Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 113
drengurinn, »má eg ekki fá að leika mér að fallegu
öskjunni, sem hárið þitt var í? Dadda bannar mér
það«. Menn geta farið nærri um undrun gestanna.
Jens: »Án peninga er ekki unnt að gera neitt«.
Jón: »Jú, pað má þó allt af safna skuldum«.
Bjarni: »Heyrðu, Björn, hvaða flokki ætlar þú að
fylgja i ár?«
Björn: »Ja, eg veit ekki; en bændaflokknum fylgi
eg ekki, því að eg hefi aldrei séð eins mikið af
skemmdum jarðeplum og eg hefi fengið í ár«.
Kennslukonan (reið): »Eg ætti bara að vera mamma
þin f nokkura daga!«
Drengurinn: »Eg skal spyrja pabba að því, þegar
eg kem heim«.
Einn dag stóð langa stund prófessor einn fyrir
utan sútarabúð; hann klóraði sér f sifellu bak við
eyrað og virtist vera í djúpum hugsunum.
Svo stóð á, að sútarinn hafði í auglýsingaskyni sett
utan á búðina hala af kú og stungið honum inn um
nafarsfar.
Maður gekk fram hjá og spurði prófessorinn, hvort
hann hefði aldrei fyrr séð hala af kú.
»Jú það hefi eg«, svaraði prófessorinn, »en eg skil
með engu móti, að nokkur kýr hafi komizt inn um
svona litið gat«.
Tengdasonurinn: »Kæra tengdamóðir, einn hlut
verð eg að kannast við fyrir þér: Mér hættir óskap-
lega til að verða reiður ástæðulaust«.
Tengdamóðirin: »Pú skalt engar áhyggjur gera þér
þess vegna; eg skal sjá um það, meðan eg er hér f
húsinu, að þú verðir ekki reiður, án þess að á-
stæða sé til«.
(109)