Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2004, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 Fréttir ÖV Kári þykir afar traustur og vandaður í störfum sínum. Á sviði útvarpsfréttamennsku er hann fagmaður fram í fingur- góma. Þá þykir hann styðja undirmenn sína mjög vel þegar þeirjturfa á stuðningi hans að Kári hefur verið í stjórnunar- stöðu hjá fréttadeild Rikisút- varpsins í yfir tvo áratugi og sem slíkur þurft að hlusta á ómælt magn afkvabbi og kveini, einkum frá stjórn- málamönnum. Mörgum þyk- ir hann hafa sýnt mikið lang- lundargeð og á stundum fullmikið afþví. „Kári er einn afvönduðustu og bestu mönnum f stétt frétta- manna og hefur verið það um áratugaskeið. Hann er mjög lipur og þægilegur í öllu samstarfi og sam- skiptum við fólk. Þá þyk- ir mér hann hafa mjög góða yfirsýn yfir þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni og einnig hefur hann gott fréttanef." Lúðvik Geirsson bæjarstjóri Hafnar- fjarðar. „Ég þekki Kára fyrst og fremst sem dásamlegan dreng. Ég kynntist honum fyrst er hann var ungur og upprenn- andi blaðamaður og vil segja að hann var afskap- lega yndislegur og Ijúfur. Mér hefur fundist á stund- um að þaö mætti vera meiri snerpa í honum en kannski kemur hún með nýja starfinu." Hildur Finnsdóttir kennari. „Það er sjónarsviptir að Kári skuli hætta störfum á Ríkisút- varpinu. Ég tel að hann hafi rek- ið fréttastofuna mjög vel og aflað henni mik- illar virðingar á þeim árum sem hann hefur unnið þar. Og Kári er vinnusamur og afburðagóður fréttamaður sem menn leggja hlustir við." Jón G. Hauksson ritstjóri Kári Jónasson er fæddur í Reykjavik 11.2. 1940. Hann er Samvinnuskólagenginn og hófstörfsem blaðamaður áTímanum 1963 og varþar til 1973 er hann var ráðinn á Ríkisútvarpið. Hann varfréttamaðurá fréttastofunni fram til 1980, varafréttastjóri til ársins 1987 er hann var ráðinn frétta- stjóri. Þá hefur hann unnið töluvert að fél- agsstörfum fyrirblaðamenn og varm.a. formaður Blaðamannafélagsins árin 1978 til 1981. Kári er kvæntur Ragnhildi Valdi- marsdóttur bókara og eiga þau tvö börn. Halldór Egill Kristjánsson seldi íbúð sína með aðstoð Finnboga Kristjánssonar á Fasteigansölunni Fróni. Halldór, kona hans og þrjú börn búa nú í tveggja her- bergja leiguíbúð, allslaus eftir fasteignasalan. Halldór var eitt af sjö fórnarlömbum Finnboga, sem missti leyfi til fasteignasölu í annað sinn í kjölfar málsins. Allslaus á götunni eftir Finnbuga lasteignasala Halldór Egill Kristjánsson seldi íbúð sína við Fífusel í Breiðholti í apríl í fyrra. Hann leitaði til Fasteignasölunnar Fróns og eiganda hennar Finnboga Kristjánssonar um að hafa umsjón með söl- unni. Salan gekk í gegn og Halldór var sáttur við verðið en þegar hann hugðist undirbúa tilboð í nýja íbúð kom babb í bátinn. „Fljótlega eftir að salan hafði ver- ið frágengin komst ég að því að ekk- ert af þeim peningum sem ég hafði fengið fyrir íbúðina höfðu farið í að greiða niður áhvílandi lán á íbúðinni og því voru lánin enn á mínu nafni,“ segir Halldór Egill Kristjánsson í samtali við DV. Halldór segist hafa innt Finnboga Kristjánsson fasteigansala á Fróni eftir svörum um hverju sætti. Finn- bogi hafi þá verið með ails kyns málalengingar og ekki getað gert grein fyrir því hvað varð af andvirði íbúðarinnar sem seld var á 14,5 milljónir króna. Lofaði en ekkert gerist „Hann lofaði og lofaði allt þar til við sáum fram á að hann virtist ekki geta endurgreitt neitt og þá hót- DV á laugardag Finnbogi Kristjánsson sagðist í DV um helgina vera að reyna aö selja eignir til að geta endurgreitt fórnarlömbum slnum. „Ég get ekki keypt mér íbúð þar sem lán- in eru enn á mínu nafni þrátt fyrir að konan sem keypti af mér hafi greitt þá upphæð aði hann okkur því að ef við færum til lögreglunnar fengjum við ekki tí- kall," segir Halldór sem vegna svika Finnboga fasteignasala var því sem næst á götunni að loknum viðskipt- um þeirra. „Ég get ekki keypt mér íbúð þar sem lánin eru enn á mínu nafni þrátt fyrir að konan sem keypti af mér hafi greitt þá upphæð," segir Halldór sem nú býr ásamt konu sinni og þremur börnum í lítilli tveggja herbergja leiguíbúð og sér ekki fram á að geta komist í eigið húsnæði fyrr en nafn hans hefur verið tekið af lánum sem hvíldu á íbúðinni og borga átti upp með fé sem Finnbogi stakk undan að sögn