Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Page 73
Þetta hefir orðið til pess, að sumt íólk gerir sér fá-
ránlegar hugmyndir um meinsemdina og hugsar sér
að parna sé að verki krabbi í bókstaflegum skiln-
ingi, og stafi allar hörmungarnar frá pessari skepnu.
En vitanlega eru petta bindurvitni ein.
Æxlið tekur nú á sig svip iilkynjaðra meinsemda
og vex á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna krabba-
mein í brjóstinu. í upphafi má pukla pað sem ofur-
litinn hnúð i brjóstkirtlinum. En hnúðurinn vex
skjótt út fyrir sinn upprunalega stað, og dafnar pví
miður ailt of vel. Æxlið brýzt út úr mjólkurkirtlinum,
vex út í hörundið og veldur par krabbameinssári,
eða inn aö rifjum og brjósthimnu. Petta er einmitt
einkenni illkynjaðra meina; pau brjótast út úr pví
líffæri, sem pau myndast i, og vaxa gegnum allt, sem
á vegi peirra verður. Stundum vex meinið um taug-
ar, prýstir að peim, og veldur pað oft sárum praut-
um. Eða meinsemdin pjappar að æðum, hindrar
eðlilega blóðrás og veldur bjúg í limnum. Lika getur
meinið vaxið gegnum slagæðar, og valdið blóðmissi,
sem stundum dregur til dauða.
Útlit meinsins fer mjög eftir staðháttum. Maga-
krabbinn lýsir sér oftast sem sár innan á slimhúð
magans, og má oft ekki á milli sjá, hvort pað er
krabba-eðlis, eða einfalt magasár. Oft parf nákvæma
smásjárskoöun til sundurgreiningar. Magameinið
getur svo vaxið inn í næstu liffæri.
En sagan er ekki öll sögð enn. Illkynjuö mein iáta
sér ekki nægja að vaxa gegnum hvaö sem fyrir er.
Þau geta lika borizt á fjarlæga staði í likamanum og
unnið par sín hermdarverk. Tökum aftur brjóst-
meinið sem dæmi. Ofurlitlir partar eða frumuagnir
berast iðulega með holdvessanum, eftir hárfinum
æönm, að eitlunum i handarkrikanum, setjast par að
og mynda par ný mein, til viðbótar. Eins getur
krabbamein i vör borizt i eitlana viö kjálkann. En
aguirnar frá meininu geta farið i miklu meiri lang-
(69)