Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Síða 34
rítað siðasta inannsaidurinn. Og pegar Galsworthy
hlaut verðlaunin, urðu engar deilur um, að hann væri
vel að þeim kominn, einmitt fyrir þessa bók. Svo hár
sess haföi henni verið skipaður í heimsbókmennt-
unum.
En það er öðru nær en að það sé þetta eina stórvirki,
sem liggur eftir Galsworthy, og aö hann eigi því einu
frægö sina að þakka. Siðan 1897 hefir nafn hans verið
frægt í bókmenntasögu Eoglendinga, og löngum hefir
hann verið talinn i hópi stóru spámannanna og átt
sæti á bekk með Thomas Hardy, Rudyard Kipling og
Bernard Shaw í meðvitund þjóðarinnar og erlendra
bókmenntavina. Pað eru mörg ár siðan farið var aö
nefna nafn hans i sambandi við Nobelsverðlaunin,
en um ástæðuna fyrir því aö hann hlaut þau ekki
fyrr en nú á siðastliðnu hausti, má geta sér þess til,
að hann hafi þótt umvandari og spámaður, svo frek-
lega, að það hafi brotið i bág við æðstu listalögmál.
En á fyrri árum sinum var hann svo gripinn af eymd
þeirri og neyð, sem hvarvetna blasti við honum í
ensku þjóðfélagi, að hann þóttist ekki geta látið mann-
úðarmálin hlutlaus, og urðu þvi hin eldri rit hans
hárbeitt prédikun um að elska náungann og bjálpa
þeim, sem bágt ættu, um að koma meiri jöfnuði á i
heiminum og bæta mennina svo, að þeim jöfnuði
yrði komið á. En hann var enginn áróðrarmaður á
stjórnmálamanna vísu, heldur brennheitur mannvin-
ur. Og þegar hann reiddi refsivöndinn og hýddi sam-
tíðina — og það gerði hann oft — þá beindi hann
jafnan höggunum að rammri efnishyggjunni fyrst og
fremst, efnishyggjunni, sem honum íannst sitja í há-
sæti »Viktoriu-tímabilsins«. Frá þessum tíma í ævi
hans eru skáldsögurnar »Jocelyn« (1898), »The Island
Pharisees« (1904), »The Country House« (1907) og
»The Saints Progress« (1909).
Fyrsta bindið af »Forsythesögunni« heitir »The
man of Property« og kom út á miðju þessu tímabili
(30)