Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 95
Um sama leyti sem ísleifur bjó á Felli, var sá
bóndi í Borgarhöfn í Suðursveit, sem Pórólfur hét.
Hann átti konu, sem Guðrún hét; hafði hún, áður en
hún giftist, verið vinnukona hjá sýslumanni. Fórólíur
karl þókti vera i meira lagi einfaldur og trúgjarn.
Einu sinni ætlaði sýslumaður að gefa Pórólfi kú;
hugði hann að láta Þórólf velja sér kúna; kallar því
á hann í fjósið og segir, að hann skuli taka þá kúna,
sem honum lítist bezt á. Fer þá karl að skoða kýrn-
ar og lítur meðal annars upp í þær, og er hann hefir
skoðað þær allar, segir hann: »Petta eru lastagripir;
þær eru allar tannlausar í efra gómi«. Og vildi hann
enga kúna. Skömmu siðar sendi sýslumaður konu
hans eina kúna, og tann hún ekki að þvi, þó að hún
hún væri tannlaus í efra gómi.
Einu sinni, er sýslumaður var á ferð, gekk Pórólf-
í veg fyrir hann, því að leið lá skammt frá bæ hans;
hafði hann þá með sér brennivínspela frá konu sinni
til sýslumanns; bað hún hann bera sýslumanni kveðju
sína og segja, að hún vissi, að stórlætið myndi aldrei
steypa honum. Kemur nú karl og heilsar sýslumanni
og segir: »Hún Gunna mín bað mig að bera yður
kveðju sína og segja, að hún viti það, að stórlætið
muni einhvern tima steypa yður«. Sýslumaður tók við
pelanum og sagði: »Og það held eg, að geti nú verið,
Pórólfur minn«.
Einu sinni sem oftar kom Þórólfur að Felli og gisti
þar. Fór hann svo þaðan um morguninn. Kemur hann
nú að óðrum bæ og stanzar þar. Er þá farið að
spyrja hann frétta. Hann lætur drjúglega yfir þvi, að
hann hafi nokkurar fréttir að segja frá Felli: Sýslu-
maðurinn hefði orðið fyrir miklum skaða. Sjöstjarn-
an hefði komizt þar inn í hlöðu og etið upp 12 kúa
fóður. En svo hefði sýslumaður Iíka fengið nokkuð
upp í það aftur, því að hálft tunglið hefði rekið á
Fellsfjöru, og hefðu runnið af því tólf tunnur af floti
(sumir segja 60 tunnur at lýsi), og myndi það hafa
(91)