Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Qupperneq 54
Jáni 1. Séra Einari Thorlacius að Saurbæ á Hvalfjarð-
aratrðnd veitt lausn frá embættinu. — Signrmundur
Sigurðsson héraðslæknir i Grimsness-héraði skip-
aður héraðslæknir i Flateyjarhéraði.
— 4. Ný stjórn: Ásgeir Ásgeirsson forsætis- og fjár-
málaráðherra, Magnús Guðmundsson dómsmála-
ráðherra og sira Porsteinn Briem atvinnu- og
samgðngumálaráðherra.
— 14. Úr menntaskóla Norðurlands luku 15 nem-
endur stúdentsprófí og 48 gagnfræðaprófi.
— 15. Magnúsi Guðmundssyni dómsmálaráðherra
falið að veita forstöðu forsætisráðherrastörfum, og
séra Porsteini Briem atvinnumálaráðherra falið
að veita forstððu fjármálaráðherrastörfum, i fjar-
veru Ásgeirs Ásgeirssonar.
— 18. Garðar Porsteinsson guðfræðingur skipaður
sóknarprestur að Garðaprestakalli á Álftanesi. —
Páli Eggert Ólasyni aðalbankastjóra búnaðarbank-
ans veitt lausn frá stöðunni, eftir beiðni hans, en
í hana skipaður Tryggvi Pórhallsson fyrrum for-
sætisráðherra.
— 28. Ólafur Einarsson læknir settur héraðslæknir i
Grimsnest-héraði.
— 30. Luku 24 nemendur stúdentsprófi úr mennta-
skólanum i Rvik, og 33 luku gagnfræðaprófi úr
gagnfræðaskóla Reykvikinga.
í p. m. lauk embættisprófi i guðfræði i háskól-
annm hér: Gunnar Jóhannetson, með II. einkunn,
betri. — Luku embættisprófi i lögum í háskól-
anum hér: Freymóður Porsteinsson, Kristján Guð-
laugsson og Ólafur Sveinbjörnsson, allir með I.
einkunn, en Alfred Gíslason með II. einkunn, betri.
— Luku embættisprófi i læknisfræði i háskólanum
hér: Gerður Bjarnhéðinsson, Hallgrimur Bjðrns-
son og Ólafur Porsteinsson, öll með I. einkunn,
en Axel Blöndal, Árni Guðmundsson, Kristján
Grimsson og Porvaldur Blöndal, allir með II.
(50)