Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 114
Drengurinn: »Varstu hér heima, mamma, þegar eg
fæddist?«
Móðirin: »Nei, væni minn; þá var eg hjá ömmu«.
Drengurinn: »Pá held eg, að pú hafir orðið hissa,
þegar pú fekkst að vita það«.
Efnafrceðingurinn: »Getið pér nefnt mér prjá hluti,
sem linsterkja er í?«
Stúdeniinn: »Tvær mansjettur og einn flibbi?«
Jóhannes: »Heyrðir pú skruggurnar í nótt?«
Jóhann: »Nei, en hvers vegna vaktir pú mig ekki;
pú veizt pó, að eg get ekki sofið, pegar skruggur eru«.
Heimspekingurinn: »Miklum óhemju-peningum tapa
eg árlega í vöxtum, af pví eg að á enga innstæðu«.
Spjátrungur kemur inn í búöogsegir reygingslega:
»Látið pér mig fá dálítið af hundabrauði, en fljótt;
pað er handa hvolpia.
Búðarmaðurinn: »Sjálfsagt! Á eg að búa um pað,
eða ætlið pér að eta pað hér nú þegar?«
Maður, sem var vanur að slá ungura stúlkum gull-
hamra, sagði eitt sinn við eina: »Já, pað má með
sanni segja, að pér likist engu fremur en 18 ára
gamalli rós«.
Atvinnulaus umrenningur leitaði til eiganda dýra-
búrs, sem ferðaðist um með dýr sín, og spurði hann,
hvort hann gæti ekki fengiö neitt að gera. Honum
var svarað, að hann gæti fengið að vera par ljóna-
temjandi. Hann pyrfti ekki annað en að fara inn í
búrið til ljónanna og láta þau kroppa úr lófa sínum.
Og eigandinn staðhæfði, að allur vandinn væri sá
að fá Ijónin til að halda, að hann væri ekki hræddur
við pau. En umrenningurinn hristi höfuöið. »Nei,
(110)