Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 115
það vil eg ekki«, sagði hann. »Eg er ailt of vandaður
til þess að reyna til að blekkja nokkurn«.
Presturinn: »Ertu nú drukkinn aftur, Óli?«
Óli: »Já, en eg skal segja prestinum það, að eg
reyni bara að drekkja sorgum mínum«.
Presturinn: »Nú, svo að skilja. En í síðustu viku
sagðir þú, að þú hefðir drekkt þeim að eilífu«.
Öli: »Já, eg hélt það, en þær hljóta að hafa lært
að synda, þessar bannsettar skepnur«.
Annar daglaunamaðurinn: »En þú getur þó liklega
sagt, af hvaða ástæðu þú vilt ekki gera verkfall með
okkur hinum?«
Hinn daglaunamaðurinn: »Eg hefl sjö ástæður fyrir
mér«.
Annar daglaunamaðurinn: »Geturðu talið upp þess-
ar sjö?«
Hinn daglaunamaðurinn: »Pað er fljótgert. Eg á
konu og sex börn«.
Gamall sjómaður (við kona slna): »Fáðu mér aðra
sokka; annar þessara lekur«.
Kona kærði mann sinn fyrir barsmið á sér.
Lögreglumaðurinn (við manninn): »Er það rétt,
að þér haflð barið konu yðar utan undir?«
Maðurinn: »Eg bandaðibaratilhennarmeðsnýtuklút«.
Konan: »Má eg fá að segja til skýringar, að hann
snýtir sér allt af með höndunum«.
Lœknirinn (í orðasennu við prestinn): »Getið þér
komið mér 1 skilning um það, hvernig menn á dögum
gamla-testamentisins gátu orðið svo gamlir sem þar
er sagt?«
Presturinn: »Jú það get eg; það er harðla einfalt:
Pá var læknisfræðin ckki komin svo langt á veg sem nú«.
(111)