Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 29
Tveir Noromenn og tveir Svíar, sem veitt
hafa stuðning þjóðmálum íslendinga.
Pað er mikilsvert fátækum og fámennum þjóðum
að eiga öfluga og holla stuðningsmenn með voldugri
þjóðum; það hafa íslendingar mátt margreyna. Eu
fyrir kemur það, að vant er að greina, hvort gagn
eða ógagn er að stuðningnum. Á þetta einkum við
um þá menn, sem bækur birta, því að á marganveg
getur landa og þjóða í ritum, allt eftir eðli og inn-
ræti höfundanna. Til eru þeir menn, sem ferðast land
úr landi sér til afþreyingar, leiðir á lifi sínu, lamaðir
á líkama og sál. Slíkir menn taka oft ástfóstri við
sum lönd eða þjóðir, skrifa og skrafa um þær á svip-
aðan hátt sem aðrir láta vel að hundum og köttum
eða öðrum dýrum manna. Allir þekkja gum ferða-
bóka af gestrisni íslendinga, dyggð, sem annars er
aldrei nefnd í ferðabókum, nema þegar ritað er um
villiþjóðir. Til er enn einn flokkur rithöfunda, mark-
litlir uppskafningar, sem gera sig bera að fleðulátum,
beinlínis í því skyni að hafa af hagnað nokkurn. Loks
eru þeir rithöfundar, sem gera sér mestan mat úr
svívirðingum, sönnum og lognum, sjá ekki ljósan
blett á nokkurum hlut og færa allt til verra vegar.
lslendingar mega kannast við útlenda rithöfunda,
sem ritað hafa um Iand og þjóð og heima eiga í
hverjum þessara flokka; raunar gætir nú minnst síð-
asta flokksins á síðari áratugum, svivirðuritanna, enda
hafa og slíkir höfundar oftast fengið orð í eyru;svo
Var maklega um Mohr nokkurn, þýzkan mann, sem
fyrir nokkurum árum birti eftir sig rit eitt um íslend-
ioga. Af markverðum höfundum hafa tveir ritað kald-
ast um fslendinga á hinum síðari áratugum. Er ann-
Max Nordau, um tíma alkunnur rithöfundur; hann
(25)