SMS-smáskilaboð á nóttunni og jafnvel í tímum. Andrés var íþróttakennari við grunnskólann á Stykkishólmi en kenndi jafnframt önnur fög eins og Samfélagsfræði. Stúlkumar þrjár úr grunnskólanum sóttu allar tíma hjá Andrési en hinar þrjár stunda nám við ffamhaldsskólann á Grundafirði. „Þetta er með því erfiðasta sem menn takast á við í skólastarfi," segir Gunnar Svanlaugsson, skóla- stjóri í gmnnskólanum á Stykkis- hólmi. „Við fengum málið á okkar borð og tilkynntum bamaverndar- yfirvöldum. Það er eðlilegur gangur ef eitthvað svona kemur upp.“ Reiðir foreldrar DV hafði samband við foreldra tveggja stúlknanna sem vildu sem minnst tjá sig um málið fyrr en ríkis- saksóknari ákveður hvort Andrés verður ákærður eður ei. Andrés er fastamaður í körfuknattleiksliði Snæfells og hefur hann spilað með liðinu þrátt fyrir að opinber rannsókn á honum standi yfur. „Stúlkurnar eru flestar í félaginu og þurfa að horfa framan í þennan mann oftiviku," Ásgeir Guðmundsson, faðir einnar stúlkunnar úr grunns- skólanum, vildi koma því á framfæri að foreldnmum fyndist óviðeigandi að íþróttafélagið hefði ekki vikið Andrési úr liðinu meðan rannsókn fer fram á gjörðum hans sem grunn- skólakennara. „Við höfum farið fram á að honum verði vísað úr félaginu meðan á rannsókn stendur," segir Ásgeir. „Stúlkurnar em flestar í félaginu og þurfa að horfa framan í þennan mann oft í viku.“ Heilsaði stúlkunum í sjopp- um Búist er við að ríkissaksóknari skih af sér úrskurði í lok vikunnar. í samtali við DV sagðist Andrés vera saklaust fórnarlamb í þessu máli. Hann hafi þekkt þessar stelp- ur, bæði sem kennari þeirra og svo hafi þær þrifið hjá honum öðm hverju. „Maður heilsaði þessum krökk- um í sjoppum og annað slíkt," segir Andrés. „Nú er bara að bíða og sjá hvort verði ákært eða ekki. Ég ætla alla vega ekki að flýja úr bænum eða láta þetta fara illa með mig.“ simon&dv.is Læknamafían og elíta sjúklinga m Svarthöfði S j Ú K. R A H U S REY ICJ AV í KU F Slysadeild j*Emer GöngudeiIdir Hei|sugæsiustö 51 i uTTTr saukann. Svo Svarthöfði beið í vikr Svarthöfða hefur lengi verið í nöp við lækna. Af þeirri einföldu ástæðu að það er enginn læknir í fjölskyldunni. En Svarthöfði á vin sem er frændi læknis og hefur því fyrir löngu komist að því að það er til elíta sjúklinga á íslandi. Fólkið sem þekkir lækna. Það finnur til minnsta höfuðverks og hringir bara í lækninn sem er í ættinni. Fer auðvitað framfyrir allar raðir og fær eðalþjónustu. Svarthöfði þurfti hinsvegar að láta spúsu sína, Svart- höfðu, taka úr sér saumana eftir síðasta fyllirí. Stigarnir niður í þvottahús (þar sem bjórkassinn er geymdur) urðu Svarthöfða að falli. En sjúkrahúsið var svo dýrt að Svarthöfði kippir sér ekki lengur upp við hina óréttlátu skattlagn- ingu ríkisins á áfengi. Hún er ekkert miðað við skattlagninguna á þá sem verða fýrir óhappi. Eflaust er þetta bara afbrýðisemi í Svarthöfða. Að vera ekki sjálfur hluti af læknamafíu íslands og þurfa ávallt að fara aftast í röðina. En það Jilýtur samt að fyrirgefast þegar koma á sjúkrahús er orðin svo dýr að Svarthöfði hefur ekki efrii á sínum vikulega bjórkassa. Og þeir sem hafa látíð ómennt- aða eiginkonu í faginu taka úr sér saumana vita um hvað Svarthöfði er að tala. Verst er þegar það fer að grafa. Þá þarf nefnilega að kaupa pensilín en Svarthöfði hafði hvorki efni á því né bjór til að deyfa sár- meðan brauðið myglaði og smurði svo með smjerlíki og setti malakoff og tróð þessu í sig í nokkra daga. Virkaði auðvitað eins og besta pensilín en frekar hefði Svarthöfði viljað eiga frænda sem væri læknir. Það ættu allir að eiga frænda sem er læknir. Svarthöfði Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara svakalega fínt/'segir Ragnheiður Clausen fyrrverandi sjónvarpsþula og kynþokkafyllsta kona landsins til margra ára. Ragnheiður vill ekkert gefa upp um það hvort hún sé ástfangin en segist vera hamingjusöm við það sem hún er að fást við þessa dagana.„Ég er í Háskóla íslands í bókmenntafræði og þaö er mjög gaman, “ segir hörkutólið Ragnheiður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.