Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Side 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 9 Hreiðar Aðalsteinsson Kattakonan segir hann hafa rústað öllu á heimili hennar ogkon ið afstað atburðarás sem varð til þess að hun missti allt sem henni þykir vænt um. BMtoaZfiM „Húsbílnum skilaði ég til Einars Thoroddsen vegna þess að ég hafði engan frið. Fólk var að kikja á glugg- ana og áreita okkur." £ " Missti börnin á grundvelli myndanna Barnaverndarnefnd tók börnin á grundvelli þess að myndirnar sýndu hvernig heimilið væri. Guðrún neitar og segir Hreiðar hafa gegnið berseksgang innandyra til að geta komið sér út úr húsi sem ekki er múshelt og illa byggt. ■ Hluti kattana í Kattholti Guð rún segir mink hafa komist ikett ina og drepið kettlingana. _ Minkur komst í kettina Eins og fram hefur komið fékk Guðrún kettina afhenta aftur og hún segist hafa auglýst þá í DV, margir hafi hringt og hún farið til Reykjavík- ur á húsbílnum með alla kettina til að afhenda þá sem hún kom út. Suma seldi hún aðra gaf hún. Rest- ina fór hún með að Stekk og skildi þá eftir fyrir utan þar sem þeir gátu haft skjólíbílnum. „Ég skildi eftir nægan mat og fyr- ir þá og iækur var rétt fyrir neðan húsið. Það var hásumar og það fór ekki illa um þá. Ég veit að það var minkur þarna í kring og ég held að hann hafi komist í þá. Það hafði gerst áður. Ætlunin var að hafa þá þar, þar til ég fengi nýtt húsnæði. Áður en ég gat náð í þá aftur þá var Hreiðar búin að hringja á lögregl- una,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar átt hún ekki annars úrkosti en geyma kettina í bílnum. Hún viU meina að þar hafi farið vel um þá, þeir leikið sér og aflt verið í lagi. Sjálf var hún með börnin og hundana í sveitinni hjá vinafólki. Börnin tekin nauðug Guðrún segist skömmu síðar hafa verið á leið til Reykavíkur þegar lögreglan hafi stöðvað ferð hennar í Mosfellsbæ. Tekið af henni hundana og kallað á barnaverndaryfirvöld sem hafi svipt hana börnunum. Það hafi verið gert á grundvelli ljós- mynda sem lögreglan tók á Stekk af heimilinu í byrjun júh'. „Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að þar hefur einhver komið og rutt öllu úr hilium, og farið hamförum í að láta h'ta út sem allra verst. Börnin mín hafa vitnað um að þannig höfðum við ekki skihð það eftir,“ segir Guðrún sem stóð ein eftir, heimilislaus, vina- laus og allslaus. Hún segir alla vini þeirra og ættingja hafa snúið við þeim baki eftir umfjöllun um þau í fjöl- miðlum. „Við vorum búin að fá leigt hús í sveitinni þar sem við vorum í heyskap og ætluðum að flytja þang- að. Það varð ekkert af því eftir þetta,“ segir hún. Grætur hlutskipti sitt Ljóst er að Guðrún hefur átt mjög erfitt. Hún er klökk og fellir tár á meðan hún rifjar upp atburðarásina síðustu tvo mánuði. Hún neitar al- farið að hafa nokkru sinni farið illa með dýr. Hestana sem hún var ákærð fyrir að svelta hafi hún vissu- lega átt en hún hafi treyst öðrum til að sjá um þá. „Ég var eigandi og þess vegna fékk ég dóm. Það sannaðist fyrir rétti að ég gat ekki vitað að illa var hugs- að um hestana. Ég elska dýr og mun alltaf eiga dýr," segir Guðrún. Þrjú börn Guðrúnar eru nú í vist- un á vegum barnaverndaryfirvalda. Þar líður þeim mjög illa og þrá ekk- ert meira en fá að fara heim til móð- ur sinnar að því er hún segir. Hjartasjúkur barnsfaðir Guðrún hefur undir höndum skýrslu þar sem rætt er við eitt barna hennar og þar kemur fram að þeim hafi Uðið vel hjá foreldrum sínum. Elsta dóttir hennar er í áfalli yfir at- burðarásinni og hefur miklar áhyggjur af foreldrunum. Guðrún segir þau bæði sjúklinga, barnsfaðir hennar, Gunnar Hraundal,sé hjarta- sjúkhngur og sjálf sé hún fórnar- lamb læknamistaka. „Eftir samtalið fer ég beint inn á sjúkrahús," segir Guðrún og viður- kennir að hafa þurft að sofa í bfl í fleiri nætur. Hún hafi hvergi fengið húsnæði en nú sé hún með eitt her- bergi. Hún saknar líka hundanna sinna mikið og er reið yfirvöldum fyrir að drepa hvolpana. Þeir hafi verið 