Halldórs. Fimm milljónir tapaðar „Ég fékk mér lögfræðing sem hef- ur séð um þetta mál fyrir mig. Hann segir mér að þeir peningar sem ég átti orðið í íbúðinni, 4 til 5 milljónir sem ég hafði ætlað mér að nota í innborgun á aðra íbúð, séu svo gott sem tapaðir. Mér hefur verið tjáð að ég geti svo gott sem gleymt þessu," segir hann. Halldór segir að eftir að milli- þinghaldi í máli Finnboga lauk síð- ast- liðinn föstudag hafi Finnbogi sett sig í samband við sig og sagt - líkt og blaðamanni á föstudag - að hann væri að reyna að selja eignir sem hann ætti til að endurgreiða Halldóri. Þar með er ekki öll sagan sögð því nýverið stefndi kaupandi að íbúð Halldórs Halldóri og Finnboga Krist- jánssyni vegna kaupanna. „Mér skilst nú reyndar að ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því og það sé meira formsins vegna sem við erum báðir sóttir til saka vegna málsins," segir Halldór, sem telur að pening- arnir sem Finnbogi kom undan eftir viðskiptin hafi farið í að greiða þeim sem svikinn var á undan honum. Játar og neitar ákærum Það virðist hafa verið leikur sem Finnbogi lék enda er mál á hendur honum nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem honum er gefið Finnbogi Kristjánsson fasteignasali Hafðisamband við Halldór Egil Kristjánsson á tostudag og sagðist vera að selja eiqnir upp I skuld slna við hann. að sök að hafa dregið sér 26 milljón- ir frá sjö skjólstæðingum sínum á árstímabili, árin 2002 til 2003. Hluta fjárins greiddi Finnbogi til baka en eftir standa fimm milljónir sem á vantar. Þetta mun Finnbogi hafa gert á þann hátt að fé sem dreg- ið var frá einum aðila var borgað með að draga fé frá öðrum. Auk þessa er Finnbogi kærður fyrir umboðssvik, þegar hann keypti í húseign við Síðumúla í félagi við annan mann. Honum er gefið að sök að hafa vanrækt að tryggja veð- bandalausn ijórðungs eignarinnar og fyrir að veðsetja eignina í íjór- gang án vitundar viðskiptafélagans. Finnbogi neitar sök að umboðs- svikunum en játar að hafa dregið sér fé viðskiptavina sinna sem hann, eins og fyrr segir, hefur að hluta greitt til baka. hetgi@dv.is Fáðu flott munnstykki www.nicorette.is B lyfja imt Mál Marcos Brancaccia Utanríkisráðuneytið svarar ítölum ítalska utanríkisráðuneytið hefur fengið svarbréf frá íslenska utanrík- isráðuneytinu varðandi ásakanir ítalska firéttamannsins Marcos Brancaccia, sem á í forræðisdeilu hér á landi, á hendur tollvarða á Keflavíkurflugvelli um óeðlilegt framferði í sinn garð þegar heim- sótti dóttur sína. Sagði Brancaccia að sex tollverðir hefðu elt sig, auk þess sem hann hafi verið þráspurð- Leifsstöð Sýslumaðurinn á Keflavíkur- flugvelli rannsakaði umkvartanir Brancaccia og fann ekkert athugavert. ur út í dóttur sína og vegabréf henn- ar, án þess að hafa verið spurður að nafni áður. Hann segir tollverði hafa reynt að setja „eitthvað" í töskuna sína. Kornelíus Sigmundsson hjá ut- anríkisráðuneytinu kveðst telja að málinu sé lokið. „Það kom orðsend- ing frá sendiráði Ítalíu í Osló þar sem greint var frá umkvörtunum mannsins um atvik við brottför hans frá Keflavíkurflugvelli. Sýslumaður kannaði málið og er búinn að skila sinni niðurstöðu. Við svöruðum ítölunum að það væri ekki ástæða til að telja að þarna hefði óeðlilega að verki staðið. Ég tel að málinu sé lok- ið." Brancaccia, sem undirbýr mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassbourg, hefur áður sagt að skýr- ingin á framférði tollvarða í sinn garð sé að Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, sé góður vinur Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fyrrum utanríkisráðherra og tengdaföður Brancaccia. Hann segir undarlegt að þessi sami sýslu- maður hafi verið fenginn til að rannsaka málið. jontrausti@dv.is Stórhækkun á fáum vikum Gengi hlutabréfa DeCODE hef- ur styrkst hressilega að undan- förnu eftir mikla dýfu sem gengið hafði tekið. Við lok Nasdaq mark- aðarins í New York á föstudag stóð gengið í 7,70 dollurum á hlut. Þá hafi það hækkað um 6,94% frá því daginn áður. í lok ágúst fór gengið niður í 5,12. Bréfin hafa því hækk- að um heil 50% síðan þá. Sveiflur á gengi hlutabréfa DeCODE hafa verið miklar. Á síðasta 52 vikna tímabili hefur gengið hæst verið 13,80, í lok febrúar á þessu ári, og lægst 3,77 í fyrrahaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.