Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 33
Gantry«, 1928 »The Man Who Knew Mr. Coolidge«
og 1929 »Dodsworth«. Eru ekki nein tök á að segja
frá efni þessara bóka, en tæplega hafa þær valdið
eins miklu uppnámi og »Main Streeta, þó að allar
séu þær hirtingarvendir. —
Síðan »Main Street« kom út, árið 1920, hafa sögur
Lewis jafnan verið þýddar á fjölda tungumála, tutt-
ugu og þar yfir. í haust kom út fyrsta sagan, er hann
hefir samið eftir að hann fékk Nobelsverðlaunin;
heitir hún »Ann Vickers«, og kom hún út samtimis á
21 tungumáli. Er það saga kvenréttindakonu, frá
barnsaldrinum, um aldamótin síðustu, fram á árið
1931.
Pess var áður getið, að Sinclair Lewis hafði ver-
ið iærisveinn og samherji Upton Sinclairs. En það
skilur með þeim, að Upton Sinclair er ádeiluskáld
og notar skáldsögur sinar i þágu stjórnmálanna.
Sinclair Lewis hefir hins vegar gerzt almennur um-
vandari. Hann er listaskáld, sem ekki gengur á mála.
John Galsworthy.
Pegar rithöfundar hljóta bókmenntaverðlaun No-
bels, er almenningur stundum í vafa um, fyrir hvaða
rit þeirra verðlaunin séu veitt sérstaklega. Erfðaskrá
Nobels mælir svo fyrir, að sá skuli hijóta verðlaunin,
sem hafi samið »ágætustu bókina í hugsæisáttina«,
en þau takmörk eru svo rúm, að þau gefa engan veg-
inn allt af einhlitt svar þeirn, sem spyr um, hver bókin
það hafi verið, sem ávann höfundi sínum frægustu
bókmenntaverðlaun heimsins.
En hvað enska skáldið John Galsworthy snerti, var
enginn í vafa um, hvaða rit hans það væri, sem No-
belsverðlaunanefndin vildi heiðra með verðlaunun-
um. Það var »The Forsythe Saga« — hinn mikli sögu-
bálkur Galsworthys, sem telja má eitt af fremstu, ef
ekki fremst, þeirra skáldrita, sem Englendingur hefir
(29)