180 þúsund króna virði. Ekkert á milii okkar Einars Guðrún kennir fjölmiðlum og Hreiðari húseiganda um hvemig fyr- Ur henni sé komið. Hún hafi orðið fyr- ir aðkasti fóUcs sem kaUað hafi hana lævísu kattakonuna og hafi hún mátt sæta barsmíðum vegna þess. „Húsbflnum skilaði ég til Einars Thoroddsen vegna þess að ég hafði engan frið. Fólk var að kíkja á glugg- ana og áreita okkur," segir Guðrún og fuUyrðir að Einar hafi skrifað upp á lán fyrir hana af greiðasemi. Ef menn haldi að eitthvað sé á miUi þeirra sé það rakalaus vitleysa. Guðrún hefur talað við lögmann sem er að aðstoða hana í að vinna börnin tU baka. Hún réttir fram bréf undirritað af lögreglunni í Reykjavík þar sem fram kemur að fallið sé frá kæru vegna Ulrar meðferðar á kött- unum. Guðrún þráir ekkert heitara en fá börn sín aftur og húsnæði þar sem þau geti haft dýr hjá sér. Helst viU hún vera í sveit þar sem dýrin fá að vera í friði. bergljot@dv.is Kókaín í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi lagði hald á 1,5 gramm af kókaíni sem fannst í fómm manns aðfaranótt sunnu- dagsins. Að sögn lögregl- unnar kom þetta mál upp við hefðbundið eftirlit af hálfu lögreglunnar í bæn- um um nóttina. Viðkom- andi átti að baki sögu hjá lögreglunni og því var ákveðið að kanna hann nánar en hann var undir einhvers konar áhrifum. Við leit fannst svo kókaínið. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur og telst málið upplýst. Líkamsárás í rannsókn Lögreglan í Kópavogi hefur nú til rannsóknar líkamsárás sem kom upp í bænum í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar telur hún málið alvarlegt en árásin átti sér stað í heimahúsi í bænum snemma um morgun- inn. Partý var í gangi í húsinu og áfengi haft um hönd þegar ráðist var á konuna. Hún var flutt á slysadeild en fékk að fara heim síðdegis eftir að gert hafði verið að sámm hennar. Kveikt í rusli við Skipperinn Aðfaranótt sunnudags- ins var fremur róleg hjá lögreglunni í Reykjavík framan af en síðan komu nokkur útköll vegna slags- mála og pústra á milli fólks. Þó ekkert alvarlegt. Eitt út- kall var vegna bruna en þar var um eld í ruslatunnu fyrir utan Skipperinn að ræða. Að öllum líkindum var um íkveikju að ræða en tjón varð ekki af þessu uppátæki. Mikið um innbrot í Kópavogi Að jafnaði eitt á dag síðustu mánuði Lögreglan í Kópavogi hefur haft í nógu að snúast um helgina. í fyrrinótt var meðal annars brotist inn í tvo bfla, við Kjarrhólma og Sæbólsbraut, og talsverðum verðmætum stolið. Að sögn lögreglu hefur töluvert borið á innbrotum í þessum mánuði og ágúst eða eitt á dag að jafnaði. Er ástæða til að biðja fólk að hafa varann á því mörg innbrotanna em framin að degi til. Hvað varðar innbrotin í bílana var verðmætum stangveiðigræjum stolið úr bílnum í Kjarrhólma og úr þeim við Sæbólsbraut var hárgreiningar- tæki stolið og er verðmæti þess talið vera um 180 þúsund krónur. Lögreglan í Kópavogi segir að tals- vert hafi borið á innbrotum bæði í bíla og hús það sem af er þessum mánuði og ágúst og að mörg þessara innbrota séu framin um hábjartan dag. Hins vegar hafi innbrotum að næturlagi fækkað nokkuð á móti en þar er aðallega um að ræða innbrot í fyrirtæki. „Sökum þess hve algengt er orðið að brotist sé inn í bíla og hús aö degi til er full ástæða til að biðja fólk að hafa varann á þessa dagana,“ segir Kópavogslögreglan. Brotið á bótaþegum Ríflega fimmt- ungi allra ákvarðana Tryggingarstofnun- ar sem kærðar em til úrskurðamefndar almannatrygginga er breytt af nefnd- inni. Þetta kemur fram í árskýrslu úrskurðarnefndar- innar sem hefur þann starfa að skera úr um ágreining um grundvöll, skil- yrði og upphæð bóta frá Trygginga- stofnun. Úrskurðað var í 279 kæm- málum á árinu 2003. Þar af var af- greiðsla Tryggingastofhunar staðfest í 182 málum. Afgreiðslu Trygginga- stofnunar var breytt í 58 málum, 18 málum var vísað frá og 21 máh var vísað aftur til Tryggingastofnunar. Fáðu flott munnstykki LyfjAVAl www.nicorettef.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.