Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1934, Blaðsíða 76
raein ætíð ólæknandi sjnkdóm. Læknavísindin hafa
nnniö það á, að sjúklingunum má vinna ómetanlegt
gagn. Líðan ólæknandi sjúklinga má oft bæta stór-
lega, og ern til pess ýmisleg ráð — skurðaðgerðir,
lyf og geislalækning. Stíflur í maga, vegna meinsins,
má t. d. bæta með skurði, til pess að sjúkling-
urinn geti nærzt. Blóðmissi og fúla útferð má bæta
með geislum, og oft græða sárin. Vonir má gera sér
um, að geislalækningin fullkomnist svo á næstu ár-
um, að talsvert meira vinnist á en nú á sér stað.
Og með lyfjum má stórum lina pjáningar.
En svo er og á pað litandi, að fjölda sjúklinga má
lækna að fullu. Til pess að pað geti orðið, verða
raenn að koma í læka tíð undir hönd lækna, sem
færir eru i pessum efnum. Sjúklingurinn verður að
gefa sig fram svo snemma, að ná megi fyrir meinið
með hníf eða geislum. Og vitanlega kemur allt fyrir
ekki, ef meinsemdin hefir sáð sér út í fjarlæga
likamsparta.
Að vissu leyti er pað varhngavert að koma fólki
til að hugsa um of um veikindi og sjúkdóms-ein-
kenni. Pað vill pá oft leggja mikið upp úr pvf, sem
ástæðulaust er að óttast. Varla getur t. d. imyndun-
arveikari menn en suma unga læknanema, um pær
mundir sem peir eru að byrja nám sitt í sjúkdóma-
fræði, enda er ekki örgrannt um, að eldri félagar
peirra skopist að peim. Samt er óhjákvæmilegt, aö
almenningur fræöist að nokkru leyti um sjúkdóma.
Um krabbamein stendur svo sérstaklega á, að öll
hjálp er bundin við, að menn gefi sig fram nógu
snemma, uudir læknishönd. En hvernig má ætlast
til pess, ef engin fræðsla er veitt um byrjunarstig
sjúkdómsins, að pví leyti sem ólæknisfróðir menn
geta áttað sig á slíku? Ég hugsa ekki, að slikar upp-
lýsingar skjóti mönnnm svo mjög skelk i bringu.
Pvert á móti — menn eru venjulega hræddastir við
pað, sem peir eru ófróðastir um. Ég ætla pvi að
(72)